Fréttablaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 52
fréttablaðið kópavogur 4. MAÍ 2007 FÖSTUDAGUR8 Um fimm hundruð til sjö hundruð börn koma vikulega í Veröldina okkar í Smáralind. Veröldin okkar er barnaskemmtistaður þar sem börnin geta átt ánægjulega stund meðan foreldrarnir þeysast á milli verslana. Staðurinn var stofnað- ur í október árið 2001 af systrun- um Ernu og Kristínu Reynisdætr- um en hefur síðastliðið ár verið í eigu Smáralindar. Á 480 fermetr- um á þriðju hæð Smáralindar geta börnin rennt sér í rennibrautum, hoppað og klifrað en svo er einnig hægt að taka því rólega í hvíldar- herbergi. Stórt leiktæki með þre- faldri rennibraut er sívinsælt og í miðjum staðnum er svæði þar sem mikið er að gerast. Þar eru klifurveggur, klifurnet, boltar og trampólín svo fátt eitt sé nefnt. Veröldin okkar er vinsæll stað- ur til afmælishalds en að meðal- tali eru haldin fjörutíu afmæli þar á mánuði, flest um helgar. Nokk- ur herbergi eru sérútbúin til af- mælishalds og kjörið að koma með börnin í þessa ævintýraveröld og losna við umstangið sem fylgir því að halda afmæli í heimahúsi. Draumaveröld barnanna Hann er greinilega spenntur að komast í rennibrautina þessi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Láttu mig fá boltann, gæti litli guttinn verið að segja við þann eldri. Börn allt frá tveggja ára aldri geta komið í Veröldina okkar. Digranesskóli keppir fyrir hönd íslands í norrænni stærðfræðikeppni níundubekkinga sem fer fram í Gautaborg í lok maí. „Norðmenn byrjuðu með þessa keppni árið 1998 og buðu síðan öðrum Norðurlandaþjóðum að taka þátt árið 2001. Íslendingar voru þeir einu sem tóku þátt ásamt Norðmönnum í fyrstu en nú eru allar Norður- landaþjóðirnar með,“ segir Þórður Guðmundsson, stærðfræðikennari í Digranesskóla. Í fyrstu undanúrslitunum tóku 25 bekkir þátt á Ís- landi. Þáttaka hefur farið vaxandi og í síðustu undan- úrslitum mættu til leiks 68 íslenskir níundu bekkir þar sem Digranesskóli fór með sigur af hólmi. Skólinn hefur tvívegis farið með sigur af hólmi í undanúrslitum og í öll hin skiptin komist í úrslit. Í sjálfri aðalkeppninni hefur Digranesskóli einu sinni lent í öðru sæti en í ár er stefnan tekin á sigur. Að sögn Þórðar er keppt í tveimur lotum á Íslandi. Fyrst í janúar og síðan í nóvember. Bekkurinn keppir í heild sinni og þemað í ár var stærðfræði og byggingar. „Við fáum að mestu leyti frjálsar hendur varðandi þema verkefnanna. Mestu máli skiptir að stærðfræðin sé gerð sýnileg,“ segir Þórður. Í ár fékkst bekkurinn meðal annars við útreikninga á tveimur íþróttahúsum. Annað húsið var hálfkúlulaga og hitt kassalaga. Krakkarnir reiknuðu meðal ann- ars muninn á steypumagni og yfirborðsflatarmáli og könnuðu hve mörg tré þurfti í parkettið. „Krakkarnir fengu aðstoð skógfræðinga frá Mógilsá við útreikningana. Niðurstaðan var að rúmlega hundr- að eikartré, sem eru orðin 80 ára gömul og 23 metra há þyrfti til að parkettleggja annað íþróttahúsið,“ segir Þórður. Þátttakan hefur mjög fjölþætt og góð áhrif á krakk- ana og að sögn Þórðar læra þau hve mikilvægt er að starfa í hóp, á sama tíma og stærðfræðiskilningur dýpkar. „Þetta er ólíkt hefðbundinni stærðfræðikennslu. Í staðinn fyrir að ég troði upp á þau stærðfræðinni koma þau sjálf og segja: þú verður að kenna mér þessa reikniaðferð því ég verð að komast að niðurstöðu,“ segir Þórður brosandi. Í lok maí heldur bekkurinn til Gautaborgar og að sögn Þórðar er markmiðið aðeins eitt og það er að vinna. rh@frettabladid.is Núna vilja krakkarnir læra stærðfræði Elín B. Böðvarsdóttir, Emil M. Magnússon, Þórður St. Guð- mundsson, Arnar Þórsveinsson og Fríður Halldórsdóttir halda til Gautaborgar í lok maí. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.