Fréttablaðið - 04.05.2007, Page 17

Fréttablaðið - 04.05.2007, Page 17
Tryggingastofnun ríkisins er hætt að senda mánað- arlega greiðsluseðla til lífeyris- þega. Þess í stað fá lífeyrisþegar svokallað grænt umslag sem inniheldur ársyfirlit yfir mánað- arlegar lífeyrisgreiðslur á árinu. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Tryggingastofnun. Umslagið var sent tæplega fimmtíu þúsund lífeyrisþegum í lok síðasta mánaðar og með því vakin athygli á breyttu fyrir- komulagi. Greiðslur verða eftir sem áður lagðar inn á reikninga lífeyrisþega um hver mánaðamót, þótt ekki verði tilkynnt sérstak- lega um hverja innborgun. Ársyfirlit í stað greiðsluseðla Fyrsta skóflus- tunga að nýrri félags- og skrif- stofuaðstöðu, búningsherbergi, viðbótarstúku og skyggni yfir núverandi stúku á félagssvæði FH- inga í Kaplakrika var tekin á dög- unum. Framkvæmdirnar eru að langmestu leyti á kostnað bæjarins og er gert ráð fyrir að þær kosti rúman milljarð króna. Þeim á að vera lokið 1. júní 2009. Um er að ræða nýbyggingar upp á samtals sjö þúsund fermetra; félags- og skrifstofuaðstöðu á einni hæð, ný búningsherbergi, skyggni yfir núverandi stúku og viðbótar- stúku til hliðar við hana eftir endi- löngum vellinum, aðstöðu fyrir fréttamenn og keppnisstjórn, skylmingasal, endurgerð á eldra húsnæði, tækja- og lyftingasal, frjálsíþróttahús og tengibyggingu á milli allra húsanna. Lóðin verður endurgerð. Núverandi stúka í Kaplakrika rúmar nær tvö þúsund manns í sæti. Fyrirhugað er að byggja yfir hana og byggja viðbótarstúku að þessu sinni. Í fjarlægri framtíð eru FH-ingar svo að láta sig dreyma um að byggja aðra stúku gegnt þessari eftir vellinum endilöngum en sú framkvæmd er aðeins draum- ur enn sem komið er. „Það verður bara það sem við köllum félagslega einkafram- kvæmd svipað og með Risann,“ segir Jón Rúnar Halldórsson, for- maður knattspyrnudeildar FH. „Við byggjum það bara sjálfir og leigjum svo út til að fá fyrir kostnaði.“ Ný félagsaðstaða og stúka í Kaplakrika Maður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir Héraðsdómi Suðurlands fyrir að ráðast á tvo lögreglumenn og slasa þá. Atburðurinn átti sér stað í húsi á Selfossi. Maðurinn veittist að lögreglumönnunum þar sem þeir voru að skyldustörfum. Hann hrinti öðrum þeirrra, lögreglu- konu, þannig að hún skall í gólfið og hlaut mar og vöðvatognun. Þá sló maðurinn hinn lögreglumann- inn hnefahögg í andlitið og beit hann í hægri hönd þannig að hann hlaut bitsár á fingrum. Maðurinn hrækti einnig í andlit lögreglu- konunnar og reyndi ítrekað að skalla lögreglumanninn. Beit og barði lögreglumenn Jean-Marie le Pen, hinn aldni leiðtogi franskra þjóðernissinna, hvetur fólk til að sitja heima í seinni umferð forsetakosninganna um helgina. Hann tapaði í fyrri umferð kosninganna fyrir sósíalistanum Ségolène Royal og hægrimannin- um Nicolas Sarkozy. Í staðinn stefnir le Pen nú á framboð með flokki sínum til þingkosninganna í júní og segist ætla að ná þar fram „hefndum“. Að minnsta kosti fjögur þúsund manns sóttu 1.-maí-útifund hans í París á þriðjudaginn. Hvetur Frakka til að kjósa ekki ALLT ANNAÐ LÍF! - með vinstri grænum Steingrímur J. Sigfússon skipar 1. sæti í Norðausturkjördæmi Kynntu þér málið á www.VG.is VINSTRIHREYFINGIN – GRÆNT FRAMBOÐ ÆTLAR AÐ BÆTA KJÖR ALDRAÐRA OG ÖRYRKJA ALLT ANNAÐ LÍF!
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.