Fréttablaðið - 31.05.2007, Page 31

Fréttablaðið - 31.05.2007, Page 31
Goth-tískan á upptök sín í nýbylgju níunda áratugarins, en útgáfumógúllinn Tony Wilson sagði eitt sinn að hljómsveitin Joy Division væri gotnesk miðað við það sem væri að gerast í samtímanum og þaðan er líkingin sprottin. Undanfarið hefur goth-tískan átt vaxandi fylgi að fagna en sem dæmi um það má nefna mætingu á Wave Gothic-tónlistarhátíðina í Leipzig í Þýskalandi. Fyrsta hátíðin, sem haldin var árið 1992, státaði af tíu hljómsveitum á einu kvöldi en nú stendur hátíðin í fjóra daga og er dreifð um alla borgina. Goth-stíllinn svokallaði er misjafn þótt undirstað- an sé alltaf svarti liturinn, drungi og mikið drama. „Gotharinn“ getur þannig klæðst öllu frá svörtum jakkafötum og bol með áprentaðri hljómsveitarmynd yfir í korselett eða púffermaskyrtu, haft hring á hverjum fingri og fimm þung silfurhálsmen. Goth-stefnan er líklega sú eina í dag sem leyfir strákum að mála sig. Í henni má stundum vart milli sjá af hvoru kyninu „gotharinn“ er og þannig myndi enginn gera athuga- semd þó að „gotharinn“ Hreggviður mætti í afmælis- boð íklæddur korseletti með langar rauðar neglur. Goth-fjölskyldan er nefnilega opin fyrir öllu, svo lengi sem það er ekki „normal“ eða hresst. Spretta eins og goth-kúlur Mörkinni 6, Símí 588-5518 Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 10-16

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.