Fréttablaðið - 31.05.2007, Page 62

Fréttablaðið - 31.05.2007, Page 62
Um daginn fagnaði ég þeim áfanga að verða þrítugur og átti frá- bæran dag í faðmi vina og vandamanna. Það eina sem skyggði á alla gleðina var hin sí- endurtekna og fremur þreytandi spurning: „Hvernig er nú að vera kominn á fertugsaldurinn?“ „Mér hefur bara sjaldan liðið eins vel,“ var iðulega svarið, enda fann ég engan sérstakan líkamlegan mun á mér, þótt mér þætti óneitanlega skrítin tilhugsunin að vera nefndur í sömu andrá og „the big four- o.“ Það er nefnilega eitthvað bogið við að vera ungur maður á þrítugs- aldri einn daginn og virðulegur karl á fertugsaldri þann næsta, og engu líkara en maður hafi hlaupið einhvern maraþonáratug á einum sólarhring til að ná því marki. Þessi hamagangur er svo sem alveg dæmigerður fyrir Íslend- inga, sem eru alltaf að flýta sér svo mikið að þeir mega ekki vera að því að staldra við og njóta örlítið líð- andi stundar. Íslenska þjóðin hefur engan tíma til að lifa lífinu til fulln- ustu og er að mínu mati á harða- spretti beinustu leið í gröfina. Fljótræðið endurspeglast ein- mitt í því hvernig við teljum tugi. Við tölum um árin frá 1980-89 sem níunda áratuginn, ólíkt til dæmis Bretum og Bandaríkjamönnum sem staldra við og tala um „the eighties“. Svo ræða þeir ekki um þrítugs- eða fertugsaldur, heldur „twenties“ og „thirtes.“ Meira að segja „early“ og „late twenties“ og „thirtes“, eftir því hvoru megin við fimmuna maður stendur. Þótt ég sé sannur Íslendingur verð ég að viðurkenna að mér finnst að við ættum að taka út- lendingana okkur til fyrirmyndar í þessum efnum. Kunningi minn hjá Íslenskri málstöð benti mér góð- fúslega á að það mætti kannski taka upp þá málvenju að ræða um snemm- eða síðfertugsaldur um þá sem eru skriðnir yfir þrítugt. Per- sónulega finnst mér það ágætis byrjun, enda ekki verra að endur- heimta æskuna sem glataðist á einum degi. Svo er bara alltaf hægt að miða við aftari töluna.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.