Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.05.2007, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 31.05.2007, Qupperneq 62
Um daginn fagnaði ég þeim áfanga að verða þrítugur og átti frá- bæran dag í faðmi vina og vandamanna. Það eina sem skyggði á alla gleðina var hin sí- endurtekna og fremur þreytandi spurning: „Hvernig er nú að vera kominn á fertugsaldurinn?“ „Mér hefur bara sjaldan liðið eins vel,“ var iðulega svarið, enda fann ég engan sérstakan líkamlegan mun á mér, þótt mér þætti óneitanlega skrítin tilhugsunin að vera nefndur í sömu andrá og „the big four- o.“ Það er nefnilega eitthvað bogið við að vera ungur maður á þrítugs- aldri einn daginn og virðulegur karl á fertugsaldri þann næsta, og engu líkara en maður hafi hlaupið einhvern maraþonáratug á einum sólarhring til að ná því marki. Þessi hamagangur er svo sem alveg dæmigerður fyrir Íslend- inga, sem eru alltaf að flýta sér svo mikið að þeir mega ekki vera að því að staldra við og njóta örlítið líð- andi stundar. Íslenska þjóðin hefur engan tíma til að lifa lífinu til fulln- ustu og er að mínu mati á harða- spretti beinustu leið í gröfina. Fljótræðið endurspeglast ein- mitt í því hvernig við teljum tugi. Við tölum um árin frá 1980-89 sem níunda áratuginn, ólíkt til dæmis Bretum og Bandaríkjamönnum sem staldra við og tala um „the eighties“. Svo ræða þeir ekki um þrítugs- eða fertugsaldur, heldur „twenties“ og „thirtes.“ Meira að segja „early“ og „late twenties“ og „thirtes“, eftir því hvoru megin við fimmuna maður stendur. Þótt ég sé sannur Íslendingur verð ég að viðurkenna að mér finnst að við ættum að taka út- lendingana okkur til fyrirmyndar í þessum efnum. Kunningi minn hjá Íslenskri málstöð benti mér góð- fúslega á að það mætti kannski taka upp þá málvenju að ræða um snemm- eða síðfertugsaldur um þá sem eru skriðnir yfir þrítugt. Per- sónulega finnst mér það ágætis byrjun, enda ekki verra að endur- heimta æskuna sem glataðist á einum degi. Svo er bara alltaf hægt að miða við aftari töluna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.