Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.08.2007, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 16.08.2007, Qupperneq 32
[Hlutabréf] Fyrri árshelmingur hjá Icelandair einkenndist af örum vexti, mikilli samkeppni á markaði og minni eft- irspurn eftir flugsætum en vonir stóðu til, að sögn Jón Karls Ólafs- sonar, forstjóra Icelandair. Félagið tapaði 1,024 milljörðum króna á árshelmingnum, samanborið við 658 milljóna króna hagnað á sama tímabili í fyrra. Jón Karl segir krónuna þungan bagga. Miklar sveiflur á genginu valdi því að erfitt sé að gera áætl- anir fram í tímann. „Stór hluti tekna ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi kemur inn í erlendum mynt- um. Á fyrstu sex mánuðum árs í fyrra vorum við með um milljarð í gengishagnað en nú erum við nán- ast í núlli. Þarna sjáum við gríðar- lega sveiflu sem hefur í sjálfu sér ekkert með rekstur að gera.“ Áætlað er að samningar um kaup á tékkneska flugfélaginu Travel Service verði undirritaðir í næstu viku. Kaupverð fæst ekki gefið upp en Jón Karl sagði þó fyrirtækið keypt sanngjörnu verði, á um fimmfaldri EBITDA. „Kaupin eru í samræmi við þá stefnu fyrirtækis- ins að koma fleiri stoðum undir reksturinn. Það er gríðarlegur vöxtur í Austur-Evrópu. Við viljum hafa stöðu á þeim markaði og geta tekið þátt í þeirri uppbyggingu. Þeir eru með áhugavert leiðakerfi og flytja 1,8 milljónir farþega.“ Jón Karl segir að þrátt fyrir að fyrri helmingur ársins hafi verið undir væntingum standi forsvars- menn Icelandair fast við þá spá sína að 2007 muni verða besta rekstrarár í sögu félagsins. Milljarðssveifla vegna krónunnar Krónan var Icelandair þungur baggi á fyrri árshelm- ingi. Félagið beinir sjónum að Austur-Evrópu. Kaupþing ræðst í 270 millj- arða yfirtöku á hollenskum banka sem er stærsta yfir- taka Íslandssögunnar. Um leið verður til stærsta fjár- festing útlendinga í íslensku fyrirtæki þegar seljendur fá hlutabréf í Kaupþingi fyrir 120 milljarða króna. Kaupin eru sögð stökkpallur Kaup- þings inn í Benelux-löndin og skapi tækifæri í Þýskalandi og styrki stöðu Kaupþings sem leiðandi evrópsks fjárfestinga- og fyrirtækja- banka. Kaup Kaupþings á hollenska fyrir- tækjabankanum NIBC eru stærstu fyrirtækjakaup Íslandssögunnar til þessa. Kaupþing greiðir um 2.985 milljónir evra, eða 270 milljarða króna, fyrir NIBC sem er um þre- falt hærri fjárhæð en bankinn borg- aði fyrir FIH í Danmörku árið 2004. Yfirtakan er í samræmi við stefnu bankans að verða leiðandi fyrirtækja- og fjárfestingabanki í þjónustu við lítil og meðalstór fyrir- tæki í Evrópu. Hún styrkir einnig stöðu bankans í þjónustu við fjár- sterka einstaklinga í álfunni. Forsvarsmenn bankans líta á kaupin sem stökkpall inn í Benelux- löndin þar sem bankinn hefur ekki haft starfsemi og bjóði upp á ýmis tækifæri í Þýskalandi. „Þetta er frábær fjárfesting, ekki bara fyrir Kaupþing heldur einnig fyrir NIBC,“ segir Hreiðar Már Sig- urðsson, forstjóri Kaupþings, og kveður samlegðaráhrif mikil. Kaup- þing segir hann ætli sér að auka arðsemi hollenska bankans með því að auka tekjur NIBC med stærri heild og draga um leið úr kostnaði, einkum við upplýsingatækni. Kaupverðið er greitt með útgáfu hlutafjár og í reiðufé. Seljendur, undir forystu fjárfestingasjóðsins J.C. Flowers, fá meðal annars hluta- bréf fyrir um 1,369 milljónir evra, um 120 milljarða króna, að mark- aðsvirði sem gerir þá að öðrum stærsta hluthafanum í Kaupþingi með 12,4 prósenta hlut á eftir Existu. Er þetta stærsta fjárfesting útlendinga í íslensku fyrirtæki til þessa. Ravi Sinha, framkvæmda- stjóri J.C. Flowers, tekur í fram- haldinu sæti í stjórn Kaupþings. Bankinn nýtir sér svo sterka lausafjárstöðu og greiðir um 1.625 milljónir evra, ríflega 146 milljarða króna, í reiðufé; annars vegar með útgáfu víkjandi skuldabréfa (Tier 1) og hins vegar með útgáfu nýs hlutafjár í desember fyrir um 44 milljarða þar sem hluthöfum bank- ans gefst kostur á að kaupa. Stærstu hluthafar Kaupþings, þar á meðal Exista, hafa þegar staðfest þátttöku sína. Samruninn dreifir starfsemi Kaupþings, en eftir samrunann verður aðeins fjórðungur af tekjum Kaupþings hér á landi og fer vægi tekna á Norðurlöndum úr 64 í 48 prósent. Eignir hins samanlagða banka fara upp í 7.500 milljarða króna. Eignir NIBC voru um síð- ustu áramót meiri en heildareignir Glitnis og Landsbankans. Sigurður Einarsson, stjórnarfor- maður Kaupþings, segir að kaupin hafi mikla þýðingu. Bankinn stækk- ar um 30 prósent og jafnframt stækkar starfssvæði hans. „Þetta þýðir að Holland verður stærsta eining samstæðunnar með um það bil 25 prósent af öllum viðskiptum Kaupþings banka. Af svipaðri stærð verður Skandinavía, Bretland med 20 prósent og Ísland eitthvað minna.“ Jafnframt segir Sigurður styrkleikamerki að fá nýju hluthaf- ana inn í Kaupþing, enda sé J.C. Flowers sennilega stærsti fjárfest- ir í fjármálageiranum í heiminum og hafi skoðað Kaupþing gaum- gæfilega. NIBC var stofnaður árið 1945 og leggur áherslu á þjónustu við með- alstór fyrirtæki í Vestur-Evrópu. Starfsmenn eru 718 og rekur bank- inn starfsstöðvar í Haag, Lundún- um, Brussel, Frankfurt, New York og Síngapúr. Bankinn hagnaðist um 253 milljónir evra í fyrra og nam arðsemi eigin fjár 12,3 prósentum. Markmið stjórnenda Kaupþings er að auka arðsemi NIBC um fimmt- ung á næsta eina og hálfa árinu. Stærsta erlenda fjárfest- ing í íslensku fyrirtæki Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, hefur litlar áhyggjur af því að rannsókn norska fjár- málaeftirlitsins á samanlögðum eignarhlut Kaupþings og Exista í norska fjármálafyrirtækinu Stor- ebrand, komi til með að leiða til breytinga á eignarhaldi í Store- brand. „Við munum svara fyrir- spurn norska fjármálaeftirlitsins og ég á ekki von á neinum eftir- málum af því,“ sagði Hreiðar Már. Kaupþing á fimmtungshlut í Storebrand en Exista, sem er stærsti einstaki hluthafinn í Kaup- þingi, á 5,6 prósent. Rannsókn fjármálaeftirlitsins lýtur að því hvort tengsl félaganna séu slík að hlutirnir í Exista skuli teljast sem einn og sami eignarhluturinn. Komist eftirlitið að þeirri niður- stöðu gætu félögin þurft að selja hluta bréfanna, eða sækja um leyfi til að fara samanlagt með svo stór- an hlut. Eftirmálar ólíklegir vegna Storebrand LME eignarhaldsfélag hefur enn aukið hlut sinn í hollensku iðnað- arsamstæðunni Stork NV. Fram kemur á vef AFM, hollenska fjár- málaeftirlitsins að LME sé komið með 32,16 prósenta hlut. Marel á fimmtung í LME en Eyrir Invest og Landsbankinn fara með 40 prósenta hlut hvort félag. Næst þarf LME að tilkynna um eignarhlut sinn verði 40 prósenta eignahaldsmúrinn rofinn. Breski fjárfestingasjóðurinn Candover hefur lagt fram yfir- tökutilboð í Stork sem LME og fleiri hluthafar eru á móti. Stjórn Stork styður tilboð Candover sem er upp á 47 evrur á hlut. Þó nokkur viðskipti hafa verið með bréf Stork síðustu vikur og stóð gengi þeirra við lok viðskipta í gær í 48,24 evrum á hlut, 2,6 prósentum yfir tilboði Candover. Marel hefur hug á að kaupa út úr Stork-samstæðunni matvæla- vinnsluvéla hluta hennar, en stjórn Stork og Candover vilja ekki selja jaðarstarfsemi frá félaginu. - Með þriðjung í Stork Peningaskápurinn... Það er
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.