Fréttablaðið - 16.08.2007, Page 34
Stýrivextir verða
komnir í 9,25 prósent í
árslok 2008, sam-
kvæmt spá greiningar
Glitnis. Greiningin
spáir því að vextir
lækki nokkuð hratt á
næsta ári. Stýrivaxta-
ferlið hefjist í mars,
þegar Seðlabankinn
lækki vexti sína í 13
prósent. Stýrivextir
standa nú í 13,3 pró-
sentum.
Fram kemur í spá Glitnis að
helstu óvissuþættir séu áfram-
haldandi stóriðjuuppbygging og
framhald á því ójafnvægi sem
einkennt hefur þjóðarbú-
ið. Þá sé gengið stór
áhættuþáttur, en Seðla-
bankinn hafi lýst því yfir
að fari svo að gengið veik-
ist verulega verði seinkun
á lækkunarferli stýri-
vaxta.
Óvissuþættir til lækk-
unar spárinnar eru helst
bakslag í innlendri hag-
þróun vegna ófyrirséðra
áfalla, eða bjartari verð-
bólguhorfur. Tekið er þó fram að
óvissan sé heldur í þá átt að
vöxtum verði haldið háum leng-
ur og lækkunarferlið verði hæg-
ara en samkvæmt spánni.
Lækkun hefst í mars
Velta í dagvöruverslun í júlí jókst
um 12,7 prósent á föstu verðlagi
sé miðað við sama mánuð í fyrra,
samkvæmt nýbirtum tölum frá
Rannsóknarsetri verslunarinnar.
Verðlag á dagvöru lækkaði um
þrjú prósent á tímabilinu. Velta í
dagvöruverslun jókst um 4,2 pró-
sent milli mánaða.
Sala á áfengi jókst um 6,8 pró-
sent á föstu verðlagi milli ára.
Fram kemur í tilkynningu frá
Rannsóknarsetri verslunarinnar
að sala áfengis hafi tekið mikinn
kipp nú í sumar og að líklegt sé
að veðurblíða sumarsins hafi átt
þar hlut að máli.
Tæplega tuttugu prósenta
aukning varð á komum erlendra
ferðamanna til landsins, og er
áætlað að þeir hafi eytt tæplega
þremur milljörðum hér á landi í
júlí.
Kreditkortavelta jókst um 9,8
prósent á fyrri helmingi árs.
Erlend greiðslukortavelta hér-
lendis jókst um 13,2 prósent á
sama tímabili.
Mikill kippur í áfengissölu
Nýverið hlaut Þekking hf. gullvott-
un frá tékkneska fyrirtækinu
ALWIL Software, framleiðanda
avast! vírusvarnarhugbúnaðarins.
Þekking er þjónustufyrirtæki á
sviði upplýsingatækni sem hefur
sérhæft sig í þjónustu við avast!
og hefur leyfi til endursölu á hug-
búnaðinum á Íslandi.
Í tilkynningu segir að áfanginn
sé fyrirtækinu mikilvægur þar
sem áhersla hafi verið lögð á að
kynna og byggja upp sérþekkingu
á avast! Þá sé gullvottunin til
marks um góðar viðtökur á hug-
búnaðinum hér á landi.
Þekking fær
gullvottun
Gengi bréfa í bandaríska hugbún-
aðarfyrirtækinu VMware rauk
upp um rúm 70 prósent frá útboði
við skráningu þess á markað í
Kauphöllinni í New York í Banda-
ríkjunum í fyrradag í skugga
lækkunar á helstu vísitölum.
Gengi bréfa í fyrirtækinu, sem
hefur verið í eigu bandaríska hug-
búnaðar- og gagnageymslufyrir-
tækisins EMC frá í byrjun árs
2004, var 29 dalir á hlut, sem var
21 prósenti yfir útboðsgengi.
Gengið tók hins vegar sprettinn í
fyrstu viðskiptum dagsins og rauk
upp um rúm 80 prósent áður en
það tók svo að dala lítillega.
VMware framleiðir og heldur
utan um svokallaða sýndarkeyrslu,
sem gerir fyrirtækjum kleift að
láta eina tölvu virka sem margar
en slíkt lækkar mjög kostnað fyr-
irtækja við rekstur tölvukerfa.
Mikillar eftirvæntingar hefur
gætt á bandarískum fjármála-
markaði í Bandaríkjunum vegna
skráningar VMware og hefur verið
talað um fyrirtækið sem arftaka
Google, sem skráð var á markað
fyrir tæpum þremur árum. Gengi
fyrirtækisins hefur sexfaldast
síðan þá.
Nýliðinn rauk upp
Tvö af virtustu fjármálafyrirtækj-
um Danmerkur hafa gengið frá
langtímaleigusamningum við Fast-
eignafélagið Stoðir um afnot af hátt
í sextán þúsund fermetrum í tveim-
ur af glæsilegustu fasteignum Stoða
í miðborg Kaupmannahafnar.
Danske Bank hefur gert leigu-
samning til tíu ára við Stoðir og
flytur í október með fjögur hundr-
uð starfsmenn í ØK-byggingu sem
stendur við höfuðstöðvar bankans
við Holmens Kanal. Á sama tíma
flytjast höfuðstöðvar Gudme Raas-
chou Bank í Tietgenshus, sem Stoð-
ir eiga. Húsið er eitt af kennileitum
borgarinnar enda stendur það við
Kristjánsborgarhöll, þinghús Dana,
að því er fram kemur í tilkynningu
frá Stoðum. Arkitektastofan THG-
Arkitektar vinnur nú að breyting-
um á innviðum hússins sem er
rúmir tíu þúsund fermetrar að
stærð.
Danskir bankar í íslenskum húsum
Heildareignir tryggingafélaganna
voru 181,5 milljarðar króna í lok
júní síðastliðins, og höfðu dregist
saman um tvo milljarða króna frá
fyrri mánuði.
Meginástæðan er rúmlega fimm
milljarða verðrýrnun útlána og
markaðsverðbréfa, sem eru tæp-
lega sextíu prósent af heildareign-
um tryggingafélaganna. Hluta-
bréfaeign félaganna hækkaði að
virði um 2,3 milljarða á tímabil-
inu, en staða útlána lækkaði um
7,4 milljarða króna.
Vátryggingaskuld var óbreytt
frá fyrri mánuði.
Eignir trygginga-
félaganna rýrna
Fjárfestar horfðu upp á
rauðan dag á hlutabréfa-
markaði um allan heim
í gær. Sérfræðingur hjá
Landsbankanum segir nið-
ursveiflu líkt og þá sem nú
gengur yfir standa í fimm
til sjö vikur.
Helstu vísitölur fóru niður um
rúmt prósentustig á fjármála-
mörkuðum í Evrópu og Asíu í gær
að Ítalíu, Grikklandi, í Lúxem-
borg og Austurríki undanskildum
en hlutabréfamarkaðir þar voru
lokaðir. Samfellt lækkanaferli á
alþjóðamarkaði hefur verið svo
til síðan í lok síðustu viku þegar
BNP Paribas, einn stærsti banki
Frakklands, greindi frá því að
hann hefði skrúfað fyrir sjóði
sína í nokkra daga af ótta við að
áhrif af samdrætti á bandarísk-
um fasteignalánamarkaði myndi
leiða til lausafjárskorts.
Gengi bréfa í bönkum og fjár-
málafyrirtækjum leiða lækkun-
ina nú líkt og síðustu daga. Sem
dæmi um það lækkaði gengi
Deutsche Bank, stærsta banka
Þýskalands, um 2,5 prósent við
opnun hlutabréfamarkaðar í gær.
Aðrir bankar voru á svipuðu róli.
Matsfyrirtæki hafa endurskoðað
spár sínar vegna þessa en til
marks um það mælir Merrill
Lynch með því að fjárfestar haldi
fremur í bréf sín í Deutsche Bank
en að þeir kaupi meira.
Titrings hefur gætt í sumar á
alþjóðlegum hlutabréfamörkuð-
um því vextir hafa hækkað í
Bandaríkjunum samhliða sam-
drættinum vestra og komið illa
við kaunin á evrópskum og asísk-
um fjármálafyrirtækjum sem
hafa fjárfest í bandarískum hús-
næðislánasöfnum.
Kristján P. Bragason, sérfræð-
ingur hjá greiningardeild Lands-
bankans, segir óróleikann á fjár-
málamarkaði hafa verið að festast
í sessi, ekki síst eftir slæmar
afkomuspár bandarísku verslun-
arkeðjunnar Wal-Mart og bygg-
ingavörukeðjunnar Home Depot,
frá á þriðjudag sem varð til þess
að vísitölur í Bandaríkjunum fór
niður sama dag. „Uppgjörin voru
ágæt en í þeim kemur fram að
hægja muni á hagkerfi í Banda-
ríkjunum vegna óróleikans og
vandamála á húsnæðismarkaði.
Það getur haft alvarlegar afleið-
ingar í för með sér og dregið úr
hagvexti,“ segir hann en bætir
við að bandaríska hagkerfið sé
svo stórt að ósjálfrátt geti það
dregið úr hagvexti annarra
landa.
Kristján segir niðursveifluna
hafa nú staðið yfir með hléum í
þrjár vikur. Allajafna sé gert ráð
fyrir því að niðursveiflur standi
yfir í fimm til sjö vikur þótt það
sé ekki lögmál. Því megi reikna
með einhverri niðursveiflu næstu
vikur í samræmi við þetta. Dýfan
verður hins vegar ekki jafn mikil.
„Það er talað um að 75 prósent af
niðursveiflunni verði á fyrstu
þremur vikunum og því verði hún
minni næstu vikur. En þetta er
ekki algilt,“ segir Kristján.
Rauðir dagar á markaði