Fréttablaðið - 16.08.2007, Síða 40

Fréttablaðið - 16.08.2007, Síða 40
Mikilvægi B-vítamínsins fólats ætti að vera öllum þeim ljóst sem aðhyllast heilsusamlegt mataræði og heilbrigt líferni. Nýlega birti bandaríska tímaritið American Journal of Clinical Nutrition niðurstöður sænskrar rannsóknar sem sýndi að aukin inntaka fólats tengdist lægri tíðni brjóstakrabbameins í konum eldri en 50 ára, en konunum var fylgt eftir í níu og hálft ár. „Niðurstöður leiddu í ljós að konur sem neytt höfðu fólatríkrar fæðu á þessum tæpa áratug fengu síður brjóstakrabbamein eftir tíða- hvörf,“ segir Elva Gísladóttir, nær- ingarfræðingur hjá Lýðheilsustöð, en Elva vinnur nú að uppfærslu á bæklingnum Fólat, sem senn kemur fyrir augu almennings. „Fólat er lífsnauðsynlegt fyrir alla; börn, konur og karla. Fólat er yfirheiti á vissri tegund B-vítam- íns, en heitir fólínsýra í vítamín- bættum matvælum og töfluformi. Ráðlagður dagskammtur fullorð- inna er 300 míkrógrömm fyrir bæði kynin, en konur á barneign- araldri þurfa 400 míkrógrömm,“ segir Elva og leggur ríka áherslu á að konur á barneignaraldri taki 400 milligrömm af fólati (fólín- sýrutöflu) daglega sem viðbót við fólatríkt fæði. „Þá er einnig mikilvægt að taka inn fólínsýru fyrstu tólf vikur meðgöngunnar. Með þessu er dregið úr líkum á skaða í mið- taugakerfi fósturs, svo sem klofn- um hrygg, heilaleysi og vatns- höfði.“ Fólat finnst einkum í grænmeti, ávöxtum, hnetum, baunum og vítamínbættu morgunkorni, en sem dæmi má uppfylla dagsþörf fullorðinna með einni og hálfri skál af vítamínbættu morgun- korni, þótt Elva mæli vitaskuld með fjölbreyttu og fólatríku mat- aræði, fremur en einhæfri vítamíninntöku af því tagi. „Ráðleggingin um fimm dag- skammta af ávöxtum og grænmeti er enn í fullu gildi. Fólat er nauð- synlegt fyrir efnaskipti kjarnsýra og amínósýra, það vinnur með B12-vítamíni við myndun heil- brigðra blóðfruma og getur hugs- anlega dregið úr líkum á hjarta- og æðasjúkdómum vegna þeirrar verkunar að lækka styrk amínó- sýrunnar hómósýstein í blóði,“ segir Elva. „Fólat er ekki skaðlegt efni en of stórir skammtar geta að vísu komið í veg fyrir nýtingu sinks og B12 úr fæðu. Lifur er geysilega auðug af fólati en er alls ekki fyrir ófrískar konur því hún er einnig rík af A-vítamíni sem í of miklum mæli er skaðlegt fyrir fóstur. Fólat er einnig mikilvægt smá- börnum sem og eldri börnum, en þau þurfa það í miklu minna magni og er óþarfi að taka það inn sér- staklega. Við þurfum að hugsa vel um hvað við gefum börnum okkar að borða og mjög auðvelt er að uppfylla þörfina fyrir fólat með góðum og hollum mat. Eina vítam- ínið sem börn þurfa nauðsynlega til inntöku er teskeið af þorskalýsi svo þau fái nóg D-vítamín,“ segir Elva að lokum. Fólat lengir lífið • Spínat, spergilkál (brokk- ólí), steinselja, spergill, rósakál, blómkál, kínakál, blaðsalat, blaðlauk- ur, graslaukur, grænkál, rauð paprika, avókadó, rauðkál, hvítkál. • Jarðarber, kíví, appelsínur. • Vítamínbætt morgunkorn (skoðið innihaldslýsingu á umbúðum), múslí, hafra- mjöl, gróft brauð (t.d. maltbrauð), hveitikím, hveitiklíð, sesamfræ, hörfræ, hnetur, möndlur, hnetu- smjör. • Kjúklingabaunir, sojabaun- ir, nýrnabaunir. Fólatrík fæða Hér eru taldar upp fólat- ríkar fæðutegundir en fólat er börnum og fullorðnum lífs- nauðsynlegt vítamín: Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is Staðurinn - Ræktin Innritun á öll námskeið í síma 581 3730: • TT 1 Vertu í góðum málum! • TT Taktu þér tak! • Rope Yoga • 60 + • Mömmumorgnar • Frjáls aðgangur að tímum í opna kerfinu og tækjasal Glæsilegur nýr tækjasalur! Vertu velkomin í okkar hóp! Nú geturðu gerst áskrifandi að líkamsrækt JSB Betra verð í áskrift, aðeins 3.990 kr. á mánuði • Opna kerfið - Þinn tími er kominn! Barnagæsla - Leikland JSB Sjá nánar á www.jsb.is Ath! telpurS onuK r E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Við hjálpum þér að komast í form
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.