Fréttablaðið - 16.08.2007, Page 41
Löngun í ruslfæði gæti gengið
í erfðir.
Mæður sem borða mikið ruslfæði á
meðgöngu gætu verið að dæma
börn sín til að langa í svipað fæði
þegar þau vaxa úr grasi. Þessa
ályktun draga vísindamenn af
nýlegri rannsókn sem gerð var á
rottum. Þegar þungaðar rottur voru
aldar á kexi, snakki og sælgæti
urðu afkvæmi þeirra líklegri til að
sækja í sama óheilsusamlega fæðið.
Er því talið að hegðun afkvæmanna
hafi verið „forrituð“ í móðurkviði.
Næringarfræðingar hafa ávallt
lagt mikla áherslu á að verðandi
mæður passi upp á mataræðið.
Meðan á meðgöngu og brjóstagjöf
standi sé óráðlegt að veita sér of
mikið af sykur- og fituríkri fæðu og
nota þá afsökun að borða þurfi fyrir
tvo.
Af fréttavef BBC
Ruslfæði á meðgöngu
Farsóttafréttir landlæknisemb-
ættisins eru komnar út á vef
embættisins.
Þrír einstaklingar hafa greinst
með berkla á íslandi það sem af er
árinu. Þetta kemur fram í Far-
sóttafréttum sem nýlega voru
gefin út á vef landlæknisembætt-
isins. Í tveimur tilvikum þótti
ástæða til að gangast fyrir allum-
fangsmikilli rannsókn til að rekja
hugsanlegt smit. Í maímánuði sl.
greindust smitandi berklar hjá 84
ára gömlum vistmanni á elliheim-
ili norður í landi. Í kjölfarið voru
alls 157 manns sem höfðu haft
samskipti við sjúklinginn rann-
sakaðir með tilliti til smits.
Niðurstöður rannsóknarinnar
benda til að enginn þeirra hafi
smitast af berklum.
Hitt atvikið snerti erlendan
starfsmann við Kárahnjúkavirkj-
un. Í kjölfarið hófst rannsókn á
159 starfsmönnum á svæðinu sem
höfðu haft samskipti við sjúkling-
inn. Rannsóknin stendur enn yfir
og er lokið rannsókn á 68 starfs-
mönnum, en enginn þeirra er tal-
inn hafa smitast frá sjúklingnum.
Þó reyndust fimm þeirra með
jákvætt berklapróf en voru ekki
með lungnaberkla. Við slíku má
búast því að víða erlendis er bólu-
sett gegn berklum eða fólk kemst
í snertingu við berklabakteríu þar
sem sjúkdómurinn er landlægur.
Farsóttafréttir má nálgast á
vefnum www.landlaeknir.is.
Þrír greinst með
berklasmit á árinu
Stelpur - Konur / Staðurinn - Ræktin
E
F
L
IR
a
lm
a
n
n
a
te
n
g
s
l
/
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
s
k
h
ö
n
n
u
n
Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • www.jsb.is
Innritun stendur yfir í síma 581 3730.
Öflug átaksnámskeið fyrir stelpur
á aldursbilinu 16-20+!
• Líkamsrækt við skemmtilega tónlist
• Leiðbeiningar um mataræði
• Fundir, aðhald, vigtun og mælingar
• Frjáls aðgangur að tímum í opna kerfinu og tækjasal
Kvöldtímar
Um er að ræða 9 vikna námskeið, 3 x í viku.
Taktu þér tak!
náViltu
Vertu velkomin í okkar hóp!
WWW.GAP.IS
ALVÖ
RU FJ
ALLA
HJÓL
1 matsk. safieða 1 hylki.
Fæst í apótekum og heilsubúðum.
Ný
sen
din
g