Fréttablaðið - 16.08.2007, Qupperneq 52
16. ÁGÚST 2007 FIMMTUDAGUR10 fréttablaðið menningarnótt
Dagskrá menningarnætur
Börn
Á menningarnótt er margt í boði fyrir börnin. Metnaðarfullir foreldrar geta ferðast með
þau fram og aftur um bæinn og leyft þeim að horfa eða hlusta á leikrit, fá útrás fyrir list-
ræna hæfileika sína eða leika sirkuslistir. Hér er hugmynd að þægilegri leið sem hægt er
að fara í gegnum bæinn með börnin.
12.00 12.45 SIRKUSSMIÐJA
Sirkuslistamennirnir Katja Kortström og Mattias Andersson hafa ferðast um heiminn með Cirkus
Cirkör og taka núna þátt í Reyfi hátíðinni. Á menningarnótt bjóða þau börnum frá 8 ára aldri að taka
þátt í sirkussmiðju, þar sem börn geta æft sig í joggli, fimleikum og fleiri sirkusatriðum undir leið-
sögn fagmanna. Sirkussmiðjan er til kl. 12.45 en listamennirnir verða í Norræna húsinu allan daginn
og aldrei að vita nema eitthvað óvænt gerist. Glerskáli við Norræna húsið.
13.15 14.15 BARNASMIÐJA
Guðbjörg Káradóttir leiðbeinir börnunum. Um það bil klukkustundar námskeið í skemmtilegri list-
sköpun fyrir börn, 12 ára og yngri. Listatjald í listaporti Gallerís Foldar, Rauðarárstíg 14.
14.30 ÍSLENSKAR LEIKBRÚÐUR Í HÁLFA ÖLD
Lifandi safn og leikbrúðuhátíð allan daginn. Brúðubíllinn sýnir Segðu mér söguna aftur. Hinir ást-
sælu Lilli og Sámur, Bjartur bóndi á Bakka, dýrin hans og fleiri eru mættir til að gleðja börnin með
nærveru sinni. Brúðustjórn er í höndum Helgu Steffensen og Aldísar Davíðsdóttur en Sigrún Edda
Björnsdóttir leikstýrir. Heilsuverndarstöðin við Barónsstíg, Norðurálma.
14.00 17.00 TEIKNISAMKEPPNI FYRIR BÖRN
Börnum gefst tækifæri á að teikna mynd í skartgripaversluninni Hún og Hún. Ein mynd verður valin
og Sif Ægisdóttir gullsmiður mun smíða skartgrip eftir teikningunni og afhenda vinningshafa. Keppn-
in stendur til kl. 17.00. Hún og Hún, Skólavörðustíg 17b.
13.00 22.00 ÚTVARPSLEIKHÚSIÐ
Nýtt barnaleikrit - svakamálaleikritið Mæja spæja eftir Herdísi Egilsdóttur hljómar í barnadeild. Til
kl. 22.00. Borgarbókasafn Grófarhúsi, Tryggvagötu 15.
ÚTVARPSLEIKHÚSIÐ
Borgarbókasafn, Tryggvagötu
SIRKUSSMIÐJA
Norræna húsið
TEIKNISAMKEPPNI
Hún og Hún, Skólavörðustíg
ÍSLENSKAR LEIKBRÚÐUR
Heilsuverndarstöðin, Barónsstíg
BARNASMIÐJA
Gallerí Fold, Rauðarárstíg
Dagskána í heild er að finna á www.menningarnott.is