Fréttablaðið - 16.08.2007, Page 56

Fréttablaðið - 16.08.2007, Page 56
 16. ÁGÚST 2007 FIMMTUDAGUR14 fréttablaðið menningarnótt Efnafræðingar lofa reyk, sprengingum og ýmsu óvæntu á efnafræðisýningum sem fara fram í fyrirlestrarsal Íslenskrar erfðagreiningar í dag. „Þetta verða það sem við köllum efnafræðibrellur,“ segir Sigurður Smárason, efnafræðingur við Há- skóla Íslands, sem ætlar að halda þrjár efnafræðisýningar í dag ásamt nokkrum nemenda sinna. Hann segir ýmsa óvanalega hluti gerast í efnafræðinni og sumt kannist fólk við úr bíómyndum. „Til dæmis þegar hlutir eru fryst- ir með fljótandi köfnunarefni og verða þá brothættir,“ segir Sig- urður og tekur rós sem dæmi. „Við sýnum líka þessa klassísku vökva sem breyta um lit og síðan verða ljós og læti í bland,“ segir Sigurð- ur og lofar skemmtilegum og líf- legum sýningum. Þrjár sýningar verða yfir dag- inn. Fyrri tvær eru ætlaðar allri fjölskyldunni en sú síðasta, klukk- an 18.00, verður frekar stíluð inn á fullorðna. „Þá verða aðeins meiri læti,“ segir Sigurður kankvís. Sigurður hefur staðið fyrir efnafræðisýningum frá árinu 2005 hér heima en hann kynntist slíkum þegar hann var í doktors- námi í Bandaríkjunum. „Þetta er mjög vinsælt þar, en þetta er ekki síður skemmtilegt fyrir okkur efnafræðingana en þá sem eru að horfa á,“ segir Sigurður og telur að brellurnar séu líklega það sem kveiki helst í þeim sem ákveði að fara að læra efnafræði. „Nem- endur hafa mjög gaman af að spreyta sig á þessu,“ segir Sigurð- ur en nokkrir nemenda hans taka þátt í sýningunni og hefur hópur- inn æft sig á brellunum í sumar. „Við þurfum auðvitað að tryggja öryggi þeirra sem horfa á. Svo þarf líka að athuga hvort þetta virki enda hægt að fá alls konar uppskriftir á netinu sem virka ekki eins og skyldi þegar á reyn- ir,“ segir Sigurður glettinn. Hann segir að ýmislegt muni koma á óvart og fólk muni sjá margt sem það hafi ekki séð áður. „Hvorki í bíómyndum né í hinum raunveru- lega heimi.“ Hver sýning stendur í um fjöru- tíu mínútur og fer fram í fyrir- lestrarsal Íslenskrar erfðagrein- ingar. Fyrsta sýningin er klukkan 13, næsta klukkan 15 og sú síðasta klukkan 18. Að sýningunni standa ásamt Sigurði og nemendum hans Efnagreiningarsetur HÍ og Ís- lensk erfðagreining. solveig@frettabladid.is Ljós,reykur og læti í bland Sigurður Smárason, forstöðumaður Efnagreiningarseturs HÍ, stendur keikur á milli nemenda sinna og samstarfsmanna, þeirra Arnars Þórs Stefánssonar og Henriks Cornelisson van de Ven sem mundar sleggju. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR WARHOL Í INGÓLFSSTRÆTI Sýning verður á myndum eftir Andy Warhol í Ingólfsstræti 8 í Reykjavík á menningarnótt. Verkin eru frá árunum 1968 til 1984 og eru silkiþrykk, langflest úr stórri myndaröð sem helguð var morðinu á John F. Kennedy, Flash 22. November 1963 sem Warhol gerði fimm árum síðar, færri úr smærri myndröðum frá upphafi níunda áratugs síðustu aldar. Verkin sýna bæði breidd og þróun í tækni og viðfangsefnum Warhols. Þetta er í þriðja sinn sem hér er haldin sýning á verk- um hans: hinar fyrri voru sýning á printum af íþróttahetjum og myndaröð með Ingrid Bergman. Allar myndirnar á sýningunni í Ingólfsstræti eru til sölu en sýningaropnun er á föstudagskvöld fyrir boðsgesti en á laugardag er sýningin opin frá 13 til 21 og allir velkomnir. LÍFRÆNN ÚTIMARKAÐUR Verslunin Yggdrasill er með útimarkað á menningarnótt. Heilsuvöruverslunin Yggdrasill fagn- ar í ár tuttugu ára starfsafmæli. Verlunin verður með lífrænan útimarkað næst- komandi laugardag þar sem bændur mæta með afurðir beint af akrinum. Ávextir og grænmeti eru meðal þess sem verður í boði ásamt lokkandi magadansmeyjum sem hrista upp í stemningunni á Skólavörðustígnum. Útimarkaðurinn hefst kl.13 og stendur til kl.18 Yggdrasill er til húsa að Skóla- vörðustíg 16.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.