Fréttablaðið - 16.08.2007, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 16.08.2007, Blaðsíða 58
 16. ÁGÚST 2007 FIMMTUDAGUR16 fréttablaðið menningarnótt Franch Michelsen er þriðji ætt- liður úrsmiða í Michelsen-fjöl- skyldunni og sá ekki nema rétt upp fyrir búðarborðið þegar hann hóf að selja Íslendingum klukkur á sjöunda áratugnum. Hann fer með vinnuborðið sitt út í glugga á menningarnótt. Með þessu móti gefst gestum menningarnætur kostur á að sjá úrsmið að störfum, en Franch segir ekki taka sig á taugum að sitja úti í glugga við slíka ná- kvæmnisvinnu. „Ég er hinn rólegasti. Búðin verður lokuð og ekki hægt að komast að mér,“ segir Franch sem frumsýndi vinnuaðferðir sínar við opinn glugga á heitu ág- ústkvöldi í fyrra. „Þá barst inn um gluggann til mín tal bæjar- búa þar sem sumir sögðu full- um fetum að ég væri sennilega að plata og væri ekki með neitt í höndunum,“ segir hann hlátur- mildur, enda er fátt smærra við- ureignar en skrúfur og hjól í úr. „Á menningarnótt ætla ég að gera við mekanískt Rolex-úr með afar smáum skrúfum; allt niður í 0,50 millimetra í þvermál. Það er erfitt verk að eiga við, en með kunnáttu, þolinmæði, rétt- um verkfærum, réttri lýsingu og styrkri hönd verður þetta lítið mál,“ segir Franch sem „lækn- ar“ úrin með stækkunargleri, eða svokallaðri lúpu, í augunum. „Úrsmíði er sigurverk og af- skaplega áhugavert. Í úrsmíði má segja að tíminn sé loks sjáanleg- ur þegar gangverkið er skoðað frá grunni. Það er afar ánægju- legt að koma biluðu úri í stand og núna er ég að laga úr sem lenti í sjó og verður gleðilegt að koma í gagnið aftur,“ segir Franch, og bætir við að stundum fái úrsmið- ir viðurnefnið Doktor Úri. Sjálfur hefur Franch starfað sem úrsmiður frá árinu 1972, en alls tekur vanan úrsmið um eitt og hálft ár að smíða nýtt úr og því mörg æviverk finnanleg í hillum Franchs. Fyrstu vasaúrin fóru að sjást upp úr aldamótunum 1500. „Áður voru klukkur með pendúl en um þessar mundir var fundinn upp óróaásinn sem gerði kleift að smíða færanlega tíma- mæla.“ Franch segir nútímamann- inn eiga mörg og misdýr úr sem hæfa mismunandi tilefnum. „Það spyrja margir hvort menn séu hættir að ganga með armbandsúr því tímamælar séu í farsímum, bakarofnum, bílum og hvarvetna, en svo er ekki. Úr er hluti lífsstíls; ekki síst fyrir okkur karlmenn, enda okkar skartgrip- ur,“ segir Franch en dýrasta úrið sem hann á í fórum sínum núna er 18 karata Rolex-gullúr, skreytt demöntum og fæst á 1,7 milljón- ir króna. „Svona úr stoppa aldrei lengi hjá mér og ótrúlega margir sem ganga út með úr upp á tvær millj- ónir eða meira á úlnliðnum. Vönd- uð úr eru fjárfesting til framtíð- ar, erfast kynslóða á milli og eru oft það dýrmætasta og kærkomn- asta sem einstaklingur eignast og skilur eftir sig.“ Þar sem tíminn sést líða Frank Michelsen úrsmíðameistari að störfum. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Norðurálma Heilsuverndar- stöðvarinnar við Barónsstíg breytist í töfraheim á menn- ingarnótt því þar verður sýn- ing á íslenskum leikbrúðum. Jón Viðar Jónsson forstöðu- maður Leikminjasafnsins er kunnugur í þeirri deild. „Þetta verður ein stærsta leik- brúðusýning sem hér hefur verið haldin,“ segir Jón Viðar. „Kjarninn í henni er leikbrúðusafn Jóns E. Guðmundssonar sem stofnaði Ís- lenska brúðuleikhúsið 1954 og var frumherji þeirra listgreinar hér á landi. Auk þess eru hér brúður frá Latabæ, Sjónvarpinu, Katrínu Þor- valdsdóttur, Bernd Ogrodnik, Leik- brúðulandi Helgu Steffensen, Tíu fingrum Helgu Arnalds, Strengja- leikhúsi Messíönu Tómasdóttur, Sögusvuntu Hallveigar Thorlacius og fleiri.“ Sýningin er í raun tví- eða þrískipt að sögn Jóns Viðars. „Í fyrsta lagi er sýning á leikbrúðum allan daginn og þar fer mest fyrir brúðum Jóns E. Guðmundssonar. Helga Steffen- sen, sem þekkti Jón og vann með honum, ætlar að láta brúðurnar hans lifna við,“ segir hann. „Síðan höfum við fengið fleira listafólk sem nú er starfandi í þessum geira til að taka þátt í þessu með okkur. Sumt af því verður með lifandi sýningar og flestir verða með sýn- ishorn af brúðugerð.“ Ein þeirra brúða sem fara á kreik er Bláa stúlkan, leikbrúða Messí- önu Tómasdóttur. Hún heimsæk- ir Heilsuverndarstöðina og tekur sporið með aðstoð Ástu Sighvats Ólafsdóttur. Tónlist við dansinn er flautuverkið Spor eftir Karólínu Eiríksdóttur í flutningi Guðrúnar S. Birgisdóttur. Jón Viðar kveðst fagna því að Heilsuverndarstöðin skuli opna aftur dyr sínar sem hafa verið luktar um tíma. „Þetta er fal- legt hús sem á sinn sess í hug og hjarta landsmanna. Það er líka heiður og fengur fyrir Leikminja- safnið að vera búið að fá brúður Jóns E. Guðmundssonar og þar er fullur metnaður til að skapa því safni rétta og viðeigandi um- gjörð. Safnið hefur ekkert fast húsnæði ennþá en hefur komist að samkomulagi við fyrirtækið Inpro sem hefur Heilsuverndarstöðina á leigu um að fá að nýta húsnæði fyrrum mæðradeildar í henni. Við höfum þessa aðstöðu til áramóta og stefnum að því að gera eitthvað meira á þeim tíma.“ gun@frettabladid.is Leikbrúðurnar lifna við Jón Viðar Jónsson innan um leikbrúður Jóns E. Guðmundssonar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Þegar hjónin Aðalsteinn og Anna Pálína héldu fyrstu stofutón- leikana áttu þau ekki von á því að húsið myndi fyllast af fólki. „Okkur fannst hugmyndin um að halda tónleika á menningarnótt svo skemmtileg og þar sem við bjuggum í miðbænum þá datt mér í hug að halda litla tónleika í stof- unni heima,“ segir Aðalsteinn Ás- berg Sigurðsson, rithöfundur og tónlistarmaður, um stofutónleik- ana sem hann og kona hans heit- in, Anna Pálína Árnadóttir, héldu fyrst fyrir sjö árum. „Við ætluð- um bara að opna inn af götunni og héldum að þetta yrði ekkert mál,“ segir hann hlæjandi. „Við höfðum sem betur fer hugsað fyrir því að fá fullt af klappstólum lánaða og hafa með okkur einn úr fjölskyld- unni sem hálfgerðan dyravörð. Ennfremur ákváðum við að hafa þrjá stutta tónleika fremur en eina langa. Við áttum aldrei von á að meira en um 30 manns kæmu í hvert skipti en þegar fyrstu tón- leikarnir áttu að byrja þá var bara komin þvaga fyrir utan húsið og dyravörðurinn okkar lenti strax í vandræðum. Við opnuðum úr stof- unni út í garð og tróðum fólkinu inn og gátum þannig komið um 80 manns á fyrstu tónleikana. Svo var þeim bara sópað út um bakdyrnar og næsta holl tekið inn en fólkinu í götunni fjölgaði á meðan,“ segir Aðalsteinn sem reiknar með að um 250 manns hafi komið á tón- leikana fyrsta árið og ekki aðeins kunningjar eins og hjónin höfðu átt von á. „Þetta var mikið ævintýri. Því miður seldum við húsið okkar árið eftir svo við brugðum á það ráð að fá lánaðan Hljómskálann. Hann var svona álíka stór og stof- an okkar, eða jafnvel ívið minni. Tónleikarnir gengu mjög vel fyrir sig en þó lentum við í sömu vand- ræðum og áður að það var allt of margt fólk sem vildi koma. Okkur fannst svo leiðinlegt að koma ekki öllum fyrir sem vildu þannig að þriðja árið fórum við inn í Þjóð- menningarhús,“ segir Aðalsteinn sem heldur núna fimmtu stofutón- leikana í því húsnæði. Þrátt fyrir að vera kominn í helmingi stærri „stofu“ vill Aðal- steinn viðhalda sömu stemningu og var í upphafi. „Stofutónleik- ar eru þannig að maður er heima í sinni stofu og spjallar við sína gesti. Þetta verða áfram persónu- legir og heimilislegir tónleikar og jafnframt mjög fjölskylduvænir,“ segir Aðalsteinn. Dagskráin í ár er þjóðlagatengd en auk Aðalsteins koma fram söngkonana Guðrún Gunnarsdóttir og sænska þjóð- lagahljómsveitin Draupner. mariathora@frettabladid.is Gestum sópað út um bakdyrnar Aðalsteinn heldur stofutónleika í sjöunda sinn. Að þessu sinni verða þeir haldnir í Þjóðmenningarhúsinu en með Aðalsteini á myndinni eru meðlimir í sænsku hljóm- sveitinni Draupner sem spilar á tónleikunum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.