Fréttablaðið - 16.08.2007, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 16.08.2007, Blaðsíða 60
 16. ÁGÚST 2007 FIMMTUDAGUR18 fréttablaðið menningarnótt Forvarnastarf læknanema, Ástráður, deilir út ókeypis smokkum á menningarnótt. Ástráður, forvarnastarf lækna- nema, hefur staðið fyrir kyn- fræðslu og deilt út smokkum síð- astliðin átta ár. Markhópurinn er ungt fólk á aldrinum fimmt- án til tuttugu og þriggja ára sem eru einn helsti áhættuhópur fyrir ótímabærar þunganir og kynsjúk- dóma. Á hverju ári fer Ástráður inn í langflesta framhaldsskóla á land- inu eða um fjörutíu. Þar eru lækna- nemarnir með kynfræðslu fyrir fyrsta árs framhaldsskólanema og deila út smokkum. Einnig er farið í grunnskóla, félagsmiðstöðvar og á meðferðarheimili auk þess sem sinnt er kennslu í Háskóla unga fólksins. Á veturna er Ástráður á Rás 2 í þættinum Ungmennafélagið og allan ársins hring eru liðsmenn á MSN-spjallrás og í síma ásamt því að taka á móti um 500 fyrirspurn- um í tölvupósti á ári. Á sumrin deilir Ástráður út smokkum um verslunarmanna- helgina en í ár bættust við hinseg- in dagar og menningarnótt. „Við göngum um borgina og verðum í Ástráðsbolunum okkar og deilum út ókeypis smokkum til þeirra sem vilja. Einnig ætlum við að reyna að koma smokkun- um fyrir á nokkrum börum í borg- inni. Þetta gerum við til að vekja athygli á starfinu og reyna að láta gott af okkur leiða,“ segir Ómar Sigurvin, læknanemi og fjölmiðla- fulltrúi Ástráðs. Allir liðsmenn Ástráðs eru læknanemar sem vinna í sjálf- boðavinnu og eru þeir um fjörutíu talsins. Ómar segir unga fólkið almennt vel upplýst en þó megi fræðsl- an vera meiri af hálfu foreldra og skóla. Ástráður hlaut í ár íslensku forvarnaverðlaunin og segir Ómar mælanlegan árangur sjást af starf- inu. „Í tölum frá landlækni kemur fram að fóstureyðingum meðal ungra kvenna hefur fækkað. Þar nefnir landlæknir meðal annars okkar starf sem einn áhrifavald,“ segir Ómar. Hann segir jafnframt að tölur um kynsjúkdóma standi í stað og sennilega fari þær lækkandi. Ómar segir viðbrögð við starf- inu mjög jákvæð, bæði frá almenn- ingi og fagfólki. „Reynir Tómas Geirsson, yfirmaður kvensjúk- dómadeildar við Landspítalann, er eins konar verndari þessa starfs. Einnig stendur landlæknir þétt við bakið á okkur ásamt heilbrigðis- og skólayfirvöldum,“ segir Ómar. Ár hvert deilir Ástráður út 15- 20.000 Durex-smokkum sem Heild- verslun Halldórs Jónssonar gefur til starfsins. „Smokkarnir sem við gefum myndu kosta okkur um þrjár milljónir árlega svo styrkur- inn er ómetanlegur,“ segir Ómar sem segir starfið styrkt af hinu opinbera, nokkrum fyrirtækjum og einstaka bæjarfélagi. Framundan er áskorun Ást- ráðs um lækkun eða niðurfellingu verðs á smokkum og öðrum getn- aðarvörnum. „Hver smokkur kost- ar áttatíu til hundrað krónur í dag. Á hinum Norðurlöndunum hefur verðlækkun og niðurfelling haft mjög jákvæð áhrif í baráttunni gegn kynsjúkdómum og ótíma- bærum þungunum og við vonumst til að sjá slíkt hið sama hérlendis,“ segir Ómar. Ástráður er með heimasíðuna www.astradur.is. MSN-spjallrás- in er: astradur6@hotmail.com. Síminn er opinn þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 20-22 og tölvu- póstfangið er leyndo@astradur.is rh@frettabladid.is Öruggar ástir í nóttinni Ástráður, forvarnastarf læknanema, ætlar að gefa smokka á menningarnótt til að vekja athygli á starfinu og láta gott af sér leiða. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Greg Barrett er leirlistamað- ur sem vinnur eingöngu með íslenskan leir sem hann grefur sjálfur upp víða um landið. Áhugi hans á leirlist vaknaði þegar hann vann við fornleifauppgröft á Írlandi. Greg opnar vinnustofu sína á menningarnótt fyrir gestum og gangandi. „Ég er að vinna með íslenskan leir sem ég gref sjálfur upp víða um landið. Ég vil nota náttúru- leg efni sem ég finn í umhverfi mínu, vikur og eldfjallaösku,“ segir Greg Barrett leirlistamað- ur sem hefur búið hér á landi frá því í maí 2005. Greg er frá Írlandi og lærði leirlist í Dublin áður en hann kom hingað. Hann hefur einnig stundað nám við Myndlist- arskóla Reykjavíkur. „Núna er ég að einbeita mér að því að gera te- bolla, einfalda hluti úr náttúru- legum efnum.“ Greg hefur einnig gert skálar og kjertastjaka. „Ég vann í eitt ár við fornleifa- uppgröft á Írlandi. Þar var ég að finna leirhluti frá miðöldum og við það kviknaði áhugi minn á leirlist.“ Greg heimsótti í sumar fornleifauppgröftinn á Skriðu- klaustri. Þar fékk hann ösku úr öskulögum frá eldgosinu í Öskju árið 1875 og í Veiðivötnum 1477. „Ég nota öskuna í glerung á verk- in mín.“ Greg hefur haldið eina sýn- ingu á verkum sínum hér á landi, í galleríinu Safni á Laugavegi í janúar 2006. Greg verður með opið hús á vinnustofu sinni á menningar- nótt. Fólk getur komið, skoðað og séð hann að störfum auk þess sem hann verður með verk sín til sölu. Vinnustofan er á Klappar- stíg 19, í bakhúsi fyrir aftan hárgreiðslustofuna Gel á horni Hverfisgötu og Klapparstígs. Hrifinn af íslenskum leir Leirlist á menningarnótt. Greg Barrett leirlistamaður opnar vinnustofu sína á menn- ingarnótt. Mikill undirbúningur hefur verið hjá lögreglu fyrir menn- ingarnótt enda er reiknað með gríðarlegum fjölda í miðbæn- um. „Í fyrsta lagi verðum við með hefðbundna löggæslu á öllu svæðinu. Síðan verð- um við með gönguhópa bæði að degi og nóttu,“ segir Árni Þór Sigmundsson aðstoðaryf- irlögregluþjónn um tilhögun gæslumála á menningarnótt. Þrátt fyrir að dagurinn hafi yfirleitt farið vel fram segir Árni alltaf þörf fyrir aukna löggæslu í slíkum mann- fjölda. „Það getur ýmislegt komið upp á svo sem veik- indi eða slys. Þá þarf að bregðast við með viðeigandi hætti og koma fljótt á vettvang. Að degi til verðum við með nokkra þriggja manna gönguhópa á svæðinu frá Miklatúni og niðri í Kvos en um nóttina verðum við með stærri gönguhópa í miðbænum og njótum þá fulltingis björgunarsveitarmanna.“ Lögreglan fær hjálp frá Landsbjörgu, Rauða krossin- um og slökkviliðinu en sam- eiginleg stjórnstöð verður í menntamálaráðuneytinu. „Þar verðum við með nokk- urs konar vettvangsstjórn þar sem afmörkuðum hluta löggæslunnar verður stýrt,“ segir Árni. Örlitlar áherslu- breytingar verða á gæslunni þótt flest verði með svipuðu móti og síðustu ár. „Meðan á tónleikunum á Miklatúni stendur færist þunginn svolítið þangað. Settar verða upp færanlegar myndavélar sem hjálpa okkur mikið við að hafa yfirsýn í slíkum mannfjölda.“ Það virðist því sem lögreglan muni halda vel utan um hátíðina og Reykjavíkurbúar geti farið öruggir niður í bæ. „Við byggjum auðvitað á reynslu liðinna ára og reynum alltaf að gera betur.“ mariathora@frettabladid.is Byggja á reynslu liðinna ára Það er alltaf er aukin slysahætta í mannmergð og því aukin þörf fyrir löggæslu. Þriggja manna lögregluhóp- ar verða á göngu í miðbænum yfir daginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.