Fréttablaðið - 16.08.2007, Síða 90

Fréttablaðið - 16.08.2007, Síða 90
Fataverslanir og gallerí setja sterkan svip á miðbæ Reykjavíkur. Vinsældir þess að blanda þessu tvennu saman virðast fara sívax- andi. Fréttablaðið hafði samband við fimm einstakl- inga sem hafa reynslu af, og skoðanir á, slíkum rekstri. Frá því að Sævar Karl opnaði gall- erí sitt árið 1988 hafa fjölmargir fetað í fótspor hans. Fréttablaðið ræddi við fimm þeirra nýliða sem tengja saman rekstur sýningar- rýmis og verslunar. Allir voru sammála um að slíkt lifði vel saman. Söru Maríu Eyþórsdóttur, eiganda Nakta apans, finnst listasýningar í verslunarhúsnæði skapa afar skemmtilega stemningu. „Í búð- inni minni vildi ég hafa þannig stemningu að það væri gaman að koma hingað og sjá nýja, skemmti- lega hluti. Mér finnst að það eigi að vera ákveðin upplifun,“ sagði Sara, sem telur fataverslanir vera sérstaklega hentug sýningarrými fyrir yngra listafólk. „Ungt fólk fer svo lítið inn í gallerí. Þeir sem koma í fatabúðirnar fíla þessa yngri list,“ sagði hún. Guðjón Rúnar Emilsson, eigandi verslunarinnar Fígúru á Skóla- vörðustíg, tekur í sama streng. Hann telur jafnframt að það sé mikill markaður fyrir slíkt sam- krull. „Við höfum ekki auglýst okkur mikið sem gallerí síðan að búðin opnaði í lok maí, en það eru þó nokkrir sem hafa haft samband við okkur og lýst yfir áhuga á að sýna,“ sagði hann. „Við erum opin fyrir hverju sem er, ef það fer vel við verslunina,“ sagði Guðjón. Kron kron fylgir sömu línu, að sögn Stefáns Svans Aðalheiðar- sonar verslunarstjóra. „Okkur finnst gaman að blanda þessu saman, list og verslun, en við miðum við sýningar sem myndu passa vel inn hjá okkur sem versl- unarrými. Þess vegna erum við ekki með aðskilið gallerí,“ útskýrði Stefán. Um átta sýningar hafa prýtt veggi Kron kron síðan versl- unin flutti í núverandi húsnæði, og verslunin var þar að auki þátttak- andi á myndlistarhátíðinni Sequences í fyrra. „Við höfum sýningar þegar við finnum eitt- hvað sem okkur langar að fá inn í verslunina,“ sagði Stefán, „þetta þarf að fara vel saman.” Í Gallerí Temp í skóbúðinni Far við Laugaveg fara eigendur aðra leið. Stofnendur gallerísins, sem einbeitir sér að grafískri hönnun, eru þeir Ísak Winther og Pétur Guðmundsson. „Fyrir okkur var það skilyrði að galleríið og skóbúð- in yrðu alveg aðskilin. Mér finnst stundum, þegar gallerí eru tengd svona við verslanir, að það sé verið að nota list til þess að selja vörur. Maður kemst ekki hjá því að sjá söluvarninginn þegar maður er að leita að listinni,“ sagði Ísak. Hann telur gallerí og verslanir þó vel geta átt heima undir sama þaki. „Ég held að þetta sé fín blanda, og það er auðvitað fátt skemmtilegra en að kynna fólk fyrir list,“ sagði hann. Nýjasta viðbótin í flóruna er vænt- anlega verslunin Crush við Lauga- veg. Ólafur Guðmundsson, einn þriggja eigenda búðarinnar, segir bæði gallerí og búðir hafa hag af því að deila með sér rými. „Í fyrsta lagi kemur fullt af fólki á sýning- aropnanir, og sér þá verslunina um leið. Á hinn bóginn dregur versl- unin að sér fjölda fólks sem færi aldrei að skoða sýningar í „alvöru“ galleríum,“ sagði hann. Ólafur er sjálfur myndlistarmað- ur og segir alltaf vanta sýningar- rými fyrir ungt fólk. „Viðskipta- vinir Crush eru tiltölulega ungir, og þá er myndlistin um leið að ná til yngri markhóps,“ bætti hann við.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.