Fréttablaðið - 10.11.2007, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 10.11.2007, Blaðsíða 10
 Eftirlýstur glæpamaður faldi sig í sautján ár í göngum undir húsinu sínu í Zhangxu í Kína. Lögreglan hefur loks haft uppi á honum eftir ábendingu og grafið hann úr felum. Maðurinn, Hui Guangwen, er sakaður um að hafa myrt mann úr nálægu þorpi í kjölfar minni háttar ágreinings. Hann segist aldrei hafa vikið úr göngunum öll þessi ár, en eiginkona hans hjálpaði honum að grafa þau. Hún sætir ákæru fyrir að hylma yfir með manni sínum. „Mér leiddist virkilega mikið þarna niðri,“ sagði Hui þegar hann loksins náðist. Faldi sig í göng- um í sautján ár Norska ríkisstjórnin lagði í gær fram frumvarp um að hækka hámarksrefsingu fyrir stríðsglæpi, þjóðarmorð, glæpi gegn mannkyni og hryðjuverk úr 21 ári í 30 ár. Einnig að tímatakmörk á ákærufresti verði afnumin og að lögin verði afturvirk. Nýju lögin munu gera kleift að sækja slík mál í Noregi í stað þess að þurfa að vísa þeim áfram til alþjóðlega stríðsglæpadóm- stólsins í Haag í Hollandi. „Það er mikilvægt að tryggja að Noregur verði ekki álitinn öruggt skjól fyrir menn sem er eftirlýstir fyrir slíka glæpi,“ sagði Knut Storberget dóms- málaráðherra sem kynnti frumvarpið. Kallaði hann einnig eftir harðari refsingum við hatursglæpum. Ekki skjól fyrir eftirlýsta menn Markmið sjóðsins er að veita styrki til náms- manna, rannsóknarverkefna á vegum háskóla, stofnana, fyrirtækja og einstaklinga. Styrkveit- ingar sjóðsins miða að því að gera fjárframlög Landsvirkjunar til rannsókna skilvirkari og sýnilegri, og tryggja að þær rannsóknir sem sjóðurinn styrkir samrýmist umhverfisstefnu Landsvirkjunar. Styrkveitingar sjóðsins falla í þrjá flokka: Almennar virkjunarrannsóknir, rannsóknir á sviði umhverfis- og orkumála og styrki til nemenda í meistara- eða doktorsnámi. Að þessu sinni er auglýst eftir umsóknum í eftirfarandi flokkum: Rannsóknir á sviði umhverfis- og orkumála Almenn rannsóknarverkefni á sviði umhverfis- og orkumála. Styrkir eru veittir til hluta þess kostnaðar sem hlýst af vinnu sérfræðinga, þátttöku meistara- og doktorsnema, og öðrum útgjöldum. Styrkir til nemenda í meistara- eða doktorsnámi Styrkir til efnilegra nemenda sem áforma eða stunda meistara- eða doktorsnám á sviði umhverfis- eða orkumála. Í þessari úthlutun eru í heild allt að 50 m.kr. til ráðstöfunar, allt að 40 m.kr. til rannsóknar- verkefna á sviði umhverfis- og orkumála, og allt að 10 m.kr. til styrkja fyrir 10–20 nemendur í meistara- og doktorsnámi. Umsækjendur þurfa að leggja fram lýsingu á rannsóknarverkefni sínu, og rökstuðning fyrir því að verkefnið tengist markmiðum sjóðsins. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar um þau gögn sem fylgja eiga umsókn er að finna á vefsíðu Landsvirkjunar, www.lv.is. Umsóknum ásamt fylgigögnum skal skilað rafrænt á netfang sjóðsins; orkurannsokna- sjodur@lv.is eða í pósti til Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, merktum „Orkurannsóknasjóður Landsvirkjunar 2007“. Fyrirspurnir má senda á netfangið orkurannsoknasjodur@lv.is. Umsóknarfrestur er til 21. desember 2007. Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál. Orkurannsóknasjóður Landsvirkjunar auglýsir styrki til umsóknar Landsvirkjun er orkufyrirtæki sem leggur grunn að nútíma lífsgæðum. Fyrirtækið stefnir að því að verða öflugt á alþjóðavettvangi og starfar af ábyrgð í anda sjálfbærrar þróunar. Landsvirkjun er helsti raforkuframleiðandi landsins og í forystu fyrir byggingu orkuvera sem hafa verið meðal stærstu framkvæmda á landinu. Landsvirkjun styðst við fjölbreytt rannsóknar- starf á sviði náttúruvísinda, verkfræði og orkumála og rekur umfangsmikla fjármálastarf- semi á alþjóðamarkaði. Hjá Landsvirkjun starfa rúmlega 200 manns með fjölbreytta menntun. Landsvirkjun vill vera í fararbroddi í framsækinni stjórnun og leggur áherslu á jafnrétti og tækifæri til starfsþróunar. P I P A R • S ÍA • 7 22 25 Styrkir til að efla rannsóknir á sviði umhverfis- og orkumála Bretar sluppu með skrekkinn í gær þegar spár um mikil flóð á austurströndinni vegna flóðbylgju á Norðursjó gengu ekki eftir og flóðvarnar- garðar héldu. Þúsundir þurftu að yfirgefa heimili sín á austurströnd Bretlands á fimmtudagskvöld vegna flóðahættu en sneru aftur í gær eftir að talið var að mesta hættan væri liðin hjá. Aðvaranir vegna flóða höfðu verið gefnar út í Bretlandi, Hol- landi og Þýskalandi. Breska umhverfisstofnunin varaði við að „líf og eignir væru í gífurlegri hættu“ á nokkrum stöðum. Ölduhæð náði mest sex metrum við flóðvarnargarða í Lowestoft sem er austasti hluti Bretlands í um 190 kílómetra fjarlægð frá London. „Þetta varð ekki jafn slæmt og við bjuggumst við,“ sagði Jill Bird, 47 ára kokkur á hóteli í bænum Great Yarmouth, sem er skammt norður af Lowestoft og búist var við að yrði einna verst úti. „Við vorum mjög áhyggjufull vegna þess að þetta var stærsta flóðbylgj- an síðan árið 1953 þegar nokkur- hundruð manns létust. Þannig að við teljum okkur mjög, mjög lán- söm í dag.“ Yfir 2.000 manns létust í flóðbylgjunni árið 1953. Hinum risavöxnu Maeslant- flóðvarnargörðum við Rotterdam í Hollandi var lokað í fyrsta skipti frá því þeir voru reistir árið 1997. Tilkynnt var í gær að áfram verði fylgst með ástandi mála á norður- strönd Hollands en aðrir lands- hlutar séu úr hættu. Er þetta í fyrsta skipti frá árinu 1976 að öll strandlengjan við Norðursjó er undir eftirliti að því er hollenska samgönguráðuneytið greindi frá. Þriðjungur landsvæðis í Hollandi er fyrir neðan sjávarmál. Flóðbylgjan ekki jafn skæð og spár sögðu Þúsundir Breta sneru aftur til heimila sinna í gær eftir að spár um flóð og eyðileggingu vegna flóðbylgju á Norðursjó gengu ekki eftir. Árið 1953 varð flóð- bylgja á Norðursjó yfir 2.000 að bana. Áfram er eftirlit á norðurströnd Hollands. Í sjálfsmorðs- sprengjutilræði sem framið var í norðurhluta Afganistans fyrr í vikunni fórust 59 skólabörn og 96 önnur særðust, að því er afganska menntamálaráðuneytið í Kabúl greindi frá í gær. Börnin höfðu raðað sér upp til að heilsa þingnefnd er hún heimsótti sykurverksmiðju í Baghlan-héraði þegar sjálfsmorðs- sprengjumaður gerði árás. 59 afgönsk skólabörn dóu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.