Fréttablaðið - 10.11.2007, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 10.11.2007, Blaðsíða 18
Hvert stefnir Fram- sóknarflokkurinn? Miðstjórn Fram-sóknarflokksins kemur saman til árlegs haustfundar á Akureyri í dag; þess fyrsta sem haldinn er eftir alþingiskosning- ar sl. vor og hins fyrsta í formannstíð Guðna Ágústssonar. Geysilegar breyt- ingar hafa orðið á stuttum tíma hjá þessum elsta starfandi stjórn- málaflokki þjóðarinnar; þriðji for- maðurinn á jafnmörgum árum stendur nú í brúnni og tími upp- byggingar og endurmats er runn- in upp eftir vonbrigði kosningaúr- slitanna og útgöngu úr ríkisstjórn. Framsóknarflokkurinn stendur á gömlum merg og er elsti starf- andi stjórnmálaflokkur þjóðar- innar. Þetta er mikilvægt að hafa í huga þegar fjallað er um íslensk stjórnmál, því mikil gerjun hefur átt sér stað á þeim vettvangi á undanförnum árum og áratugum; stjórnmálaflokkar komið og farið og aðrir komið í þeirra stað. Það er engum vafa undirorpið, að hin langa seta Framsóknarflokksins í ríkisstjórn hefur oft leitt til þess að flokkurinn hefur orðið skot- spónn í pólitískri umræðu. Fyrir forystu og liðsmenn Framsóknar- flokksins þýðir lítið að vísa aðeins til hinna gömlu góðu daga þegar flokkurinn var einn stærsti flokk- ur þjóðarinnar og hafði reglulega forystu í ríkisstjórn, hélt úti eigin dagblaði og var í nánum tengslum við stærstu atvinnufyrirtæki þjóðarinnar, Samvinnuhreyfing- una og kaupfélögin. Stefna Framsóknarflokksins hefur að stórum hluta reynst þjóðinni farsæl, bæði í bráð og lengd. Því er eðlilegt að spyrja, hvað klikk- aði? Ég tel að þrennt hafi skipt miklu máli. Í fyrsta lagi var flokk- urinn lengi við völd og margir töldu hann þurfa hvíld; það var stemning fyrir breytingum. Í öðru lagi veiktu erfiðar innanhússdeil- ur flokkinn og forystu hans umtalsvert. Í þriðja lagi höfðu sterkustu baráttumál flokksins snúist í höndum hans. Áhersla á byggðaþróun og atvinnuuppbygg- ingu var nú orðin að hernaði gegn landinu og náttúrunni. Það var ósanngjarn málflutningur, en reyndist Framsóknarflokknum afar erfiður. Innan vébanda flokks- ins eru margir náttúruverndars- innar og margir þeirra töldu að of mikil áhersla hefði verið lögð á uppbyggingu iðnaðar á kostnað náttúrunnar. Kominn var stóriðju- stimpill á flokkinn. Það sem hafði færst glæstan sigur fjórum árum áður var nú orðið að ákveðnu pól- itísku vandamáli. Velheppnuð einkavæðing bank- anna var þjóðfélaginu gríðarleg lyftistöng, en ásakanir um spill- ingu og sérhagsmunagæslu reynd- ust þungar í skauti, enda þótt alls- staðar væri hrakið. Óþarft er að eyða mörgum orðum í Íraksmálið; það klauf Framsóknarflokkinn í herðar niður og nokkur önnur mál, sem keyrð voru áfram af sam- starfsflokknum í ríkisstjórn, t.d. fjölmiðlafrumvarpið, áttu margir úr röðum framsóknarmanna ákaf- lega erfitt með að sætta sig við. Mikilvægt er að framsóknarmenn ráði nú ráðum sínum og hugi að framtíðinni. Ræði með opinskáum hætti hvernig best sé að treysta böndin og ná vopnum sínum. Ég legg m.a. til að fram fari gagnrýn- in umræða um styrkjakerfi land- búnaðar með tilliti til þróunar á vettvangi WTO. Hvorki Fram- sóknarflokkurinn né bændur hafa hagsmuni af því að verja óbreytt kerfi. Þótt framsóknarmenn séu hlynntir einkarekstri og jafnvel einkavæðingu á ákveðnum sviðum, er slíkt hvorki töfralausn né kennisetning. Víða í samfélagslegri þjón- ustu á einkavæðing alls ekki við og menn eiga ekkert að vera feimnir að viðurkenna það. Það er ekkert hallærislegt að hafa prinsipp. Ég tel rétt að flokkurinn berj- ist fyrir lýðræðislegu samfélagi sem byggi á þrískipt- ingu ríkisvaldsins og réttindum borgaranna. Að auki viljum við að ákvarðanatakan færist eins nálægt borgurunum og unnt er, t.d. með beinum atkvæðagreiðslum. Dæmi um hvernig slíkar atkvæðagreiðsl- ur gætu nýst í álitaefnum samtím- ans gæti fólgist í beinni atkvæða- greiðslu á íbúasvæði Orkuveitu Reykjavíkur um hvort fyrirtækið eigi að sinna aðeins sinni hefð- bundnu kjarnastarfsemi eða fara í útrás á alþjóðavettvangi og breyta þekkingu sinni og reynslu í frek- ari verðmæti. Um Evrópumál vil ég segja að við eigum að vera opin fyrir sam- vinnu við aðrar þjóðir, en óttast ekki alþjóðavæðinguna. Við eigum að horfa meira til Evrópu en gert hefur verið í alþjóðasamstarfi og velta upp öllum kostum sem bæta lífskjör okkar og hagsmuni fólks- ins í landinu og fyrirtækjanna. Það þýðir að við megum ekki úti- loka nánari tengsl en nú eru við þjóðir Evrópu og Framsóknar- flokkurinn á að viðurkenna að það hafi verið mistök af hans hálfu að styðja ekki EES-samninginn á sínum tíma, en vera þess í stað tví- klofinn í afstöðu sinni; nokkrir þingmenn á móti undir forystu þáverandi formanns og nokkrir með hjásetu undir forystu þáver- andi varaformanns. Framsóknarflokkurinn stendur á tímamótum. Framsóknarflokkur- inn er flokkur fólksins í landinu. Hann er ekki flokkur landsbyggð- arinnar og ekki þéttbýlisflokkur, heldur hvort tveggja. Að beina stefnu aðeins í átt til sjónarmiða landsbyggðarinnar er sama og að segja að flokkurinn eigi ekkert erindi á höfuðborgarsvæðinu. Það væri ótrúlega óskynsamlegt, enda tel ég engan hljómgrunn fyrir slíku innan flokksins. Viðspyrnan getur aðeins falist í sterkri og samstæðri forystu, með öflugri og nútímalegri hugmynda- fræði og með breiðri skírskotun sem nær til landsins alls. Ekki með því að skilgreina sig þröngt, t.d. sem landsbyggðarflokkur, gegn erlendri samvinnu eða sem baráttuafl þröngra sérhagsmuna. Sú leið var farin hjá systurflokki okkar í Noregi og hann dæmdi sig um leið nánast úr leik í norskum stjórnmálum; er þar lítill og algjörlega áhrifalaus. Stórir hópar kjósenda og óánægðra flokks- manna hurfu frá varanlega og leituðu skjóls annars staðar. Það sama má ekki gerast hér. Við eigum að feta sömu slóð og systurflokkar okkar í Kanada, Finnlandi og Danmörku, svo dæmi séu tekin, sem endurnýjuðu hug- myndafræði sína, gerðu á henni sumpart sársaukafullar breyting- ar, en tókust á við verkefnið og höfðu sigur og leika nú lykilhlut- verk enn sem fyrr í stjórnmálun- um. Það sama getur Framsóknar- flokkurinn gert. Í krafti samstöðunnar og endurnýjaðrar sóknar Framsóknarflokksins til framfara og nýjunga getur endur- reisn Framsóknarflokksins falist. Og hún er vel framkvæmanleg. Þess vegna eigum við að leggjast öll á eitt, styðja við bakið á for- ystu flokksins og bretta upp erm- arnar. Verkefnið er framundan. Vilji er allt sem þarf. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknarflokksins. Lengri útgáfu greinarinnar má lesa á Vísi og á heimasíðu Björns Inga, eyjan.is/bjorningi. Virkjum íslenska þekkingu Hvarvetna þar sem ég kem sem utanríkisráðherra finn ég fyrir áhuga fólks á því hvernig Íslendingum hefur tekist á einum mannsaldri að breyta orkubúskap sínum úr kolum og olíu í hreina orkugjafa. Okkur hefur tekist það sem svo margar þjóðir sækjast eftir og þær vilja læra af reynslu okkar. Mannkynið stendur frammi fyrir gríðarlegri áskorun í orku- og umhverfis- málum og áhrifin af völdum loftslags- breytinga verða æ skýrari. Eftirspurn eftir hreinni orku hefur aldrei verið meiri og það er horft til okkar sem höfum sýnt árangur í verki. Orkuveitu Reykjavíkur og öðrum íslenskum þekkingarfyrirtækjum hefur tekist að byggja upp mikla færni og reynslu við nýtingu jarðhita. Samstarf íslenskra orkufyrirtækja, vísinda- manna, rannsóknarstofnana og fjárfesta við heimamenn í fjölmörgum þeirra tæplega 40 landa sem búa yfir vannýttum eða ónýttum jarðhita er liður í því að tryggja íbúum orku á viðráðanlegu verði. Það gæti jafnframt orðið marktækt framlag í baráttunni gegn óafturkræfum breyt- ingum á loftslagi jarðar. Ég var borgarstjóri í Reykjavík þegar veitufyr- irtækin voru sameinuð í Orkuveitu Reykjavíkur. Ég hef verið ákaflega stolt af uppbyggingu Orkuveitunnar og fólkinu sem þar starfar og hef fylgst náið með því hvernig fyrirtækið hefur unnið að framþróun með því að leggja rækt við rannsóknir og þekkingu. Það er þessi þekking og reynsla sem gefur okkur nú ákveðið forskot. Ég hef fylgst með því hvernig íslenskir aðilar hafa tekið þátt í nýtingu jarðhita með sérfræðingum í öðrum löndum, hvort sem það er í Þýskalandi, Bandaríkjunum, Afríku eða Kína. Þegar ég kom til Kína sem borgarstjóri árin 1995 og 2001 varð ég áþreifanlega vör við áhuga Kínverja á að nýta reynslu Íslendinga af hitaveit- um þar sem heitt vatn kæmi í stað kola til húshit- unar. Þá var erfitt að fá fjárfesta til samstarf en það hefur nú breyst. Þá hafa kínversk stjórnvöld séð kosti þessa fyrir heilsufar íbúanna þar sem lungnasjúkdómstilfellum fækkar umtalsvert. Við Íslendingar getum náð að byggja upp arðbær atvinnufyrirtæki um leið og við leggjum fólki lið til þróunar og aukinna lífsgæða. Því er áhersla á það í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar að tímabært sé að leysa úr læðingi krafta einkaframtaksins til samvinnu um nýtingu hreinnar orku í heiminum. Við ætlum að berjast gegn loftslagsbreyting- um og framlag okkar til jarðhitanýtingar sé þar mikilvægur þáttur eins og ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa ítrekað bent á. Orðspor Íslendinga er afar gott og í því samhengi verður að minnast á þátt Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna sem hefur menntað tæplega 400 sérfræðinga frá fjölmörg- um þróunarlöndum. Framsæknustu fyrirtæki heims sækjast nú eftir hreinni orku í samræmi við kröfur viðskiptavina sinna. Útrásin í orkumál- um er dýrmætt tækifæri Íslendinga til að taka jákvæðan þátt í uppbyggingu samfélaga víða um heim. Það tækifæri eigum við að nýta af ábyrgð, fagmennsku og krafti. En kapp er alltaf best með forsjá. Nýr meiri- hluti í borgarstjórn taldi óhjákvæmilegt að ógilda ákvarðanir sem fyrri meirihluti stóð að, og myndaðist raunar þverpólitísk samstaða allra flokka í borgarstjórn um það mál. Þótt meinbugir hafi verið á þeirri tilteknu samningagerð verður engu að síður að finna ásættanlega og skynsam- lega leið til þess að þekking og reynsla Orkuveit- unnar ásamt öflugri aðkomu einkaframtaksins geti unnið saman að virkjun jarðhita og taka áfram þátt í verðmætasköpun á erlendri grundu. Nýr meirihluti hefur unnið að málinu af festu og ábyrgð. Stýrihópur borgarinnar hefur unnið hratt og vel. Það er enginn efi í mínum huga um að meirihluti borgarstjórnar muni finna orkuút- rásinni farsælan farveg þannig að þekking og sambönd sem byggst hafa upp hjá Orkuveitunni og innan útrásarfyrirtækis hennar Reykjavik Energy Invest skili sér í mikilvægum og metnað- arfullum verkefnum. Við eigum að sækja fram bjartsýn á möguleikana en raunsæ á allar þær hindranir sem verður að yfirstíga til að raunveru- legur árangur náist til langframa. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.