Fréttablaðið - 10.11.2007, Blaðsíða 12
[Hlutabréf] Peningaskápurinn ...
„Auðvitað eru allar líkur á því að
vextirnir hækki á nýjum útlánum,“
segir Hallur Magnússon, sviðs-
stjóri hjá Íbúðalánasjóði. Vextir á
lánum til húsnæðiskaupa eru nú
yfirleitt hærri en sex prósent,
nema hjá Landsbankanum og
Íbúðalánasjóði.
Vextir íbúðalánasjóðs ráðast af
útboðum á
íbúðabréf-
um. Hallur
segir að
samkvæmt
útgáfuáætl-
un sjóðsins
verði á
síðasta
fjórðungi
ársins boðnir
út ellefu til
þrettán
milljarðar
króna. Hins
vegar sé
tímasetningin óákveðin. „Við
tökum mið af stöðunni hverju
sinni,“ segir Hallur.
Hámarkslán sem fólk getur
fengið í gegnum Íbúðalánasjóð
nemur nú 27,1 milljón króna, í
samstarfi við sparisjóðina á
vefnum ibudalan.is. Íbúðalánasjóð-
ur sjálfur lánar 18 milljónir króna
að hámarki, nú á innan við fimm
prósenta vöxtum. Til viðbótar lána
sparisjóðir allt að 9,1 milljón
króna, með 6,45 prósenta vöxtum.
„Við lítum ekki á viðbót
sparisjóðsins sem okkar hlut,“
segir Hallur og bendir á að á
ibudalan.is standi fólki jafnframt
til boða að taka eingöngu lán hjá
sparisjóðunum.
Vaxta-
hækkun
framundan
Vinnslustöðin fer úr
Kauphöllinni samkvæmt
ákvörðun hluthafafundar.
Næststærsti hluthafinn biður
Kauphöllina að hafna eða
fresta afskráningu.
„Umboð stjórnarinnar er nú ljóst,“
segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirs-
son, framkvæmdastjóri Vinnslu-
stöðvarinnar og forsvarsmaður
Eyjamanna ehf., sem á rétt rúm 50
prósent í Vinnslustöðinni. Hlut-
hafafundur samþykkti á miðviku-
dag að farið yrði fram á afskrán-
ingu félagsins úr Kauphöll Íslands.
Boðað var til fundarins að beiðni
Kauphallar Íslands vegna mótmæla
næststærsta hluthafans við
afskráningu félagsins. Í september
hafði stjórn Vinnslustöðvarinnar
þegar samþykkt afskráningu. Lög-
maður fór með ríflega 32 prósenta
atkvæði Stillu, sem er í eigu Guð-
mundar og Hjálmars Kristjáns-
sona.
Sáralítil viðskipti hafa verið með
bréf Vinnslustöðvarinnar í Kaup-
höllinni. Síðast gengu bréf félags-
ins kaupum og sölum 22. ágúst.
Óvirk verðmyndun og tilkostnaður
við að halda úti skráningu eru
meðal raka sem stjórn Vinnslu-
stöðvarinnar hefur fært með
afskráningu. „Næst er að skrifa
Kauphöllinni aftur og óska eftir
afskráningu,“ segir Sigurgeir
Brynjar og gerir ráð fyrir þeim
bréfaskriftum í næstu viku að
afloknum stjórnarfundi. „Svo veit
maður ekki hvað þeir gera,“ segir
hann, en Kauphöllinni er heimilt að
fresta afskráningunni í eitt ár.
„Ég ræði ekki einstakar fjárfest-
ingar sjóðsins við utanaðkomandi,“
sagði Torfi Sigtryggsson, fram-
kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vest-
mannaeyja, og sleit samtali. Sjóð-
urinn, sem á 5,34 prósent í
Vinnslustöðinni, sat hjá við
atkvæðagreiðslu miðvikudagsins.
Samkvæmt samþykktum lífeyr-
issjóðsins má hann ekki eiga í
óskráðum félögum nema að ákveðn-
um skilyrðum uppfylltum. Í sumar
ákvað sjóðurinn að selja ekki hlut
sinn. Eyjamenn buðu 4,6 krónur á
hlut og Stilla 8,5 krónur. Miðað við
boð Stillu var hlutur lífeyrissjóðs-
ins 707 milljóna króna virði. Guð-
rún Erlingsdóttir, stjórnarformað-
ur Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja,
segir tímann munu leiða í ljós hvort
ákvörðunin um að selja ekki hafi
verið rétt eða röng. Hún segir sjóð-
inn halda sínum hlut og að eignir
hans í óskráðum bréfum fari ekki
yfir sett mörk þótt Vinnslustöðin
verði afskráð. „Við höfum trú á því
að Vinnslustöðin haldi áfram að
vaxa og þessi bréf verði alveg selj-
anleg. Þá kom fram á fundinum að
Vinnslustöðin færi ekki illa með þá
sem staðið hafa við bakið á fyrir-
tækinu og kynnu að vilja selja síðar.
Þá yrði fengið óháð fyrirtæki til að
meta verðmæti og sanngjarnt sölu-
verð fundið,“ segir Guðrún.
Hluthafar vilja afskráninguna
N1 ÞJÓNUSTUSTÖÐVAR WWW.N1.IS
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Kerruleiga N1 býður úrval af vönduðum kerrum.
Verðskrá og nánari upplýsingar um kerrurnar
er að finna á www.n1.is.
3% afsláttur í formi
Safnkortspunkta
-3%
N1 Skógarseli, Reykjavík. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 557 5233
N1 Ægisíðu, Reykjavík. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 552 2474
N1 Gagnvegi, Reykjavík . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 567 6580
N1 Lækjargötu, Hafnarfirði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 565 1988
/
S
Í
A
LÁTTU OKKUR
LÉTTA ÞÉR BYRÐINA
Auglýsingasími
– Mest lesið