Fréttablaðið - 10.11.2007, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 10.11.2007, Blaðsíða 80
Söngleikurinn Hér og nú! verður frumsýndur á Litla sviði Borgarleikhússins annað kvöld. Söngleikur- inn er samstarfsverkefni Borgarleikhússins og leik- hópsins Sokkabandsins. Leikkonurnar Elma Lísa Gunnars- dóttir og Arndís Hrönn Egils- dóttir eru stofnendur Sokka- bandsins. Hópurinn hefur það að markmiði að stuðla að nýsköpun í íslensku leikhúsi og þróa nýjar vinnuaðferðir. Hópurinn hefur staðið að nokkrum sýningum sem hafa vakið mikla athygli undan- farin ár, til að mynda Mindcamp í Hafnarfjarðarleikhúsinu og Rit- skoðarann í Sjóminjasafninu. Leikstjóri sýningarinnar Hér og nú! er Jón Páll Eyjólfsson. Innblásturinn að Hér og nú! er sóttur í heim glanstímarita, bloggsíðna og annarra fjölmiðla sem hafa það að leiðarljósi að skemmta okkur Íslendingum með lífsreynslusögum og fréttum af fræga fólkinu. Arndís segir sýninguna hafa átt sér nokkurn aðdraganda. „Við fengum styrk frá Leiklistarráði til að setja þetta verk upp og fengum í kjölfarið í lið með okkur þetta frábæra fólk sem kemur að sýningunni, en við höfðum unnið með þeim flestum áður í fyrri uppsetningum Sokkabandsins. Þetta er búin að vera heilmikil vinna; við sóttum um styrkinn í fyrra og byrjuðum í vor að vinna heimildarvinnu með því að sökkva okkur niður í slúðurblöð og aðra íslenska fjölmiðla.“ Heimildavinnan var skemmti- legt ferli en líka erfitt að mörgu leyti. „Vinur okkar lýsti þessu vinnuferli mjög vel um daginn þegar hann sagði að það væri eins og við værum búnar að borða ruslfæði í öll mál í tvo mánuði. Það er ofboðslega mikill skítur og drulla sem maður þarf að vaða í gegnum þegar maður sekkur sér í þennan heim. Maður verður stundum svolítið sorgmæddur og fær óbragð í munninn þegar maður fer svona á kaf í slúður- menninguna,“ segir Elma Lísa. Það hefur vart farið fram hjá nokkrum manni að framboð fjöl- miðlaefnis og þá sérstaklega afþreyingarefnis hefur aukist gríðarlega á fáum árum. Sokka- bandið langaði til þess að spegla þessa þróun í verkinu og velta fyrir sér hvaða áhrif hún hefur á samtímann. „Það kom okkur svolítið á óvart þegar við byrjuðum að vinna þetta að í þessum fjölmiðlaheimi er allt sett í sömu hítina; krabba- meinssjúklingurinn og Séð og heyrt-stúlkan eru sett fram á sama hátt. Það er sama hversu alvarlegt eða léttvægt umfjöllun- arefnið er, allt fær sams konar umfjöllun í æsifréttastíl. Við þurfum öll að fá útrás fyrir van- líðan okkar og deila tilfinningum með öðrum, en það er nýjung að fólk geti borið líf sitt á borð fyrir alþjóð. Okkur langaði til að velta fyrir okkur hvað fólk fær út úr því að viðra líf sitt í fjölmiðlum og hvað við hin fáum út úr því að lesa um það,“ segir Arndís. Leikritið er þó ekki einhliða gagnrýni á fjölmiðlaheiminn. Elma segir Sokkabandið ekki vera að setja sig í predikunar- stellingar í verkinu. „Við erum þó ekki að setja okkur á neinn stall eða að dæma fólk sem kemur fram í þessum miðlum. En að sjálfsögðu finnst okkur eitthvað íhugunarvert við fjölmiðla í dag, annars værum við varla að setja upp verk um þetta efni.“ Fyrirhugaðar eru sex sýningar á verkinu fyrir áramót og verður hver þeirra einstök þar sem nýr leynigestur kemur fram á hverri sýningu. Áhorfendur eru hvattir til að taka með sér myndavél í leikhúsið og reyna að ná myndum af atburðunum sem eiga sér stað á sviðinu. „Yfirleitt er bannað að hafa með sér myndavél í leikhús- ið, en á þessari sýningu hvetjum við til þess. Við erum svolítið að vísa í það að blöðin hafa sum boðið fólki greiðslur fyrir mynd- ir sem það nær af fræga fólkinu, til dæmis þegar það er í sundi. Hver sýning er því mikið ævin- týri þar sem allt getur gerst,“ segir Elma að lokum. Kiri á styrktartónleikum Tvisvar á ári er úthlutað úr Menningar- sjóði Egils Skallagrímssonar, en sjóður sá hefur það að markmiði að styrkja uppgang íslenskrar menningar og listar í Bretlandi. Sendiráð Íslands í London er í forsvari fyrir sjóðnum. Sr. Sigurður Arnarson, prestur íslenska safnaðarins í London, er ritari sjóðsins. „Menningarsjóður Egils Skallagrímssonar var stofnaður árið 1997 með það að markmiði að styðja við framgang íslenskrar menning- ar á breskri grund. Á þessum ellefu árum hefur sjóðurinn veitt um 100.000 pund til um 70 verkefna.“ Styrktaraðilar að sjóðnum eru íslensk fyrirtæki sem eru með starfsemi í Bretlandi. „Ég hóf að vinna við sjóðinn árið 2002. Á þessum fimm árum sem liðin eru síðan hefur fjöldi þeirra fyrirtækja sem styrkja sjóðinn aukist talsvert, og segir það sína sögu um uppgang íslensks viðskiptalífs í Bretlandi. Okkar reynsla er sú að fyrirtæki eru yfirleitt boðin og búin til að leggja sjóðnum lið, enda útrás íslenskrar menning- ar verðugt verkefni,“ segir Sigurður. Mikil hefð er fyrir styrkveitingastarfsemi sem þessari í Bretlandi. „Bretar eru afar meðvitaðir um nauðsyn styrkveitinga til málefna sem ekki eru alltaf arðbær en eru þó mikilvæg og fellur menningarstarf- semi í þann flokk. Lagaumhverfið hér er því afar hagstætt fyrir sjóði sem þennan. Hér þarf til að mynda ekki að greiða neina skatta af sjóðum sem þessum sem gerir okkur kleift að reka hann án mikils tilkostnaðar og að veita myndarlegri styrki en ella.“ Úthlutað er úr sjóðnum tvisvar á ári og rennur umsóknarfrestur út 1. maí og 1. nóvember hvert ár. Sigurður segir sjóðnum berast fjöldinn allur af umsóknum á ári hverju en að því miður þurfi alltaf að hafna einhverjum þeirra. Starfsemi sjóðsins hefur vakið nokkra athygli hjá íslenskum sendiráðum í öðrum löndum. „Við höfum orðið vör við þó nokkurn áhuga annarra íslenskra sendiráða á að starfrækja svipaða sjóði í sínum löndum. Við höfum þannig fengið fyrirspurnir frá þeim um rekstur sjóðsins og annað slíkt. En það er ekki gefið að það sé alls staðar jafn hagstætt að reka svona sjóð eins og hér í Bretlandi og því má segja að íslensk menning eigi sérlega góða möguleika á því að ryðja sér til rúms hér,“ segir Sigurður að lokum. Íslensk menning í útrás Kl. 14 Barnabókahöfundarnir Bruce McMillan og Gunnella hitta lesendur sína og árita bækur í bókabúðinni Iðu, Lækjargötu 2a, í dag frá kl. 14- 16. Þau Bruce og Gunnella gáfu nýverið út bókina „Hvernig konurnar stöðvuðu blásturinn“ en árið 2005 sendu þau frá sér bókina „Hænur eru hermikrákur“. Sagan sú hlaut fjölmargar viðurkenningar, meðal annars frá New York Times.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.