Fréttablaðið - 10.11.2007, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 10.11.2007, Blaðsíða 1
hús&heimiliLAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2007 INNLITRómantískt líf við sæinn HÖNNUÐURSkynfærunum ögrað HEIMILIÐSeiðandi súpuskálar + Nánari upplýsingar og bókanir á www.icelandair.is Sölutímabil: 8. til og með 11. nóvember. Ferðatímabil: 1. til og með 17. desember. Takmarkað sætaframboð. kr. að ra le iði na til U SA Til bo ðs ve rð fr á Fulltrúar Öryrkjabanda- lagsins hafa ákveðið að selja fjöl- býlishúsið Fannborg 1 í Kópavogi. Gengið verður frá samningi við einkaaðila á mánudag. Þá hefur einnig verið tekin ákvörðun um að leigja hluta af þeim 240 íbúðum sem hússjóðurinn á í fjölbýlishús- inu Hátúni 10 til ófatlaðs fólks. Helgi Hjörvar, stjórnarformað- ur hússjóðs Öryrkjabandalagsins, staðfesti að þetta væri ákveðið. Íbúðirnar í Fannborg eru í eigu Hússjóðs Öryrkjabandalagsins og eru 43 talsins. Helgi segir ástæð- una fyrir fyrirkomulaginu einkum vera breytt sjónarmið gagnvart búsetuúrræðum fatlaðra. Æski- legra sé nú talið að ófatlað fólk og fólk með fötlun búi í sameiginlegri byggð. Fatlaðir eigi ekki að vera stúkaðir af í sérstökum fjölbýlis- húsum. Þá séu íbúðirnar margar hverjar of litlar miðað við þær kröfur sem fólk gerir nú til hæfis- íbúða fatlaðra þótt þær hafi þótt nægilega stórar þegar þær voru teknar í notkun fyrir nokkrum áratugum. Í breytingum verði einnig sameinaðar litlar einstakl- ingsíbúðir í Hátúni í eina stærri til að koma til móts við kröfur fólks. Smærri íbúðir geti samt vel hent- að fólki sem hyggst hafa þar tíma- bundna búsetu, til dæmis nemum, sem vantar leiguhúsnæði. Hússjóðurinn á nú ríflega 600 íbúðir og er meirihluti þeirra á höfuðborgarsvæðinu. Helgi tekur skýrt fram að ekki sé verið að draga úr húsnæðisúrræðum öryrkja. „Við höfum það í huga að hluti okkar fólks er í alvarleg- um húsnæðisvandræðum,“ segir Helgi. Hann segir úrræði verða fundin fyrir þá íbúa sem nú búa í Fannborg eftir því sem henti hverjum og einum. Bæði verði keyptar og leigðar út íbúðir ann- ars staðar í bænum eða leitað annarra úrræða svo sem á sam- býli eða í öldrunarþjónustu. Hús- sjóðurinn hafi þá í vaxandi mæli keypt nokkrar íbúðir saman í almennum fjölbýlishúsum. Hluti hússins sé þá notaður sem aðstaða fyrir starfsmenn sem þá geta komið fólki til aðstoðar ef þarf þótt ekki sé um stofnun að ræða. „Ég held að það sé gríðarlega mikilvægt fyrir lífsgæði okkar fólks að bæta íbúðarkostinn og leitast við að rjúfa einangrun með blandaðri búsetu,“ segir Helgi. Öryrkjaíbúðir á almennan markað Öryrkjabandalagið selur eitt af fjölbýlishúsum sínum til einkaaðila á mánudag. Ákveðið hefur verið að leigja hluta af íbúðum í Hátúni 10 til ófatlaðs fólks, svo sem nema. Ekki verið að draga úr búsetuúrræðum fatlaðra segir Helgi Hjörvar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylking- arinnar og utanríkisráðherra, segir að þótt meinbugir hafi verið á sameiningu REI og GGE sé brýnt að finna leið til þess að Orkuveitan og einkafyrirtæki geti unnið saman að virkjun jarðhita og tekið áfram þátt í verðmæta- sköpun á erlendri grund. Þetta kemur fram í grein sem hún ritar í Fréttablaðið í dag. Bjartsýn á út- rásarmöguleika Eftir að hafa fyllt bensíntankinn á bíl sínum og borgað fyrir bensínið virðist 63 ára gamall Þjóðverji hafa steingleymt erindi sínu á bensínstöðina og rölt heim til sín. Bíllinn hafði teppt aðgengi annarra bíla að bensíndælunni í klukkustund þegar starfsmann bensínstöðvarinnar fór að gruna að ekki væri allt með felldu og hringdi á lögreglu. Lögreglan hafði samband við manninn á heimili sínu sem kom rakleitt á bensínstöðina og sótti bílinn sinn. Gleymdi bílnum á bensínstöð „Ég gæti alveg flutt hingað inn, búrið er svo stórt,“ segir Guðný Rannveig Reynisdóttir. „Ég verð bara inni í búrinu með hinum furðufuglunum.“ Ný gælu- dýrabúð í Garðabæ, Dýraríkið, er sú stærsta á landinu. Guðný er vinkona eigendanna og hefur sjálf átt tvo páfagauka í tíu ár. Hún bauðst því til að hjálpa páfagaukunum að venjast nýja staðnum. „Ýmislegt getur hrætt þá eða eitthvað komið upp á,“ segir Guðný. „Þetta eru allt manneskjufuglar.“ Fuglarnir eru sex talsins. Þrír þeirra eru af gerðinni „african grey“, einn er gulhöfða Amazon, annar grænn Amazon og sá sjötti er cockatoo. „Þeir hafa strax aðlagast vel og cockatoo-fuglinn vill láta strjúka sér,“ segir Guðný. Gunnar Vilhjálmsson, eigandi Dýraríkisins, segir búðina jafnvel teljast stóra á heimsmælikvarða. „Þetta er 29. árið mitt í að reka gæludýraverslun. Ég held að ég muni aldrei slá þessa út,“ segir Gunnar. „Ég sé samt fyrir mér að útlendingar muni koma hingað til að skoða þessa alveg eins og ég fór til útlanda til að finna fallegar búðir.“ Pakistanska lögregl- an setti Benazir Bhutto, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, sem nýverið sneri heim úr útlegð, í stofufangelsi í gær til að aftra henni frá að tala á fjöldafundum stuðningsmanna sinna. Fregnir bárust enn fremur af því að lögregla hefði efnt til fjölda- handtakna til að koma í veg fyrir fjöldamótmæli gegn neyðarlögum Pervez Musharraf forseta. Talsmenn Bandaríkjastjórnar kröfðust þess að hömlum á ferðafrelsi Bhutto yrði aflétt tafarlaust. Pakistanstjórn sagði það verða gert strax í dag. Bhutto sett í stofufangelsi Ekki á mála hjá djöflinum Vinir og óvinir Íslendinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.