Fréttablaðið - 10.11.2007, Blaðsíða 76
Verkstjórinn var hálftröll af Vest-
fjörðum og oft kallaður Jón fúli, ef
hann var hvergi nærri. Skeggvöxt-
ur hans var með slíkum ágætum, að
þó hann særði af sér skeggið að
kvöldi, þá vaknaði hann með alskegg
að morgni. En á morgnana var ekki
um rakstur að tala í þeirri þræl-
dómsforherðingu, sem beið okkar
dag hvern. Hann gekk með svartan
sjóhatt alla daga og barði sig með
honum utan, ef honum varð mikið
niðri fyrir. En hann hafði þann ljóð
á sínu ráði, sem er foringjum erfið-
ari en öðrum: honum var tregt
tungu að hræra. Það var ekki af því
að hann væri heftur á tungunni eða
stamaði svo tiltakanlegt væri, ef
hann á annað borð náði sér á stað,
heldur var því líkt, sem hann væri
seldur undir meinlæti. En að þrífa í
axlir manna, benda og pata, og segja
uhn-uhn gegnum nefið, það var
hans verkstjórn og dagskipan.
Guðmundur Böðvarsson: Dyr í
vegginn (1958)
„Bændastéttin stendur sig betur en
aðrar stéttir hvað varðar krabba-
mein.“ Þetta las fréttaþulur Sjón-
varpsins 30. okt. og er nú ekki fal-
legt málfar. Bæði nástaða (stétt) og
svo þetta árans „hvað varðar (varð-
andi)“ sem einkennir málfar þeirra
sem ekki kunna forsetningar. En í
tíufréttum var þetta lagað. Þá var
lesið: „Bændur fá sjaldnar krabba-
mein en aðrar stéttir.“ Mig grunar
að málfarsráðunautur Ríkisút-
varpsins hafi brugðist við. En þarna
má sjá þann mikla mun sem er á
stofnanamáli og mannamáli.
Þann sama dag, 23. okt. sagði við-
mælandi í sjónvarpi um fasteigna-
verð eitthvað á þá leið, að búast
megi við „að hækkunarhraðinn
verði minni“. Og þetta er auðvitað
hroðalegt stofnanamál. Raunar
skil ég ekki alveg hvernig fólk
hugsar sem talar svona. Þykir ein-
hverjum þetta fínna en venjulegt
mælt mál?
28. okt. mátti lesa hér í Fbl. um
fyrirhugaða tónleika tenórsins
Bocelli: „Tónleikarnir verða sitj-
andi og hefur miðasala gengið
mjög vel.“ Sitjandi tónleikar?
Hvernig dettur einhverjum í hug
að skrifa svona vitleysu? Er það
kannski vegna þess að á sumum
popp-rokktónleikum neyðast
gestir til að standa upp á endann?
Það ætti nú að vera auðvelt að
skilja að tónleikar sitja hvorki né
standa.
Á sömu blaðsíðu er ranglega farið
með óákv. fornafnið einhver, eða
réttara sagt hvorugkynsmyndina
eitthvað. Þar stendur: „Ólíkt
nútímamanninum sem bítur í sig
eitthvað áhugamál...“. Blaðamað-
ur veit ekki að eitthvað er ævin-
lega sérstætt, en eitthvert er haft
hliðstætt. Hér á því að segja eitt-
hvert áhugamál.
Hafliði Magnússon sendir þessa
braghendu:
Í Reykjavík er rifist um
hvað rífa eigi.
Götusvip ei glata megi,
glerhús spilli Laugavegi.
Vilji menn senda mér braghendu
eða góðfúslegar ábendingar:
npn@vortex.is
99 kr. smsið
Dæmi hvernig SMS gæti litið út ef svarið er Jón: Þá
sendir þú SMS-ið: JA LAUSN JON
Þú gætir unnið
Fóstbræður
á DVD
Þú sendir SMS skeytið
JA LAUSN LAUSNARORÐ
á númerið 1900!
Lausn krossgátunnar er birt að viku liðinni á vefnum, www.this.is/krossgatur