Fréttablaðið - 10.11.2007, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 10.11.2007, Blaðsíða 76
Verkstjórinn var hálftröll af Vest- fjörðum og oft kallaður Jón fúli, ef hann var hvergi nærri. Skeggvöxt- ur hans var með slíkum ágætum, að þó hann særði af sér skeggið að kvöldi, þá vaknaði hann með alskegg að morgni. En á morgnana var ekki um rakstur að tala í þeirri þræl- dómsforherðingu, sem beið okkar dag hvern. Hann gekk með svartan sjóhatt alla daga og barði sig með honum utan, ef honum varð mikið niðri fyrir. En hann hafði þann ljóð á sínu ráði, sem er foringjum erfið- ari en öðrum: honum var tregt tungu að hræra. Það var ekki af því að hann væri heftur á tungunni eða stamaði svo tiltakanlegt væri, ef hann á annað borð náði sér á stað, heldur var því líkt, sem hann væri seldur undir meinlæti. En að þrífa í axlir manna, benda og pata, og segja uhn-uhn gegnum nefið, það var hans verkstjórn og dagskipan. Guðmundur Böðvarsson: Dyr í vegginn (1958) „Bændastéttin stendur sig betur en aðrar stéttir hvað varðar krabba- mein.“ Þetta las fréttaþulur Sjón- varpsins 30. okt. og er nú ekki fal- legt málfar. Bæði nástaða (stétt) og svo þetta árans „hvað varðar (varð- andi)“ sem einkennir málfar þeirra sem ekki kunna forsetningar. En í tíufréttum var þetta lagað. Þá var lesið: „Bændur fá sjaldnar krabba- mein en aðrar stéttir.“ Mig grunar að málfarsráðunautur Ríkisút- varpsins hafi brugðist við. En þarna má sjá þann mikla mun sem er á stofnanamáli og mannamáli. Þann sama dag, 23. okt. sagði við- mælandi í sjónvarpi um fasteigna- verð eitthvað á þá leið, að búast megi við „að hækkunarhraðinn verði minni“. Og þetta er auðvitað hroðalegt stofnanamál. Raunar skil ég ekki alveg hvernig fólk hugsar sem talar svona. Þykir ein- hverjum þetta fínna en venjulegt mælt mál? 28. okt. mátti lesa hér í Fbl. um fyrirhugaða tónleika tenórsins Bocelli: „Tónleikarnir verða sitj- andi og hefur miðasala gengið mjög vel.“ Sitjandi tónleikar? Hvernig dettur einhverjum í hug að skrifa svona vitleysu? Er það kannski vegna þess að á sumum popp-rokktónleikum neyðast gestir til að standa upp á endann? Það ætti nú að vera auðvelt að skilja að tónleikar sitja hvorki né standa. Á sömu blaðsíðu er ranglega farið með óákv. fornafnið einhver, eða réttara sagt hvorugkynsmyndina eitthvað. Þar stendur: „Ólíkt nútímamanninum sem bítur í sig eitthvað áhugamál...“. Blaðamað- ur veit ekki að eitthvað er ævin- lega sérstætt, en eitthvert er haft hliðstætt. Hér á því að segja eitt- hvert áhugamál. Hafliði Magnússon sendir þessa braghendu: Í Reykjavík er rifist um hvað rífa eigi. Götusvip ei glata megi, glerhús spilli Laugavegi. Vilji menn senda mér braghendu eða góðfúslegar ábendingar: npn@vortex.is 99 kr. smsið Dæmi hvernig SMS gæti litið út ef svarið er Jón: Þá sendir þú SMS-ið: JA LAUSN JON Þú gætir unnið Fóstbræður á DVD Þú sendir SMS skeytið JA LAUSN LAUSNARORÐ á númerið 1900! Lausn krossgátunnar er birt að viku liðinni á vefnum, www.this.is/krossgatur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.