Fréttablaðið - 10.11.2007, Blaðsíða 82
Skáldið yrkir af mikilli kappgirni í
anda frum-módernismans (sem
var mótsvar við harmagráti
(ný)rómantíkurinnar) þar sem
einstaklingnum er vikið til hliðar
og persóna ljóðmælandans er nán-
ast hlutlaus áhorfandi (undantekn-
ingar þó nokkrar, sbr. síðustu 4
ljóðin). Ljóðin eru enda tilvistar-
leg, fjalla um ábyrgð mannsins á
eigin velferð og val hans á lífsgild-
um, ábyrgð hans gagnvart samfé-
lagi sínu og jörð. Bestu sprettir
bókarinnar eru fersk og sjálfstæð
átök við markverðar hugmyndir,
og ljóðasmíðin er víða prýðileg
(t.d. 15-16, 28, 35 og „tilraunirnar“
bls. 30-32). Ágallinn er náskyldur;
mynd- og táknmál sem ætlar sér
um of, óþroskuð rödd sem á stund-
um þekkir ekki takmörk sín og
verður þá ansi víðmælt fyrir vikið
(t.d. 10-13 og hér og þar).
Skáldið fléttar saman þrjú meg-
instef – sem við skulum nefna (1)
andi/efni, (2) einangrun/nánd og
(3) samryskja. Fyrsta stefið er
fyrirferðarmest en átak skáldsins
þar ófrumlegast. Síðari stefin tvö
eru hins vegar giska athyglisverð
og hræra eftirtekt lesandans. Sýn
skáldsins er þar víða djúp og tökin
fersk þótt braga vefjist þar tunga
um tönn inn á milli.
Í fyrsta stefinu er áberandi
vandlæting, skáldið stillir þar upp
andstæðum ólíkra gilda; andi gegn
efni, fortíð gegn nútíð, „róman-
tíker“ gegn „uppa“, skáldskapur
gegn tísku, náttúra gegn borg,
andríki gegn (stór)iðju, hóf gegn
græðgi, mýkt gegn valdi, orð gegn
æði – og tvær markverðustu and-
stæðurnar; falin eilífð gegn forg-
engileika tímans (samruni =
ódauðleiki, sbr. þriðja stef) og
tónn gegn sundrungu; hljóðið í
skáldskap náttúrunnar sem ábend-
ing og viðvörun (tónn/hljóð t.d. 20,
22-23, 30, 54-55, frískar hug-
myndir).
Annað stefið snýst um einangrun,
nálgun og nánd; ótta mannsins við
eigin ástríðu, hræðslu hans (og
vanmátt) við að „stinga lyklinum í
skráargat eigin andlits“ – sbr.
Borg bls. 15-16 og „lykilljóð“ þess
bls. 51-52 (og 49-50). „Ekki snerta
mig!“ (19), „Láttu mig í friði“ (32)
segja varnarraddir ljóðsins, tímg-
un tilfinninga er þeim forboðin ...
má ég nálgast þig, má ég kafa
undir? spyr mælandinn; „svarið er
hurðaskellur, lokað fyrir hjartaop-
in, og flæðið staðnar, í óravíddum
hugarflugsins“ (30). Einangrun er
því andsköp, „bergmál einbúans“
(50) er þögn, stöðnun sem einung-
is taktföst hreyfing við tóna nátt-
úrunnar fær fært úr stað með
umbreytingu og samruna; „gufa
ummyndast í kúlu“ sem „kyn-
kraftur“ breytir í „veru“ sem fær-
ist „nær, nær, nær“ (36) og krefur
manninn um afstöðu og ábyrgð,
krefur hann um sitt annað hálf.
Og þá hefur annað stefið runnið
saman við það þriðja, samryskj-
una – og brúað „gapið“ (sbr. 25 og
bókarheiti). Samryskja er sam-
bland (e. fusion, sbr. kápa),
bræðsla, ummyndun og umbreyt-
ing = samruni og ný verund; for-
senda sköpunar og ódauðleika,
andsvar einangrunar, ringulreiðar
og fánýtis; undankomuleið frá
öngþveiti og tómi – formbreyting,
tímgun; maður og jörð í eina sæng,
eina kúlu, eina veru (22-23, 33, 35,
54-55) Eilíf sæla? Ekki svo einfalt:
Samryskja getur nefnilega líka
verið „kímera“ (43); samruni
óskyldra efna og þátta, blanda
sem ekki blandast, óskapnaður,
heilaspuni, fjarstæða, „skálda-
stökk“? (58). Niðurstaða? Plat-
ónsk. Maðurinn á sér annað hálf
(eðli, jafnvel frummynd) sem
hann hefur glatað. Lausnin felst í
því að „opna“ gáttir hjarta og sálar
og sameinast því sem hann hefur
týnt (55) – í tónaflóði „lostafullrar
einingar sannleika og synd-
ar“(33).
Skáldleg sýn, mikið hugarflug,
áflog við Braga. Skáld í leit að
rödd. Skáld sem sér lengra en nef
þess nær.
Í óravíddum hugarflugsins
Einar blaðamaður er að verða
lesendum sínum nokkuð kunnur,
enda hér á ferðinni fimmta bók
höfundar um þennan unga mann
sem sífellt flækir sig í glæpamál
samfara því að segja frá þeim í
,,Síðdegisblaðinu“. Einar er því
orðinn nokkuð þekkt stærð í
glæpasöguheiminum á Íslandi.
Hann er dæmi um andhetju sem
ekki er óalgeng í glæpasögum, í
sjálfu sér algjörlega óspennandi
týpa.
Death of a Clown, slagari frá
Kinks, er kveikjan að titli bókar-
innar og slagarinn sjálfur rauður
þráður í gegnum hana. Hjá Kinks
er það sagnamaðurinn sem ligg-
ur dauður á gólfinu, enda engin
þörf fyrir þjóðsögur meir. Árni
notar þekkta þjóðsögu um útburð,
,,Móðir mín í kví, kví“ sem tilvís-
un til tilfinninga mæðra sem
aldrei verða mæður, vegna fóst-
ureyðingar eða annarra ástæðna
sem leiða til þess að fóstur verð-
ur ekki að barni í fangi móður
sinnar.
Bókin hefst með bréfi sem les-
andinn fær ekki að vita hver
skrifaði fyrr en seinna. Í bréfinu
er sagan um móður mína í kví,
kví, en að sögunni lokinni veltir
bréfritari fyrir sér fram og aftur
hver barnaði konuna og lýkur
þeim vangaveltum með hrotta-
legri lýsingu á hópnauðgun.
Lesandanum er þá strax ljóst að
líklega verði um slíkan glæp að
ræða í þessari glæpasögu. Sagan
verður hins vegar ekki glæpa-
saga fyrr en langt er liðið á
bókina. Hún er mun nær
því að vera samtímasaga
um miðaldra blaðamann
sem þó er ekki nema 37
ára. Sagan er vel á veg
komin þegar loksins
finnst lík. Eftir það
hefst atburðarás sem er ákaflega
hæg og á lítið skylt við spennu-
sögu sem heldur lesandanum við
efnið.
Allar persónur Árna eru heldur
heilsteyptar og lausar við klisjur,
en þær eru líka lausar við að vera
spennandi til viðkynningar. Einar
hefur átt í vandræðum með vín í
fyrri bókum Árna. Nú er hann
laus við það böl og fer meðal ann-
ars inn á meðferðarstofnun. Í
bókinni er með hreinskilnum
hætti fjallað um það að eiga í bar-
áttu við brennivínið og mörgum
spurningum svarað um það
hvernig það er að fara í meðferð.
Bæði hvað fram fer í áfengis-
meðferð og minnt á að öll erum
við jöfn þegar vanda ber að hönd-
um.
Smám saman verður flétta glæpa-
sögunnar snúnari, fleiri og fleiri
eru bendlaðir við málið en fáir fá
stöðu grunaðra í hugum lesenda.
Sagan gerist í samtímanum á
Íslandi, á því er ekki nokkur vafi,
persónurnar eru margar hverjar
orðljótar sem
mögulega er
hluti af þeirri
samfélags-
ádeilu sem
hér er á
ferðinni.
Árni er
óhræddur við að varpa upp
skuggahliðum sem óneitanlega
hljóta að birtast þegar Ísland er
kynnt fyrir heimsbyggðinni sem
staðurinn til þess að vaka nætur-
langt og kynnast fögrum og
lauslátum konum. Hann nýtir sér
fréttir og atburði úr samfélaginu
máli sínu til stuðnings og heldur
lesandanum þannig við raunveru-
leika efnisins og þann óhugnað
sem því fylgir. Dauði trúðsins er
glæpasaga úr samtímanum. Sam-
tíminn fær þó meira pláss en
glæpurinn sem dregur úr mátti
spennusögunnar.
Naflinn á blaðamanni
Þrátt fyrir að liðin
séu næstum 140 ár
frá því að skáldsag-
an Stríð og friður
eftir Leo Tolstoj kom
fyrst út í bókarformi
ríkir ekki friður um
hana, því um þessar
mundir geisar stríð
vestur í Bandaríkj-
unum bókaútgef-
enda í millum um
verkið.
Þannig er málum
háttað að nú á haust-
mánuðum komu út
tvær nýjar enskar
þýðingar sögunnar.
Önnur þeirra, þýdd
af hjónunum Richard
Pevear og Larissu
Volokhonsky, er rúmar tólf
hundruð blaðsíður. Þýðingin sú
er trú og trygg upphaflegri bók-
arútgáfu sögunnar og inniheld-
ur því rúmlega 500 persónur og
fjöldann allan af útúrdúrum og
vangaveltum höfundar.
Hin þýðingin er stutt í saman-
burði, eða rúmar átta hundruð
blaðsíður að lengd. Þýðandi
hennar, Bretinn Andrew Brom-
field, byggir verk sitt á útgáfu
sögunnar sem kom
út á bók í Rússlandi
árið 2000, en sú
hefur að geyma sög-
una eins og hún birt-
ist í þrennu lagi í
rússnesku tímariti
árin 1965 og 1866.
Þremur árum síðar
var hún svo fyrst
gefin út á bók, en þá
hafði Tolstoj lengt
hana talsvert og
bætt fjölda persóna
og atburða við.
Þýðendur þess-
arra verka og útgáf-
ur þeirra eru nú í
beinni samkeppni
um hylli banda-
rískra lesenda og
því hafa ófrægingarherferðir
farið af stað þar sem hvert tæki-
færi er nýtt til þess að draga í
efa ágæti þýðingu hinna. En
velta má upp spurningunni
hvort hér séu ekki í raun á ferð
tvær ólíkar sögur og því gæti
verið vel þess virði fyrir áhuga-
menn um bókmenntir að kynna
sér þær báðar.
Stríð um Stríð og frið
Rithöfundurinn Iðunn Steinsdótt-
ir hefur skrifað fjölmargar bækur
fyrir börn og unglinga auk skáld-
sögu sem ætluð er fullorðnum.
Hún hefur komið víða við í sínum
ritstörfum, meðal annars hefur
hún sinnt handritaskrifum bæði
fyrir leikhús og sjónvarp og skrif-
að kennsluefni fyrir grunnskóla.
Nýjasta bók hennar, Mánudagur
– Bara einu sinni í viku, fjallar
um hóp af ungum og uppátækja-
sömum krökkum í áttunda bekk.
Aðalpersónur bókarinnar eru
Unnur, Fannar og Ingvi – ólíkir
krakkar sem eiga óvænta samleið
einn afdrifaríkan skólavetur.
Þetta er sumpart mjög hefðbund-
in unglingabók þar sem ákveðin
stef eru til staðar – vinátta, kyn-
þroski, einelti og stríðni koma við
sögu ásamt pælingum um sam-
skipti kynjanna og kynslóðabil.
Mér er nær að halda að þessi
saga hafi átt að verða mynduð
fremur en lesin. Uppsetning
hennar, samtöl og lýsingar virka í
þeim anda – setningar eru stuttar,
lýsingar fáar og persónusköpunin
nokkuð óskýr.
Þetta er heilmikill hópur sem
kemur við sögu en fæstar þeirra
fá nokkurt bakland. Aðkoman er
oft brött í þessari viðburðaríku
sögu sem spannar einn vetur í lífi
krakkanna og það er skjótt skipt
milli „sena“, stundum svo ört að
ég var alls ekki viss hvar krakk-
arnir voru staddir né hvað klukk-
an sló.
Það er heilmikill boðskapur í
þessari bók – jafnvel óþarflega
mikill. Að mínu mati er það vel að
vilja beina ungum lesendum inn á
réttar brautir en kakódrykkja og
bænir þykja mér ekki til þess
fallnar og það rýrir trúverðug-
leika sögunnar. Bókin fellur líkt
og milli þilja því viðfangsefni
hennar er mjög dramatískt og
grafalvarlegt en afgreiðslan ein-
föld og á köflum barnaleg, til
dæmis eftirmálar líkamsárásar-
innar sem Fannar verður fyrir og
eineltismálið sem upp kemur í
skólanum.
Mögulega hefði sagan orðið
skýrari ef aðalpersónan hefði
verið ein en ekki þrjár. Krakkarn-
ir búa við mismunandi aðstæður
sem leggja grunn að býsna spenn-
andi sögusviði; Unnur á foreldra
sem vinna mikið en á ömmu, afa
og langömmu í næsta húsi sem
elda og annast systkinahópinn
hennar, Fannar á ólánsama og
veika móður með fortíð og Ingvar
er nýi strákurinn í bekknum sem
pönkast er á af einhverjum óskil-
greindum ástæðum. Þau eru öll
hetjur á sinn hátt en öðlast litla
rödd í sjálfri sögunni – það er líkt
og við fylgjumst bara með þeim
úr fjarlægð.
Mánudagsblús
Auglýsingasími
– Mest lesið