Fréttablaðið - 10.11.2007, Blaðsíða 42
Guðlaug Erla Jónsdóttir fór
með hópi af nemendum úr
Myndlistaskóla Reykjavíkur
í listavinnubúðir í Lettlandi.
Hópurinn var í heila viku við
ýmsa listsköpun í litlum bæ
skammt frá Ríga, höfuðborg
Lettlands.
„Við flugum frá Reykjavík til
Kaupmannahafnar og þaðan til
Ríga þannig að ferðalagið var
sólarhringur,“ segir Guðlaug og
bætir því við að hópurinn hafi
verið orðinn rosalega þreyttur
þegar öllu fluginu var lokið. „Það
var líka mun heitara í Ríga en við
bjuggumst við þannig að við
vorum alveg búin þegar við
komum loks á hótelið, þar sem við
gistum í tvær nætur.“
Tímann í Ríga notaði hópurinn
til að kynnast borginni, sofa og
versla. „Síðan tókum við rútu til
miðaldabæjar sem heitir Cesis
og stærð við Akureyri og við
vorum þar í vinnubúðum í viku,“
segir Guðlaug. „Í miðbænum var
mjög fallegur garður sem við
fengum til afnota þessa viku. Þar
bjuggum við yfirleitt til einhver
verk á daginn eins og innsetning-
ar, skúlptúra eða málverk auk
þess sem við breyttum honum
dálítið með því að hengja hluti í
trén eða annað slíkt,“ bætir hún
við.
„Á kvöldin héldum við svo sýn-
ingar, gerðum skuggaleikhús og
stuttmyndir með viðtölum við
gamalt fólk frá Ríga sem var á
elliheimili rétt hjá okkur,“ segir
Guðlaug en að loknum vinnubúð-
unum var haldin sýning og kynn-
ing á öllum þeim verkum sem
hópurinn hafði gert. „Þetta var
auglýst mjög mikið og við hittum
á rosalega góðan tíma því það var
einmitt listahátíð í Cesis á sama
tíma,“ segir hún. „Svo hittum við
manninn sem stóð á bak við lista-
hátíðina en hann er víst mjög
frægur í Lettlandi. Hann bauð
okkur á óperu, tónleika og ýmis-
legt fleira skemmtilegt.“
Guðlaug segir þessa ferð hafa
verið mjög skemmtilega, áhuga-
verða og fræðandi. „Við kynnt-
umst fullt af skemmtilegu fólki
og ég vona bara að það verði hægt
að gera þetta aftur einhvern
tíma,“ segir hún.
Listabúðir í Lettlandi
Ferðaskrifstofan Vesturheimur
sf. hefur skipulagt nýjar ferðir
í tilefni af flugi Icelandair til
Toronto.
„Það er rétt. Við erum með nýjar
áherslur árið 2008 vegna flugs
Icelandair til Toronto,“ segir Jónas
Þór, sem er potturinn og pannan í
ferðaskrifstofunni Vesturheimi
sem stofnuð var til að efla tengsl
Íslands og Íslendinga við afkom-
endur íslenskra vesturfara í
Norður-Ameríku.
Af því sem fram undan er nefnir
Jónas bútasaumsferð til Minne-
sota 9.-16. apríl og eldriborgara-
ferð til Minnesota, Norður-Dakota
og Manitoba 13. til 22. maí. „Svo er
tíu daga til Toronto, Ottawa og
Montreal 25. júní. Þá verða
íslenskar nýlendur heimsóttar og
Niagara-fossar skoðaðir. Haldið
verður upp á þjóðhátíðardag Kan-
ada 1. júlí í Ottawa og í Montreal
mun standa yfir alþjóðleg djass-
hátíð,“ segir Jónas og nefnir í
lokin Klettafjallaferð frá 9. til 23.
júlí. Í henni er farið með ferju yfir
til Vancouver-eyju og dvalið í Vict-
oria tvo daga. Þaðan farið upp í
fjallaþorpið Whistler þar sem
vetrarólympíuleikar verða árið
2010 og áfram um fjöllin þar sem
íslenska nýlendan í Markerville
verður heimsótt og hús Stephans
G. Stephanssonar. Niagara-fossar
eru líka á þeirri áætlun. Ferðin er
skipulögð í samvinnu við félög
Íslendinga á viðkomandi svæðum
og frekari upplýsingar eru á www.
vesturheimur.com.