Fréttablaðið - 10.11.2007, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 10.11.2007, Blaðsíða 88
Verkfall handritshöfunda í Hollywood setur strik í reikninginn hjá mörgum. Þó hafa margar stjörnur sýnt stuðning sinn við höfundana í verki. Verkfallið hefur sett mark sitt á helstu vígstöðv- ar kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðarins í Banda- ríkjunum frá því á mánudag, þegar höfundar lögðu pennana frá sér. Lausn á deilu þeirra við fulltrúa kvikmyndaiðnaðarins er ekki í sjónmáli og klukkan tifar jafnt fyrir spjallþætti og leiknar þáttaraðir. Framleiðsla á þáttum Jays Leno og Davids Letterman liggur niðri. Ekki er búið að semja fleiri handrit að Aðþrengdum eiginkonum og telur framleiðandinn að sjónvarpsstöðin ABC muni verða uppiskroppa með þætti fyrir jól. Ugly Betty, einn vinsælasti þátturinn vestra, á í svipuðum vanda, en handrits- höfundar hans breyta handritunum gjarnan með mjög skömmum fyrirvara. Þó að verkfallið setji strik í reikning- inn hjá mörgum hafa ófáar stjörnur sýnt stuðning sinn við handritshöf- unda í verki. Jay Leno slóst í hóp mótmælanda í Los Angeles, eins og allur leikhópur Ugly Betty, og bauð mótmælendum upp á kleinuhringi. „Ég hef unnið með þessu fólki í tuttugu ár. Án þess er ég ekki fyndinn,“ sagði hann. Hinn sívinsæli Ray Romano, sem bauð mótmælend- um fyrir utan Paramount Studios upp á beyglur, ávexti og appelsínusafa, segir Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóra Kaliforníu, eiga að beita sér fyrir því að leysa deiluna í ljósi eigin reynslu af kvikmyndaiðnað- inum. „„I’ll be back“ – það skrifaði einhver. Hann bjó það ekki til sjálfur,“ sagði Romano. Robin Williams og Julianne Moore slógust í hóp mótmælenda í New York, eins og Holly Hunter, David Hyde Pierce og Christopher Meloni úr Law and Order: Special Victims Unit. Þar var David Duchovny einnig að finna, en hann er einn af mörgum leikurum sem tilheyra einnig samtökum handritshöfunda. Tina Fey, úr Saturday Night Live og 30 Rock, er í sömu sporum, og hún lét sig ekki heldur vanta í stuðningsliðið. „Ég er fyrst og fremst handrits- höfundur. Ég hefði aldrei fengið að leika ef ég hefði ekki skrifað fyrst,“ sagði Fey. Verkfall handritshöfunda er það fyrsta í nítján ár. Síðast stóð það yfir í 22 vikur og kostaði iðnaðinn þá um 500 milljónir dala. Þorgrímur Þráinsson stendur í ströngu við að fræða landsmenn um samskipti kynjanna á skemmtikvöldum um land allt í kjölfarið á útgáfu bókar hans, Hvernig gerirðu konuna þína hamingjusama? Hann hefur komið fram á kvennakvöldum og karlakvöld- um og heimsótt blandaða hópa og kveðst hafa orðið var við mikinn mun á kynjunum í umræðum um samlíf og kynlíf. „Ég held að konur hafi mun meiri húmor fyrir þessari bók en karlmenn. Ég les ekki það sama fyrir karla- og kvennahópa, ég er búinn að finna út hvað virkar á hvorn hóp fyrir sig,“ segir Þorgrímur, og tínir til dæmi. „Konur hlæja til dæmis alltaf rosalega mikið þegar ég spyr hver munurinn sé á g- bletti og golfkúlu. Svarið er að karl- menn geta varið klukkutíma í að leita að golfkúlunni. Karlarnir hlæja ekki jafn mikið og finnst þetta kannski feimnismál,“ segir Þorgrímur, sem kveðst þó skilja þá afstöðu. „Konur eru náttúrulega flóknar, rétt eins og við,“ segir hann. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá er Þorgrímur þéttbókaður fram að jólum. „Það er eitthvað að gerast á kvöldin hjá mér svona þrisvar, fjórum sinnum í viku,“ segir Þorgrímur. Aðspurður hvort hann óttist þá ekki að sofna ofan í jólamatinn hlær hann við. „Ég æfi alltaf í hádeginu, þá hef ég endalaust þrek, en kannski meira sam- viskubit yfir því að vera alltaf að hlaupa út frá fjölskyldunni á kvöldin. Þetta er samt bara ákveðin vertíð og ég sinni henni,“ segir Þorgrímur. Konur hafa meiri húmor en karlar Vöðvabúntið Arnold Schwarz- enegger, ríkisstjóri Kaliforníu, vill gera allt sem í sínu valdi stendur til að binda endi á verkfall hand- ritshöfunda í Hollywood. „Það er mjög mikilvægt að komast að sam- komulagi sem fyrst vegna þess að þetta hefur gríðarlega mikil efnahagsleg áhrif á ríkið okkar,“ sagði leikarinn fyrrverandi. Verkfallið, sem hófst síðastliðinn mánudag, er fyrsta verkfall handritshöfunda í Hollywood síðan 1988. Hefur tökum á þáttum á borð við Aðþrengdar eiginkonur og 24 verið frestað þess vegna. Vill stöðva verkfallið Hasarmyndin The Bourne Ultimatum hefur verið tilnefnd til þrennra People´s Choice- verðlauna, sem verða afhent í 34. sinn í Los Angeles 8. janúar. Er hún tilnefnd sem besta myndin og besta hasarmyndin auk þess sem Bourne-serían er tilnefnd sem besti þríleikurinn. Johnny Depp var tilnefndur sem besti leikarinn og besta hasarmyndahetjan fyrir hlutverk sitt í Pirates of the Caribbean. Vann hann í báðum þessum flokkum á síðasta ári. Í ár keppir hann um hasarverðlaunin við Matt Damon sem lék í The Bourne Ultimatum og Bruce Willis sem lék í fjórðu Die Hard- myndinni. Fékk þrjár tilnefningar komin í verslanir og leigur á DVD TAKTU ÞÁTT Í JÓLALEIK HARRY POTTER Límmiðinn á myndinni gæti fært þér 42 TOMMU PHILIPS PLASMA SJÓNVARP, Ipod, árskort í Sambíóin og margt fleira. Nánari upplýsingar á www.fm957.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.