Fréttablaðið - 10.11.2007, Blaðsíða 102

Fréttablaðið - 10.11.2007, Blaðsíða 102
„Eigum við að ræða það eitthvað frekar? Auðvitað vil ég fá að hafa styttuna í einhvern tíma, kannski viku eða svo. Og ég er sannfærður um að stórvinur minn Pétur Jóhann eigi eftir að leyfa mér það,“ segir Jón Gunnar Geirdal, markaðsstjóri Senu, en hann er höfundur þeirra frasa sem Ólafur Ragnar, umboðsmaður Sólarinnar og starfsmaður á plani bregður fyrir sig í Næturvaktinni. Pétur Jóhann er tilnefndur til Eddunnar fyrir leik sinn í sjónvarpsþátta- röðinni og segist Jón gera sér vonir um að fá Edduna upp á hillu í stuttan tíma fari svo að grínist- inn verði valinn sá besti. Næturvaktin hefur slegið í gegn í íslensku sjónvarpi og þá ekki síst Ólafur Ragnar. Og Jón Gunnar er hálffeginn. „Já, því annars þyrfti ég að breyta algjörlega um lífsstíl og fara að nota nýjan talsmáta,“ útskýrir hann en viðurkennir um leið að það hafi af og til farið um hann kjánahrollur þegar fras- arnir sem hann hefur notað í nokkur ár voru allt í einu fest- ir niður á blað. „Það er eitt að tala svona en annað að skrifa það,“ segir Jón Gunnar. „En ég held að ég lifi þetta af. Það er kannski verst að margir halda að ég sé að apa upp frasana eftir Ólafi Ragn- ari,“ segir Jón Gunnar. „Ég fékk bréf frá fanga árið 2002 og hann var að þakka mér fyrir sögurnar mínar, sem hann var vel lesinn í,“ segir Einar Már Guð- mundsson en þetta fangabréf varð honum að innblæstri fyrir nýj- ustu skáldsöguna, Rimlar hugans, sem kemur út fyrir þessi jól. Þegar Fréttablaðið ræddi við Einar var hann á leiðinni til Frakk- lands þar sem gefa á út á frönsku fyrstu bók hans, Riddara hring- stigans, og hann sagði að Frans- menn væru einnig með í burðar- liðnum franska útgáfu af Eftirmálum regndropanna. „Það er alveg nauðsynlegt að hitta þessa merkilegu og fornu menn- ingarþjóð og ræða aðeins við hana,“ segir Einar. Einar segir að í bréfinu hafi umræddur fangi einnig sagt sér sögu sína og að á þessum tíma hafi kviknað ófáar hugmyndir um að nýta bréfið í einhvers konar bók. „En ég gerði bara einhverjar veikburða tilraunir til að setja mig í samband við hann og það var nú frekar á mannlegum for- sendum. Það kom hins vegar aldrei neitt út úr því og í dag er ég guðslifandi feginn því þá hefði ég bara skoðað þetta út frá því hvert fíkniefnaneyslan leiðir mann og setið síðan eftir með koníaksglas- ið og vindilinn í bullandi afneitun. Enda erum við vel settu alkarnir þannig að við teljum okkur ekki eiga neina samleið með þeim sem við álítum verri,“ útskýrir Einar. Fyrir tveimur árum urðu straumhvörf í lífi Einars þegar hann ákvað að segja skilið við Bakkus sem félagsskap og skráði sig í meðferð á Vog. Og eins og verða vill þegar menn eru útskrif- aðir úr þeim háskóla halda þeir áfram að sinna sínum málum, sækja AA-fundi og hlusta á menn segja sögur. „Mönnum er jú hald- ið allsgáðum með sagnalist,“ útskýrir Einar og á einum slíkum fundi lágu leiðir fangans og skáldsins aftur saman. „Upp úr þessu hefst gríðarlegt ferli því hann hafði líka verið í bréfaskrift- um við unnustu sína. Ég kynnist þeim báðum og fer að skoða allan þennan efnivið og saga þeirra verður eiginlega sagan mín og öfugt,“ segir rithöfundurinn. Einar segir ekki algengt að hann fái bréf frá föngum á Litla- Hrauni en minnist símtals frá manni sem sagðist þá vera nem- andi í fjölbrautaskóla og þakkaði honum fyrir sögurnar hans. „Seinna áttum við leið saman í sundlaug og þá viðurkenndi hann það fyrir mér að hafa hringt í mig frá Litla-Hrauni.“ Einar segist vera í góðu formi og er þegar farinn að leggja drög að næstu bók. Hann vildi þó ekki gefa mikið upp um hana, sagði dularfulla hluti vera að gerast og að það hefði opnast fyrir ein- hverjar línur. „En almættið hefur ekki enn gefið mér leyfi til að segja frá henni,“ segir Einar. 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Sigurlaug Th. Jónsdóttir Systkinin Sigrún og Þórarinn Eldjárn brugðust snöggt við umræðunni um barnabókina Tíu litla negrastráka og útfærðu sína eigin útgáfu í bókinni Tíu litlir kenjakrakkar sem er nýfarin í prentun og er væntanleg í bókabúðir á næstunni. Þórarinn segir þetta ekki vera eiginlegt andsvar við negrastrákunum sem listamað- urinn Muggur myndskreytti á sínum tíma heldur meira innlegg í þessa umræðu. Þetta sé grein af sama meiði en nær okkur í tíma. „Sigrún fékk þessa hugmynd og við ákváðum bara að drífa í þessu. Bókin er því unnin á mjög stuttum tíma og eiginlega bara unnin á staðnum,“ segir Þórarinn en bókin segir frá tíu kenjóttum krökkum sem stunda hrekki. Svo heltist alltaf eitt og eitt barnið úr lestinni en að endingu sameinast þau öll aftur. „Það er því enginn sem deyr,“ segir Þórarinn en örlög negrastrákanna í bók Muggs eru á köflum æði grimmdarleg. Þórarinn segist ekki hafa sökkt sér ofan í umræðuna um negra- strákana en þó fylgst með úr fjarska. Og hann segir gagnrýnina sem hún hefur mátt þola ekki vera algjör- lega úr lausu lofti gripna. „Nei, í sjálfur sér finnst mér það ekki. Þetta er bók sem er barns síns tíma og ég held að ég geti nú tekið undir það sem einhver sagði, að það væri í lagi að gefa út slíka bók en það ætti frekar að líta á hana sem furðuhlut úr fortíðinni og sögulegt gagn heldur en barnabók,“ segir Þórarinn. Negrastrákar verða kenjakrakkar Guðfaðir Ólafs Ragnars vill fá Edduna 15% vaxtaauki! A RG U S / 07 -0 82 7 Nýttu þér þetta TILBOÐ og stofnaðu rei kning á spron.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.