Fréttablaðið - 10.11.2007, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 10.11.2007, Blaðsíða 30
E ðlilegast væri að álykta sem svo að möndullinn í lífi Bubbi hljóti að vera tónlistin, að allt hafi snúist um hana og það að verða rokk- stjarna frá upphafi. Sé rýnt aftur í tímann, gægst á bak við fjallið, má fá innsýn í annan og ekki minni drifkraft í lífi Bubba: Bubbi sex ára gamall að veiða sinn fyrsta lax. Veiðar voru það sem lífið snerist um, öll sumur, frá unga aldri og allt þar til hann var 15, 16 ára gamall. Í fyrstu voru það hornsíli og þegar hann hafði aldur til fékk hann að fara út á vatn og hornsílin urðu að urriðum. Örlögin og ásetningur höguðu því í samein- ingu þannig að hann hann eyddi öllum sumr- um við veiðar. Við Meðalfellsvatn í Kjós byggir hann nú hús með unnustu sinni, Hrafn- hildi Hafsteinsdóttur. Og vonar að hún verði aðalveiðifélagi framtíðarinnar. Síðustu árin hafa veiðarnar svo aftur orðið að stórum þætti í lífi Bubba. Nema nú eiga þær sér stað í stærstu ám landsins og stórir 20 punda laxar komnir í stað urriðans, sá stærsti 26 pund árið 1985. Bubbi heldur að hann toppi það seint eða aldrei, enda ekki tilgangur veiðinnar. Nema hvað. Bubbi segist hafa viljað skrifað veiðibók, sem hann og gerði og á eldhúsborðinu liggur fögur bók, í útliti eins og gömul skólabók frá fyrri hluta síðustu aldar. Og í henni má finna sögur af misskemmtilegum veiðifélögum og stundum úti í vatni þar sem Bubbi nálgast guð, enda kallar hann bókina Að kasta flugu í straumvatn er að tala við guð. „Ég hef engan áhuga á því að kenna fólki hvernig það eigi að kasta flugu eða hvernig línustærð það á að nota. Bókin er ekki hugsuð til þess. Hins vegar er það staðreynd að alls staðar þar sem veiðimaður eða -kona fer, þar er saga. Og það er eðli allra sem fara til veiða, hvort sem það eru togarasjómenn, hásetar eða veiðimenn, að koma til baka og segja frá. Ef þú tekur lít- inn krakka og setur hann við veiðivatn, mun hann standa svo lengi sem kraftar og þrek halda honum uppi og hann mun stöðugt vera að segja þér að fiskurinn sé að fara að bíta á. Og ef hann fær fisk og þú biður hann að segja þér hvað gerðist, færðu allt aðra útgáfu af því en það sem augu þín sögðu þér að hefði verið að gerast því þá er sagnaandinn strax búinn að taka yfir. Þetta er galdurinn við veiðisögurnar – að þær lúta eigin lögmálum, verða goðsagnakenndar og taka á sig þjóð- sögublæ,“ segir Bubbi og bætir því við að í því sé einmitt fegurð þeirra að finna. Tónlistin er annars eðlis en veiðin og gefur Bubba aðra hluti. „Í veiðinni ertu bara í núinu og hún virkar eins og hugleiðsla. Þar þvæ ég af mér amstrið og hvernig sem viðrar þá nær veiðin að virka sem ákveðin tæming og þar ertu algjörlega einn. Sértu í góðu tempói í veiðinni kemurðu endurnærður til baka og ég hef oft upplifað það. Mörg augnablik í veiðinni eru hreinlega trúarleg reynsla og einhvers konar uppljómun hugans. Eflaust upplifa þetta margir líka í fjallgöngum og öðru slíku þar sem þú ert einn með guði og náttúrunni.“ Það er þó ekki víst að allir muni sýna sínar bestu hliðar í veiðinni samkvæmt Bubba. „Á bakkanum kemur þinn innri maður í ljós. Það er spakmæli í veiðinni og hrein sannindi. Oft sérðu fólk, sem þú taldir hið ágætasta, haga sér eins og örgustu skíthælar og það skín í gegn hvort þarna er lélegur Hvorki á mála hjá alþýðunni né djöflinum Bubbi Morthens á sér margar hliðar. Nokkrar þeirra þekkjum við en þær sem hafa kannski meira verið í felum eru hálfgerður 19. aldar rómantíkus sem vill vera í veiði með náttúrunni og guði og rúmfataaðdáandi sem finnst fátt skemmtilegra en að kaupa sér ný rúmföt. Bubbi sagði Júlíu Margréti Alexandersdóttur frá nýútkominni veiðibók og öðrum helstu tíðindum úr lífi sínu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.