Fréttablaðið - 10.11.2007, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 10.11.2007, Blaðsíða 86
Fólk er eins misjafnt og það er margt og það er líka eins gott. Það frumlegasta sem á mínar fjörur hefur rekið varðandi klæðaburð eða lífsstefnu átti sér stað um dálítið skrautlega helgi á unglingsárum mínum. Ég var í sumarfríi í Bretlandi og vinur minn hafði boðið mér og nokkrum hressum krökkum að dvelja um helgi á sveitasetri foreldra sinna í um tveggja tíma fjarlægð frá Lundúnum. Ég og vinkona mín tókum lest og vorum svo sóttar á stöðina og keyrðum í sólskini gegnum dásamlega græn engi og fallega skóga. Á leiðarenda var stórt og stæðilegt gamalt hús umkringt endalausum görðum í blóma. Þegar við hringdum dyrabjöllunni fékk ég hins vegar mesta áfall minna sautján ára. Til dyra kom vingjarnlegur miðaldra maður sem hélt á garðkönnu og var í strigaskóm. Já, ekki misskilja. Hann var EINGÖNGU með garð- könnu og í strigaskóm og með bros á vör. Utan þess var hann allsnakinn. Ég er frekar diplómatísk týpa og reyndi eftir mesta megni að má sjokkið af andliti mínu og setja upp pókerfeisið og reyna að kynna mig með kurteisasta móti en vissi hreinlega ekki hvert ég átti að horfa. Þegar við gengum inn hnippti vinur minn í mig og hvíslaði, „Æ, sorrí, ég gleymdi að segja þér að foreldrar mínir eru nektarsinnar.“ Svo var það ekki útskýrt neitt frekar og ég þurfti bara að ganga í humátt á eftir dálítið gömlum nöktum bossa inni í eldhús og vera boðið upp á te eins og ekkert væri eðlilegra. Stundarkorni síðar opnuðust eldhúsdyrnar sem lágu að garðinum og þar geystist inn afar brosmild kona með garðyrkjuhanska og í vaðstígvélum. Og engu öðru. Það er einstaklega furðuleg reynsla að reyna að eiga kurteislegar samræður við foreldra vina þinna þegar þeir sitja allsnaktir í eldhúsinu en ég held að mér hafi tekist ágætlega upp. Um kvöldið mætti fullt af unglingum til grillveislu og þá bauð húsfreyjan upp á kampavín og eigin- maðurinn grillaði dýrindis mat ofan í liðið.Ég get hiklaust sagt að ég dáðist að þeim fyrir hversu laus við alla spéhræðslu þau voru og dáðist enn meir að hinum sautján ára syni þeirra, sem lét þetta ekkert á sig fá. Honum fundust foreldrar sínir bara dálítið sérvitrir . Berir bossar í garðinum Næturklæði ýmiss konar og „boudoir“-stemning ríkti hjá mörgum hönnuðum fyrir tískusýningarnar í vor. Breski hönnuðurinn Alexander McQueen sýndi guðdómlega línu sem var innblásin af tískudrottningunni Isabellu Blow sem lést fyrr á árinu. Kimono- sloppar og gamaldags blúndukjólar ásamt fögrum herðapúðum og níðþröngum mittislínum minntu á kvikmyndir frá um 1930. Viktor og Rolf, Nina Ricci og Christian Dior sýndu einnig silki og blúndur og stemningin varð eins konar miðnæturfantasía sem gengur líka alveg upp í glæsileg kokteilboð. Það væri nú skemmtileg tilbreyting að sjá kimono-kjóla á Eddunni í stað smekklausra kerlingarkjóla... STÓRSKEMMTILEG RÓMANTÍSK GAMANMYND Vi nn in ga r v er ða a fh en di r h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 9 9 kr /s ke yt ið . FRUMSÝND 16. NÓVEMBER! af he nd ir hj á BT S m ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 9 9 kr /s ke yt ið . SMS LEIKUR SENDU SMS JA WFF Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! Vinningar eru Bíómiðar fyrir tvo, D VD myndir, varningur tengdur my ndinni og margt fleira!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.