Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.11.2007, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 10.11.2007, Qupperneq 12
[Hlutabréf] Peningaskápurinn ... „Auðvitað eru allar líkur á því að vextirnir hækki á nýjum útlánum,“ segir Hallur Magnússon, sviðs- stjóri hjá Íbúðalánasjóði. Vextir á lánum til húsnæðiskaupa eru nú yfirleitt hærri en sex prósent, nema hjá Landsbankanum og Íbúðalánasjóði. Vextir íbúðalánasjóðs ráðast af útboðum á íbúðabréf- um. Hallur segir að samkvæmt útgáfuáætl- un sjóðsins verði á síðasta fjórðungi ársins boðnir út ellefu til þrettán milljarðar króna. Hins vegar sé tímasetningin óákveðin. „Við tökum mið af stöðunni hverju sinni,“ segir Hallur. Hámarkslán sem fólk getur fengið í gegnum Íbúðalánasjóð nemur nú 27,1 milljón króna, í samstarfi við sparisjóðina á vefnum ibudalan.is. Íbúðalánasjóð- ur sjálfur lánar 18 milljónir króna að hámarki, nú á innan við fimm prósenta vöxtum. Til viðbótar lána sparisjóðir allt að 9,1 milljón króna, með 6,45 prósenta vöxtum. „Við lítum ekki á viðbót sparisjóðsins sem okkar hlut,“ segir Hallur og bendir á að á ibudalan.is standi fólki jafnframt til boða að taka eingöngu lán hjá sparisjóðunum. Vaxta- hækkun framundan Vinnslustöðin fer úr Kauphöllinni samkvæmt ákvörðun hluthafafundar. Næststærsti hluthafinn biður Kauphöllina að hafna eða fresta afskráningu. „Umboð stjórnarinnar er nú ljóst,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirs- son, framkvæmdastjóri Vinnslu- stöðvarinnar og forsvarsmaður Eyjamanna ehf., sem á rétt rúm 50 prósent í Vinnslustöðinni. Hlut- hafafundur samþykkti á miðviku- dag að farið yrði fram á afskrán- ingu félagsins úr Kauphöll Íslands. Boðað var til fundarins að beiðni Kauphallar Íslands vegna mótmæla næststærsta hluthafans við afskráningu félagsins. Í september hafði stjórn Vinnslustöðvarinnar þegar samþykkt afskráningu. Lög- maður fór með ríflega 32 prósenta atkvæði Stillu, sem er í eigu Guð- mundar og Hjálmars Kristjáns- sona. Sáralítil viðskipti hafa verið með bréf Vinnslustöðvarinnar í Kaup- höllinni. Síðast gengu bréf félags- ins kaupum og sölum 22. ágúst. Óvirk verðmyndun og tilkostnaður við að halda úti skráningu eru meðal raka sem stjórn Vinnslu- stöðvarinnar hefur fært með afskráningu. „Næst er að skrifa Kauphöllinni aftur og óska eftir afskráningu,“ segir Sigurgeir Brynjar og gerir ráð fyrir þeim bréfaskriftum í næstu viku að afloknum stjórnarfundi. „Svo veit maður ekki hvað þeir gera,“ segir hann, en Kauphöllinni er heimilt að fresta afskráningunni í eitt ár. „Ég ræði ekki einstakar fjárfest- ingar sjóðsins við utanaðkomandi,“ sagði Torfi Sigtryggsson, fram- kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vest- mannaeyja, og sleit samtali. Sjóð- urinn, sem á 5,34 prósent í Vinnslustöðinni, sat hjá við atkvæðagreiðslu miðvikudagsins. Samkvæmt samþykktum lífeyr- issjóðsins má hann ekki eiga í óskráðum félögum nema að ákveðn- um skilyrðum uppfylltum. Í sumar ákvað sjóðurinn að selja ekki hlut sinn. Eyjamenn buðu 4,6 krónur á hlut og Stilla 8,5 krónur. Miðað við boð Stillu var hlutur lífeyrissjóðs- ins 707 milljóna króna virði. Guð- rún Erlingsdóttir, stjórnarformað- ur Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja, segir tímann munu leiða í ljós hvort ákvörðunin um að selja ekki hafi verið rétt eða röng. Hún segir sjóð- inn halda sínum hlut og að eignir hans í óskráðum bréfum fari ekki yfir sett mörk þótt Vinnslustöðin verði afskráð. „Við höfum trú á því að Vinnslustöðin haldi áfram að vaxa og þessi bréf verði alveg selj- anleg. Þá kom fram á fundinum að Vinnslustöðin færi ekki illa með þá sem staðið hafa við bakið á fyrir- tækinu og kynnu að vilja selja síðar. Þá yrði fengið óháð fyrirtæki til að meta verðmæti og sanngjarnt sölu- verð fundið,“ segir Guðrún. Hluthafar vilja afskráninguna N1 ÞJÓNUSTUSTÖÐVAR WWW.N1.IS F í t o n / S Í A Kerruleiga N1 býður úrval af vönduðum kerrum. Verðskrá og nánari upplýsingar um kerrurnar er að finna á www.n1.is. 3% afsláttur í formi Safnkortspunkta -3% N1 Skógarseli, Reykjavík. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 557 5233 N1 Ægisíðu, Reykjavík. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 552 2474 N1 Gagnvegi, Reykjavík . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 567 6580 N1 Lækjargötu, Hafnarfirði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 565 1988 / S Í A LÁTTU OKKUR LÉTTA ÞÉR BYRÐINA Auglýsingasími – Mest lesið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.