Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.11.2007, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 23.11.2007, Qupperneq 2
2 23. nóvember 2007 FÖSTUDAGUR Allt sem þú þarft... ...alla daga Blaðið/24 stundir 90.760 manns Morgunblaðið 98.960 manns Fréttablaðið 146.953 manns M ið að v ið m eð al le st ur á tö lu bl að , þ rið ju da g til la ug ar da gs , 1 2– 80 á ra f yr ir al lt la nd ið . Rúmlega 56.000 fleiri lesa Fréttablaðið en 24 stundir STYRKUR „Mig munar ekkert um þrjár til fjórar kýr en þau munar mikið um að fá þær,“ segir Ástþór Örn Árnason, 23 ára bóndi á bænum Fremstafelli í Suður-Þingeyjar- sýslu. Ástþór finnur mikið til með ábúendum á Stærra-Árskógi í Eyja- firði, sem misstu nýtt fjós, hlöðu og hátt í 200 nautgripi í bruna um síðustu helgi, og er nú að undirbúa gripasöfnun meðal norðlenskra bænda. Segir hann þau Guðmund Geir Jónsson og unnustu hans Freydísi Ingu Bóasdóttur hafa byggt upp jörðina á Stærra-Árskógi af mikl- um dugnaði. Því miður hafi trygg- ingafélag þeirra ekki boðið þeim upp á rekstrarstöðvunartryggingu þó að eftir því hafi verið leitað. Því verði fjölskyldan tekjulaus þar til nýtt fjós verði risið og í það komnar mjólkandi kýr. Samt sem áður verði þau að halda áfram að borga af þeim lánum sem tekin voru til að standa straum af uppbyggingunni. Því sé öllum ljóst að næstu mánuðir verði fjölskyldunni á Árskógi erfiðir. Ástþór hefur ásamt fleiri bænd- um af Norðurlandi fengið Kristján Gunnarsson, mjólkureftirlitsmann á samlagssvæði Mjólkursamsöl- unnar, til aðstoðar við útfærslu gripasöfnunarinnar. Vonast þeir til að hægt verði að gefa 50 til 60 mjólkandi kýr, ásamt vænum hópi kvíga og kálfa fyrir vorið. Sóttvarnarlínur geta þó gert gjafmildum bændum erfitt fyrir. „Ég verð að hafa samband við yfir- dýralækni til að mega gefa skepnur frá mínum bæ en ég vona að allt fari vel og sem flestir geti tekið þátt í að aðstoða við uppbygging- una,“ segir bóndinn ungi. Í fyrradag greindi Stöð 2 frá því að fjöldi sjálfboðaliða hefði mætt til fjölskyldunnar á Stærra-Árskógi til aðstoða við hreinsun eftir brun- ann. Við það tilefni sagði Guð- mundur Geir að hann hefði íhugað að gefast upp eftir þessar miklu hremmingar en vegna hins mikla stuðnings sem hann hefði fengið frá vinum og vandamönnum væri hann nú ákveðinn í að halda áfram. karen@frettabladid.is Bændur vilja gefa kýr á Stærra-Árskóg Ástþór Örn Árnason, 23 ára bóndi, fékk hugmynd um að bændur á svæðinu gæfu kýr til stuðnings fjölskyldunni á Stærra-Árskógi sem missti fjós, hlöðu og hátt í 200 nautgripi í bruna síðustu helgi. Átaksnefnd hefur hafið störf. ÞAU SEM STANDA AÐ FYRIRHEITASÖFNUNINNI ■ Kristján Gunnarsson ■ Guðmundur Steindórsson ■ Auðunn Pálsson, Fremstafelli ■ Ástþór Árnason, Svana Rúnars- dóttir, Fremstafelli ■ Hörður Snorrason, Helga Hall- grímsdóttir, Hvammi ■ Leifur Guðmundsson, Þórdís Karlsdóttir, Klauf ■ Guðmundur Bjarnason, Anna Sólveig Jónsdóttir, Svalbarði Sara, er betra að kokkurinn sé án klæða? „Það sakar ekki.“ Sara Karlsdóttir vinnur að uppskriftabók fyrir piparsveina sem vilja ganga í augun á konum með eldamennsku. LÖGREGLUFRÉTTIR Eldur kom upp í Tangarhúsi í Vestmannaeyjum um klukkan fjögur í gærdag. Lögregla útilokaði ekki að um íkveikju væri að ræða en vildi ekki staðfesta neitt þar sem rannsókn á eldsupptökum var ekki lokið. Lögregla telur að engin tengsl séu á milli brunans í gær og íkveikja undanfarna mánuði í Vestmannaeyjum. Eigandi hússins telur eldinn hafa komið upp í, eða í námunda við, fiskikör sem þarna voru geymd, en íkveikjan í Ísfélaginu í Vestmannaeyjum um jólin í fyrra er rakin til fiskikars sem kveikt var í. Talið er að eldurinn hafi átt upptök sín í dekkjum í geymslu í syðsta hluta hússins. Svartan reyk lagði frá húsinu þegar slökkvi- lið kom á staðinn og stigu eldtungur til himins í syðri hluta þaksins um tíma. Einn slökkvimaður meiddist er hann féll fjóra metra úr stiga. Hann var fluttur með sjúkrabíl á slysa- deild, en meiðsli hans voru minniháttar. Slökkvistarf gekk almennt vel fyrir sig að sögn lögreglu. Þakið er afar illa farið í þeim hluta hússins sem brann en eldveggir vörnuðu því að eldurinn breiddist út að sögn lögreglu. Húsið er þrískipt og urðu töluverðar reykskemmdir í miðjuhluta hússins í veiðarfærageymslu útgerðarfélagsins Stíganda. Kaffi Kró í norðurendanum slapp hins vegar vel og urðu þar aðeins minni- háttar reykskemmdir. Þetta er þriðji húsbruninn í Vestmanna- eyjum á þessu ári. - eb/æþe Eldur kom upp í Tangarhúsi í Vestmannaeyjum: Lögregla útilokar ekki íkveikju MJÓLKANDI KÝR Bændurnir sem standa að söfnuninni vonast til þess að hægt verði að gefa fjölskyldunni á Stærra-Árskógi 50 til 60 kýr á vor- mánuðum en hún missti hátt í 200 nautgripi í bruna um síðustu helgi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA YNGSTI BÓNDI LANDSINS Ástþór Örn er aðeins 23 ára en hefur þegar komið upp búi með áttatíu nautgrip- um ásamt konu sinni. Hann segir þau ekki muna um að gefa fjölskyldunni á Stærra-Árskógi þrjár til fjórar kýr. FRÉTTABLAÐIÐ/ÚR EINKASAFNI DÓMSMÁL „Við munum fara þess á leit við lögreglustjóra að hann virði þessa umsögn að vettugi því það er farið langt út fyrir valdmörk borgar- ráðs,” segir Halldór H. Backmann, lögmaður veitingastaðarins Óðals, um þá afstöðu meirihluta borgar- ráðs að leggjast gegn því að nektar- dans verði leyfður á Óðali, Bóhem og Vegas. „Borgarráð á að veita umsögn um hvort þessi starfsemi samræm- ist skipulagi og hvort opnunartím- inn sé í lagi en er ekki samkvæmt lögum í því hlutverki að meta hvort þessi starfsemi er æskileg eða ekki. Það er löggjafinn sem ákveður það,“ segir Halldór og boðar hörð viðbrögð synji lögreglustjóri Óðali um leyfið. „Þá verður farið með málið fyrir dómstóla eða umboðsmann Alþing- is – nema hvort tveggja sé. Annars er um að ræða illa úthugsað brot á stjórnsýslulögum og hins vegar snýst málið um mjög alvarlega íhlutun í atvinnufrelsi,“ segir Hall- dór. Í umsögn borgaráðs segir að nektardans tengist vændi og man- sali. „Þetta er algerlega fráleitt. Það hefur aldrei komið upp neitt sem tengist vændi eða mansali í kringum Óðal. Þetta eru sögu sagnir og getgátur sem byggja ekki á neinu nema smekk og persónulegri óvild í garð þeirra sem starfa á þessu sviði,“ segir lögmaður Óðals. - gar Veitingastaðir bregðast illa við andúð borgarráðsfulltrúa á nektardansi: Lögreglustjóri hunsi borgarráð SVANDÍS SVAVARS- DÓTTIR Borgarráð lagðist gegn því að veitt yrði heimild til nektardans. BRUNI Í VESTMANNAEYJUM Einn slökkviliðsmaður meiddist við fall úr stiga en annars gekk vel að ráða niðurlögum eldsins. MYND/ÓSKAR UPPLÝSINGAR VEGNA SÖFNUNAR Þeim sem vilja styrkja Guðmund Geir Jónsson bónda á Stærra- Árskógi er bent á að fjárframlög er hægt að leggja inn á bankareikning: 1145-15-520040, kennitala 150172-3069 SPURNING DAGSINS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.