Fréttablaðið - 23.11.2007, Síða 13

Fréttablaðið - 23.11.2007, Síða 13
FÖSTUDAGUR 23. nóvember 2007 13 Í Fréttablaðinu 19. nóvember birtist frétt um hnúfubak þar sem rætt var við Gísla Víkingsson, sérfræðing á Hafrannsóknastofnun. Áréttað skal að í fréttinni var sagt að tegundin æti allt að milljón tonn af loðnu og var það talnaleikur blaðamanns eftir fyrirliggjandi gögnum. Gísli vill að eftirfarandi komi fram. „Raunveruleik- inn er sá að við höfum ekki séð okkur fært að meta afrán hnúfubaks hér við land að neinni nákvæmni vegna skorts á ýmsum upplýsingum sem mikilvægar eru í slíkum útreikning- um. Samkvæmt nýjasta matinu voru hnúfubakar við landið á bilinu 9-30 þúsund einstaklingar (besta mat 14 þús.). Þar sem útreikningar á áti byggjast á lífþyngd stofnsins skiptir augljóslega miklu máli hvort miðað er við 9 þús. eða 30 þúsund dýra stofn. Þá er lítið vitað um viðverutíma hnúfubaksins við landið og fæðu- val er nánast óþekkt eins og fram kemur í fréttinni. Af þessu má ráða að jafnvel einföldustu útreikningar á heildaráti hnúfubaks hér við land verða mjög ónákvæmir miðað við núverandi stöðu þekkingar.“ ÁRÉTTING Rússland Lugovoi Andrei Lugovoi, rússneski kaup- sýslumaðurinn sem bresku lögregl- una grunar að hafi myrt Alexander Litvinenko með geislavirku efni í London á síðasta ári, segir að Lit- vinenko hafi verið svikari: „Hvernig er hægt að tala um manninn sem rithöfund þegar hann var svikari á launum hjá bresku leyniþjónust unni?“ spyr Lugovoi, sem nú er í framboði til rússneska þingsins fyrir þjóðernisflokk Vladimirs Shirin- ovskís. Frakkland Hætta verkföllum Járnbrautarstarfsmenn í Frakklandi samþykktu í gær að hætta verkfalli sem staðið hefur í níu daga og lamað samgöngur í landinu. Samn- ingaviðræður hófust á miðvikudag- inn og þar var tekin ákvörðun um það hvernig framhaldi viðræðna yrði háttað. Að öllum líkindum fylgja fleiri verkalýðsfélög fordæmi járnbrautar verkamanna og mæta aftur til vinnu. Ísrael Mótmæltu á nærfötunum Andstæðingar kjarnorkuvopna sviptu sig klæðum á ráðstefnu um kjarnorkuvopn sem haldin var í Ísrael í gær. Þegar Shimon Peres forseti gekk í salinn til að flytja ræðu stóðu mótmælendurnir á nærfötunum einum saman. „Ég held þeir ættu að draga úr loftræstingunni hérna,“ sagði Peres og hló eftir að mótmælendurnir höfðu verið leiddir úr saln- um. „Ég hafði svolitlar áhyggjur af heilsufari þeirra.“ ERLENT DANMÖRK Flest bendir til að And- ers Fogh Rasmussen, forsætisráð- herra Danmerkur, hyggist stokka upp stjórn sína. Ráðherrar munu sem fyrr koma úr Venstre og Íhaldsflokknum. Samkvæmt heimildum danskra blaða á að færa orkumál undir umhverfisráðuneytið og skapa þannig öflugt ráðuneyti í loftslags- málum en alþjóðlega loftslagsráð- stefnan fer fram í Kaupmanna- höfn árið 2009. Þykir líklegast að Connie Hedegaard Íhaldsflokkn- um taki við því embætti. Að sögn politiken.dk þarf Lene Espersen, sem er keppinautur Hedegaard um „krónprinsessu- hlutverkið“ í Íhaldsflokknum, þá líka að fá áhrifameiri ráðherrastól en dómsmálin, sem hún hefur gegnt. Þykir sennilegt að hún taki við í utanríkisráðuneytinu. Lars Lökke Rasmussen, varaformaður Venstre, þykir líklegur til að taka við fjármálaráðuneytinu. Hið nýkjörna þing kemur fyrst saman hinn 27. nóvember og Fogh hyggst hafa kynnt nýja ríkisstjórn fyrir þann tíma. - aa Anders Fogh Rasmussen stokkar upp í stjórninni: Orku- og umhverfis- mál sameinuð Við hvern ert þú að spjalla á Netinu? N E T S V A Rwww.saft.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.