Fréttablaðið - 23.11.2007, Blaðsíða 24
24 23. nóvember 2007 FÖSTUDAGUR
Umsjón: nánar á visir.is
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 781
6.741 -0,62% Velta: 8.000 milljónir
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 10,10 -0,20% ... Bakkavör
55,80 -1,24% ... Eimskipafélagið 35,90 -0,97% ... Exista 24,50 -5,77%
... FL Group 21,20 +0,47% ... Glitnir 24,45 -0,20% ... Icelandair 25,80
+0,78% ... Kaupþing 900,00 +0,11% ... Landsbankinn 36,30 -0,68%
... Straumur-Burðarás 15,55 -0,64% ... Össur 97,20 -0,31% ... Teymi
6,17 -0,64%
MESTA HÆKKUN
CENTURY ALUM. +0,81%
365 +0,78%
ICELANDAIR +0,78%%
MESTA LÆKKUN
EXISTA -5,77%
EIK BANKI -5,08%
ATLANTIC PETR. -3,68%
Jarðvarmi kann að gera hér
fýsilegt eldi á áður óþekkt-
um fiski. Sérfræðingur
í fiskalífeðlisfræði segir
tækifæri til að fara hér aðra
leið í eldi en frændur okkar
Norðmenn.
Hér kunna að vera tækifæri til
eldis á matfiski af áður óþekktum
tegundum sem alla jafna þrífast í
heitum sjó og ferskvatni, að því er
Björn Þrándur Björnsson, ráðgjafi
hjá Matís og prófessor við Háskól-
ann í Gautaborg, segir. Björn er
einn helsti sérfræðingur í Evrópu
á sviði fiskalífeðlisfræði.
Í erindi sem Björn hélt á haust-
ráðstefnu Matís ohf. síðastliðinn
fimmtudag fór hann yfir horfur í
fiskeldi í heiminum og kynnti fyrir
ráðstefnugestum nokkrar tegundir
matfiska sem aldar eru í löndum
þar sem loftslag er heitara en hér.
Hann segir hins vegar möguleika á
að nýta hér samstarf við orkufyrir-
tæki til eldis á slíkum tegundum.
Björn segir ljóst að fiskveiðar
hafi náð hámarki í heiminum og
fari minnkandi. Þannig sé fyrirséð
að aukið fiskframboð í heiminum
muni koma frá fiskeldi. „Stað-
reyndin er að fiskeldi er eina leiðin
til að halda fiskneyslu mannkyns-
ins í horfinu,“ segir hann og bendir
á að matvæla- og landbúnaðar-
stofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO)
telji að árið 2030 muni yfir 50 pró-
sent af fiskneyslu heimsins byggj-
ast á fiskeldi. „Þarna stefnir allt í
eina átt og fiskeldi sú framleiðslu-
grein sem hvað hraðast vex í heim-
inum.“
Mestur hluti framleiðslu í fisk-
eldi byggir á fáum tegundum segir
Björn. Í Evrópu eru lax og regn-
bogasilingur ráðandi, en á heims-
vísu byggja 80 prósent alls fiskeldis
á innan við þrjátíu tegundum. „Á
sama tíma eru veiddar þúsundir
tegunda og þar af mörg hundruð
nýttar til manneldis,“ segir Björn
og telur ljóst að huga þurfi frekar
að þessum málum. Hann segir að
mörgu að hyggja þegar valdar séu
nýjar tegundir til eldis, gæði fisks-
ins, stærð, vaxtarhraði, og ótal
fleiri þættir. „En svo er líka hægt
að herma eftir og við höfum verið
nokkuð dugleg í því. Við tókum þátt
í laxeldisævintýrinu, sem hér er
bara ævintýri, en Norðmenn vita
að er veruleiki og hafa geysilega
stóran hluta af sínum tekjum frá
laxeldinu.“
Björn segir útflutning héðan á
fiskimjöli og lýsi hafa minnkað,
þótt hann nemi enn hundruðum
þúsunda tonna. Sú framleiðsla
styðji þó við möguleika í fiskeldi
hér því mjöl og lýsi séu stór hluti
af fiskifóðri, til dæmis um 60 pró-
sent í laxeldi. Þá bendir hann á að
hjá Reykjanesvirkjun standi til að
dæla 4.000 sekúndulítrum af sjó
upp úr borholum á sjávarkambi
sem sendir verði um bunustokk til
sjávar 57 gráðu heitir. „Allar þjóðir
myndu auðvitað skammast sín
fyrir að hella bara 60 gráðu heitu
vatni í sjóinn án
þess að reyna
að nýta það,“
segir hann og
telur að í hliðar-
afurðum sem
þessum hjá
jarðvarma-
virkjunum
felist möguleik-
ar til að rækta
hér fisk sem
annars eigi ann-
ars staðar
heima.
Meðal nýrra tegunda sem Björn
nefnir til sögu eru tílapía, eða
beitar fiskur, en það er næststærsta
fiskeldistegund heims. „Tílapían
vex í 27 gráðu heitu ferskvatni,
nær stofnstærð á sex til níu mán-
uðum, er jurtaæta og mjög útbreidd
og vinsæl eldistegund.“ Einnig
nefndi hann tegundir á borð við
barramunda sem lifi bæði í fersk-
vatni og sjó, kóbíu, pangasíus og
klarías, en allir lifa þessir fiskar í
heitum sjó eða vatni. „Ég held að
öll efni séu til að Ísland skapi sér
verulega sérstöðu sem fiskeldis-
þjóð. Við þurfum ekki að herma
eftir Norðmönnum heldur getum
við alið tegundir sem þeir geta
ekki.“ Þá segir Björn ákveðinn kost
fylgja því að ala „heitar“ tegundir í
köldu landi. „Ef þessum tegundum
tekst að hoppa upp úr kerjunum og
komast út í sjó eða ferskvatn þá
bara drepast þær. “
olikr@frettabladid.is
BJÖRN ÞRÁNDUR
BJÖRNSSON
BRAGÐAÐ Á TILAPIU Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Matís ohf., bragðar á eldisfiski sem
ræktaður er víða erlendis og nefnist tilapia, eða beitarfiskur. Fjöldi gesta á haustráðstefnu
gerði slíkt hið sama og lét vel af. MYND/MATÍS
Nýju fiskarnir drepast
ef þeir sleppa úr eldinu
Tílapía: Vex best í 27°C heitu ferskvatni.
Barramundi: Yfirleitt alinn í 28 til 29°C heitum sjó*.
Kóbía: Alin í 24 til 29°C heitum sjó.
Pangasíus: Loftandandi ferskvatnsfiskur sem vex best í 24 til 30°C heitu
vatni.
Klarías: Hraðvaxta loftandandi fiskur sem þrífst best í 28 til 30°C heitu
vatni.
*Þrífst líka í ferskvatni
VÆNLEGIR FISKAR Í TILRAUNAELDI HÉR
„Allir eiga rétt á því að fá tækifæri til þess að gera málið upp og með litlum
tilkostnaði,“ segir Sigurður Arnar Jónsson, forstjóri Intrum. Það sé jákvætt í
sjálfu sér að sett séu sérstök innheimtulög. „Þannig skapast rammi um það
hvernig þessi mál eigi að ganga fyrir sig.“
Ríkisstjórnin hefur afgreitt frumvarp viðskiptaráðherra um innheimtu-
kostnað. Dæmi eru um að innheimtuþóknun sé hærri en sem nemur
höfuðstól skuldar. Ráðherra segir tímabært að koma í veg fyrir okur.
„Það þarf að taka það með í reikninginn að þegar komið er að loka-
aðvörun, hafa farið mörg bréf til skuldarans og búið að hringja í hann,“ segir
Sigðurður, sem einnig minnir á rétt kröfuhafa til að fá skuldir sínar gerðar
upp. „Þess utan eru langflest
málin sem hingað koma með
innheimtukostnað innan við
þrettán hundruð krónur í
upphafi.“
Ásta S. Helgadóttir, for-
stöðumaður Ráðgjafarstofu
um fjármál heimilanna, segir
frumvarpið vera mjög jákvætt
skref. „Það er gott að böndum
verði komið á þetta,“ segir
Ásta. „Þetta getur orðið eins
og snjóbolti sem verður að
snjókarli.“ - ikh
Jákvætt skref
ÁSTA S. HELGADÓTTIRSIGURÐUR ARNAR
JÓNSSON
Glæðum var á ný blásið í krónu-
bréfaútgáfu þegar þýski bankinn
Rentenbank gaf út krónubréf fyrir
fjóra milljarða á miðvikudag, að
sögn greiningardeildar Glitnis.
Bankinn mun alls hafa gefið út
krónubréf fyrir 15 milljarða
króna, þar sem 11 milljarðar eru
enn útistandandi. Alls eru krónu-
bréf að nafnvirði 371,5 milljarðar
króna sögð útistandandi.
„Þrátt fyrir að allar ytri aðstæð-
ur til útgáfu krónubréfa séu með
besta móti í kjölfar vaxtahækkunar
Seðlabankans hafa ekki verið
gefin út krónubréf síðan 15. októ-
ber,“ segir greiningardeildin, en
telur að þrátt fyrir óvissu á mörk-
uðum og vaxandi áhættufælni sé
enn von á einhverri útgáfu til við-
bótar það sem eftir lifir ársins.
- óká
Krónubréf glæðast á ný
MARKAÐSPUNKTAR
Landsframleiðsla jókst um 0,7 pró-
sent í Þýskalandi á þriðja ársfjórðungi
samanborið við 0,3 prósent í fjórð-
ungnum á undan. Þetta jafngildir því
að hagvöxtur mælist nú 2,4 prósent í
þessu stærsta hagkerfi Evrópu.
Heildarútlán íslenskra heimila námu
809 milljörðum króna í lok október,
samkvæmt tölum frá Seðlabanka
Íslands. Þetta er fimm milljarða króna
aukning á milli mánaða, að sögn
greiningardeildar Kaupþings sem
bendir á að þar af hafi verðtryggð
lán heimilanna numið rúmum 577
milljörðum króna.
Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch
Ratings hefur staðfest lánshæfismat
Landsbankans og gefur bankanum
langtímaeinkunnina A. Horfur eru
stöðugar, að mati Fitch.
Gengi landsliða og hlutabréfa
Fólk í fjármálaheiminum velti fyrir sér í gær
hverjar ástæðurnar væru fyrir mikilli lækkun
Exista í Kauphöllinni. Lækkuðu bréfin um tæp
sex prósent. Sumir töldu að skuldugir fjárfestar
væru að selja auðseljanleg bréf
í Existu til að borga tryggingar í
öðrum stöðum á markaðnum
vegna almennra lækkana. Bank-
arnir krefðust þess. Lítil velta var
í kauphöllinni, eða átta milljarðar
króna, og fáir áhugasamir
kaupendur. Því lækkuðu
bréfin. Önnur skýring
er sú að landslið
Englands datt úr
Evrópukeppninni í
fótbolta í fyrrakvöld.
Við það lækkuðu bréf
í sportvöruversluninni
JJB í Bretlandi vegna væntanlegrar minni sölu
á íþróttavarningi. Exista á tæp þrjátíu prósent í
því félagi, sem lækkaði um tæp fjögur prósent
í kjölfarið. Það gæti verið að gengi landsliða og
hlutabréfa sveifluðust samhverft.
Ýktar andlátsfréttir
Margir muna eftir því þegar Trausti veðurfræð-
ingur birtist ekki á skjá landsmanna í nokkrar
vikur og sögur fóru á kreik um að hann væri
dáinn. Varð kjaftasagan svo hávær að hann sá
sig tilknúinn til að koma fram í fréttum og til-
kynna þjóðinni það að hann væri sprelllifandi.
Það hafa margir verið teknir á lífi í fjármála-
heiminum undanfarna daga í samtölum
manna á millum. Bæði menn og fyrir tæki.
Hannes Smárason og FL Group hafa verið
áberandi persónur í þessum sögum. Er
svo komið að starfsmenn félagsins eru
farnir að svara í símann: Fréttir af andláti
FL Group eru stórlega ýktar.
Peningaskápurinn ...
Fær fjölskylda þín endurgreiðslu?
SPRON Fjölskylduvild
Skráðu fjölskylduna á spron.is fyrir áramót
og þú gætir tryggt henni endurgreiðslu þessa árs!