Fréttablaðið - 23.11.2007, Side 45

Fréttablaðið - 23.11.2007, Side 45
FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2007 5miðborgin ● fréttablaðið ● ● TEIKNINGAR OG ÖNNUR VERK Sýning á verkum Kristjáns Guðmundssonar verður opnuð á Safni á Laugavegi 37 í kvöld. Þau eru flest í eigu Safns og að sögn Birtu Guðjónsdóttur sýningarstjóra eru hvergi í heiminum jafn mörg verk hans samankomin. Kristján vinnur líka tvö verk sérstaklega fyrir sýninguna. Annað þeirra fellur á milli þess að vera fjölfeldiverk og bókverk og lánar önnur tvö. Að minnsta kosti annað þeirra er nú í fyrsta sinn til sýnis hér á landi. Sýningin er á öllum hæðum og spannar tímabilið frá 1974 til dagsins í dag. Kristján vinnur í anda naum- hyggju og hugmyndalistar og leysir gjarnan upp þær hugmyndir sem fólk hefur um hefðbundnar teikningar og málverk. Sýningin nefnist Teikningar 1 til 15 og önnur verk. Hún er sú síðasta í sögu Safns. Kveikt verður á ljósum Hamborg- artrésins laugardaginn 24. nóvem- ber klukkan 17.00. Jólatréð, sem Hamburger Geschellschaft – Wik- ingerrunde gefur Reykjavíkur- borg nú í 42. sinn, verður að venju á Miðbakkanum við Reykjavíkur- höfn. Að þessu sinni er það fyrirtækið Becker Marine Systems Commun- ication sem kemur að málefninu sem styrktaraðili en Eimskipafé- lag Íslands hefur öll árin flutt tréð til Íslands endurgjaldslaust. Sendiherra Þýskalands á Ís- landi, Karl-Ülrich Muller, mun ávarpa gesti við tréð og Mar- grét Sverrisdóttir, forseti borgar- stjórnar, og Björn Ingi Hrafnsson, formaður stjórnar Faxaflóahafna, flytja einnig ávörp. Við athöfnina syngur Kór Kársnesskóla í Kópa- vogi jólalög undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur. Eftir athöfnina á Miðbakka bjóða Faxaflóahafnir upp á heitt súkkulaði og bakkelsi í Listasafni Reykjavíkur. Tendrað á tré við Miðbakka Hamborgartréð stendur á Miðbakka að venju. ● SJÓMINJASAFNIÐ OPNAÐ Sjóminjasafn Reykjavíkur að Grandagarði 8 verður opnað eftir endur- bætur hinn 1. desember með glæsilegri sýningu í tilefni af 90 ára afmæli Reykjavíkurhafnar. Sú sýn- ing stendur þó ekki nema í tíu daga. Þá verður aftur skellt í lás en safnið verður opnað aftur 1. febrúar. Uppskipun úr Reykjavíkur- höfn. MYND/SVEINN ÞORMÓÐSSON ● SYNT Í SKJÓLI FRÁ VEÐRI OG VINDUM Sundhöll Reykjavíkur er frábær staður fyrir alla aldurshópa. Þar getur fólk komið og notið líkamsræktar, leikja og slökunar í skjóli frá veðri og vindum. Ekki spillir að Sundhöllin er ljómandi fallegt hús. Sundhöllin er við Barónsstíg og er opin virka daga frá 6.30 til 21.30 og um helgar frá 8.00 til 19.00. Listamaðurinn Kristján Guðmundsson. SÖNGLEIKURINN LEG eftir Hugleik Dagsson og tríóið Flís Er allt að verða vitlaust? Allra-allra-allra síðustu sýningar Auka-auka-aukasýning 28/11 kl. 20 Síðasta sýn. 29/11 kl. 20. Troðuppselt Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.