Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.11.2007, Qupperneq 72

Fréttablaðið - 23.11.2007, Qupperneq 72
40 23. nóvember 2007 FÖSTUDAGUR folk@frettabladid.is Britney Spears er komin með nýjan kærasta, að því er fréttir að utan herma. Life & Style Weekly segir nýja manninn í lífi Britney vera þjón á veitingastaðnum Mirabella í Los Angeles, en þangað lagði hún einmitt leið sína seint á þriðjudags- kvöld. Sá heppni heitir Michael Marchand og segir blaðið parið hafa hist á laun í nokkrar vikur en að þau séu nú að færa sig út á opinberan vettvang. „Michael kom inn rétt eftir miðnætti og hún skömmu síðar. Þau voru mjög varfærin. Fjörutíu og fimm mínútum síðar yfirgáfu þau staðinn saman. Hann var heillandi. Hann kom Britney til að hlæja og leit á hana með leyndardómsfullu brosi,“ segir heimildarmaður blaðsins, sem var á Mirabella á þriðjudaginn. Blaðið heldur því fram að Britney hafi kolfallið fyrir þjóninum þegar hún snæddi á Mirabella í byrjun nóvember. „Það var strax tenging þeirra á milli. Hún kveikti alveg í honum,“ segir annar heimildar- maður. Þau hafa síðan hist á heimili Britney og eru stöðugt að skiptast á skilaboðum. Þegar Life & Style spurði Michael út í sambandið svaraði hann einfaldlega: „Ég get ekki talað um það núna.“ Britney komin með kærasta Ágúst Örn Guðmundsson, 19 ára Akureyringur, fór með sigur af hólmi í fegurðarsamkeppninni Herra Ísland á Broadway í fyrra- kvöld. „Mér fannst einn titill alveg duga, hinn kom skemmtilega á óvart,“ segir Ágúst en hann var einnig sigurvegari í símakosningu áhorfenda á Skjá einum, þar sem keppnin var sýnd í beinni útsend- ingu. „Þetta var rosalega skemmti- legt kvöld og hópurinn góður og samheldinn,“ segir Ágúst, sem einnig ber titilinn herra Norður- land. Ágúst Örn er nemandi við Menntaskólann á Akureyri og mun útskrifast næsta vor. Hann hefur þó töluvert misst úr skóla síðustu vikur vegna strangs undirbúnings fyrir keppnina. „Ég fékk góðfús- legt leyfi frá skólanum, en þetta reddast því prófin eru ekki fyrr en eftir jól,“ segir fegurðarkóngur- inn. Hugur Ágústs leitar suður í nám eftir útskriftina og þá einna helst í flugnám. Í öðru sæti varð Georg Alexander Valgeirsson, 27 ára Reykvíkingur, og í þriðja sæti Matthías Örn Frið- riksson, 21 árs Akureyringur. Garðar Jóhann Garðarsson var kosinn vinsælasti keppandinn og Ingvi Hrafn Þórsson var kjörinn Zihr-herrann. - eá Ágúst Örn kjörinn herra Ísland FEGURÐARKÓNGAR ÍSLANDS 2007 Georg Alexander Valgeirsson sem hlaut annað sætið, Ágúst Örn Guðmundsson, herra Ísland, og Matthías Örn Friðriksson sem varð í þriðja sæti. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR HÖRKU KROPPUR Ágúst Örn vakti athygli á sviðinu á Broadway. NYLON Nylon-hópurinn tók lagið á Herra Ísland- keppninni. Plötusnúðurinn Timo Maas þeytir skífum á Nasa laugardags- kvöldið 22. desember. Þetta er í þriðja sinn sem hann skemmtir hér á landi. Maas, sem er eitt stærsta nafnið í danstónlist- inni, hefur spilað með sveitum á borð við Depeche Mode og Muse og gert tónlist með Jamiroquai, Placebo og Madonnu. Hann hefur unnið til margra verðlauna á sviði danstónlistarinn- ar og hafa myndbönd kappans orðið nokkuð vinsæl, þá einkum myndbönd laganna Help Me með Kelis og Shifter og First Day með Brian Molko & Jokate. Miðaverð í forsölu er 2.000 krónur og fer miðasala fram í Allsaints. Maas þeytir skífum TIMO MAAS > VISSIR ÞÚ? Söngkonan Mariah Carey keypti einhverju sinni á uppboði píanó sem Marilyn Monroe átti í æsku og borgaði fyrir það meira en 37 milljónir króna. „Ég varð að berjast fyrir því, þetta píanó er táknrænt. Í ævisögu Mari- lyn er kafli sem heitir „Hvernig ég bjargaði hvítu píanói“. Þetta var það eina sem hún átti sem minnti hana á æskuna,“ sagði Mariah. NÝR KÆRASTI Britney Spears fann sér nýjan mann á veitingastað í Los Angeles þar sem hann vinnur sem þjónn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.