Fréttablaðið - 23.11.2007, Síða 73

Fréttablaðið - 23.11.2007, Síða 73
FÖSTUDAGUR 23. nóvember 2007 41 Brad Pitt hefur hætt við að leika í pólitíska tryllinum State of Play vegna vandræða með handrit myndarinnar. Pitt átti að fara með hlutverk rannsóknarblaðamanns á móti Helen Mirren og Edward Norton. Leikstjóri verður Kevin MacDonald, sem síðast gerði The Last King of Scotland. Verður myndin byggð á bresku sjón- varpsþáttunum State of Play sem hafa notið mikilla vinsælda. Ekki er hægt að endurbæta handrit myndarinnar vegna verkfalls handritshöfunda og því ákvað Pitt að yfirgefa skútuna. Hættir við State of Play BRAD PITT Leikarinn Brad Pitt hefur hætt við að leika í pólitíska tryllinum State of Play. Meðlimir áströlsku rokksveitar- innar INXS minntust þess að tíu ár voru liðin frá dauða söngvara síns Michael Hutchence á heimasíðu sinni. „Michael verður alltaf minnst sem ungrar, skemmtilegrar, hæfileikaríkrar og ástríðufullrar manneskju,“ sagði trommarinn John Farris. Bróðir hans Andrew, sem er einnig í sveitinni, sagðist sakna skopskyns Hutchence, gáfna hans og hvernig hann brosti. Hutchence fannst látinn á hóteli í Sydney 22. nóvember 1997, 37 ára að aldri. „Michael mun lifa áfram í gegnum frábærar laglínur sínar og texta,“ sagði Farris. Eftir að hafa starfað lengi með gestasöngvara réð INXS loks nýjan söngvara, JD Fortune, í gegnum raunveruleika- þátt í sjónvarpinu. Minnast Hutchence INXS Hutchence fannst látinn á hótel- herbergi í Sydney fyrir tíu árum. Amy Winehouse sækir sér stuðn- ing á undarlegum stöðum. Stoð hennar og stytta þessa dagana er enginn annar en Babyshamles- söngvarinn og fyrrverandi kærasti Kate Moss, Pete Doherty. Hann er sjálfur að takast á við heróínvandamál sitt um þessar mundir og segist vera að hjálpa Winehouse að eiga við eigin eitur lyfja vanda- mál og álagið sem fylgir því að eigin- maður hennar, Blake Fielder-Civil, sé í fangelsi. „Ég tala við hana nánast á hverj- um degi. Hún vill bara fá manninn sinn aftur fyrir jól. Þau eru ofboðslega ástfangin,“ segir Doherty. „Það jákvæða við þetta er að Blake er vímulaus núna, eftir að hann fór inn. Það opnaði augu þeirra. Amy hætti öllu svona þegar hann fór inn. Hún áttar sig á því hversu miklu þau hafa að tapa. Þau munu missa hvort annað ef þetta heldur áfram. Ást og tónlist er leiðin áfram,“ segir Doherty. Ekki eru allir sammála um að hann sé besti ráð- gjafinn í þessum efnum. Hann segist vera vímu- laus, en fyrr í mánuðinum birti The Sun myndir af tónlistarmann- inum þar sem hann sprautaði sig með heróíni. - sun Doherty hjálpar Winehouse HJÁLP FRÁ DOHERTY Líf Amy Winehouse er ekki auðvelt þessa dagana en hún ku fá mikinn stuðning frá Pete Doherty. NORDICPHOTOS/GETTY SÉRLEGUR RÁÐGJAFI Doherty, sem er sjálfur eiturlyfjaneytandi, segist tala við Amy nánast upp á dag. Leikarinn George Clooney segir að paparazzi-ljósmyndarar eigi að virða þær reglur sem gilda í umferðinni og hætta að leggja frægt fólk í hættu með sífelldum myndatökum sínum. „Á myndum af Britney Spears fara yfir á rauðu ljósi sést að það voru átta ljósmyndarar úti á miðri götu um miðja nótt að mynda hana,“ sagði Clooney. „Það eru engar reglur lengur. Þeir eru að brjóta lögin. Þeir elta fólk á fullri ferð og eru í eltingaleik hver við annan. Þeir eru ekki að reyna að ná manni við að gera eitthvað heimskulegt heldur reyna þeir að búa til atburðarás þannig að maður geri eitthvað af sér. Ég vil ekki hefta réttindi nokk- urs manns,“ sagði hann. „Takið ykkar myndir en ekki fara á fullri ferð niður einstefnugötu.“ Virða ekki reglur GEORGE CLOONEY Leikarinn George Clooney segir að paparazzi-ljósmyndarar eigi að fylgja lögum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.