Fréttablaðið - 10.12.2007, Page 6

Fréttablaðið - 10.12.2007, Page 6
6 10. desember 2007 MÁNUDAGUR HEILBRIGÐISMÁL Lyfjastofnun hefur fengið 262 tilkynningar um fals- aða lyfseðla á sjö árum. Á sama tímabili var stofnuninni tilkynnt um 68 stolnar lyfseðlablokkir af heilbrigðisstofnunum með tæp- lega 3.000 lyfseðilseyðublöðum. Lyfseðlarnir ganga kaupum og sölum á götunni. Þrátt fyrir aukið eftirlit er erfitt að koma í veg fyrir að lyf séu svikin út. Sigurður Guðmundsson land- læknir segir að fölsunarmál komi reglulega upp og séu af tvennum toga. „Annars vegar eru þetta heilbrigðisstarfsmenn, sem ekki hafa heimild til að skrifa út lyf, sem einhvern veginn hafa komist yfir lyfseðla og falsað þá, og svo þeir sem tengjast heilbrigðis- kerfinu ekki neitt og breyta eða stela lyfseðlum í leit sinni að fíknilyfjum.“ Sigurður segir að ýmislegt hafi verið gert til að koma í veg fyrir fölsun en það fyrirbyggi ekki fölsun þeirra nema að hluta. „Um skjalafals er að ræða og því eru málin kærð til lögreglu en þegar heilbrigðisstarfsmenn eiga í hlut er alvara málsins enn meiri og getur þýtt missi á starfsleyfi fyrir viðkomandi.“ Fölsun lyfseðils flokkast sem skjalafals í almennum hegningar- lögum og slík mál eru kærð til lög- reglu þegar upp um þau kemst. Samkvæmt afbrotatölfræði ríkis- lögreglustjóra eru 286 mál skráð síðan 1999. Algeng aðferð til föls- unar er að breyta upplýsingum á gildum lyfseðli frá lækni en einnig eru seðlar falsaðir frá grunni með stolnum lyfseðilseyðublöðum. Frá 2001 hefur 68 lyfseðlablokkum verið stolið af heilbrigðisstofnun- um með alls 2.975 eyðublöðum. Geir Jón Þórisson, yfirlögreglu- þjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir að þessir óútfylltu lyfseðlar gangi kaupum og sölum hjá fíkniefna- neytendum. Sigurbjörn Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Lyfju, segir öll mál sem koma upp vera tilkynnt. „En það eru mörg dæmi um að menn komast upp með þessar falsanir þar sem starfsfólk lyfjaverslana áttar sig ekki alltaf á svikunum.“ Miklar vonir eru bundnar við að fölsunarmálum fækki með raf- rænni sendingu lyfseðla, sem tekin verður upp á næsta ári. Samkvæmt upplýsingum frá Lyfjastofnun verður útgáfa lyf- seðla á pappír þó áfram við lýði. Heildarfjöldi lyfseðla árið 2004 var um tvær milljónir talsins. svavar@frettabladid.is EF ÞÚ GETUR BORIÐ HANN PAKKINN 600 KR. Fíknilyfja aflað með fölsuðum lyfseðlum Fíkniefnaneytendur komast ítrekað upp með að svíkja út lyf, þrátt fyrir aukið eftirlit. Lyfjastofnun fær árlega fjölda tilkynninga um falsaða lyfseðla og tugir slíkra mála eru kærðir til lögreglu. Stolnir lyfseðlar ganga kaupum og sölum. Í LYFJAVERSLUN Það getur verið erfiðleikum bundið fyrir starfsfólk lyfjaverslana að greina á milli falsaðra og ófalsaðra lyfseðla. 1999 20 2000 35 2001 18 18 351 2002 49 61 436 2003 32 38 291 2004 43 52 404 2005 40 47 826 2006 28 26 335 2007 21* 20 332 * 1. janúar til 30. nóvember **68 lyfseðlablokkum hefur verið stolið síðan 2001 og þessir lyfseðlar eru úr þeim. FALSAÐIR OG STOLNIR LYFSEÐLAR Lögregla Lyfja- stofnun Stolnir lyfseðlar** SUÐUR-KÓREA, AP Þúsundir manna reyna nú með skóflum og fötum að hreinsa olíu af Mallipo-strönd á vesturströnd Suður-Kóreu eftir versta olíuleka í sögu landsins. Einnig vinna 105 skip að því að hreinsa sjóinn úti fyrir ströndinni. Óvíst er hve lengi verður unnið að hreinsunarstarfinu en margir sjálfboðaliðanna berjast við höfuðverk og ógleði vegna olíu- fnyksins. 10,5 milljónir lítra af olíu helltust í hafið síðasta föstudag þegar prammi sem losnað hafði frá dráttarbát í vondu veðri rakst á stórt olíuskip sem lá við festar. Seint í gær höfðu um 514 tonn af olíu verið hreinsuð, eða um 5 pró- sent af heildarlekanum. Tekist hafði að stöðva lekann úr olíuskipinu í gær. Olía hafði þá borist á land á átján kílómetra breiðum kafla strandarinnar. Fuglalífi og fiskeldi stóð ógn af menguninni. Mallipo er ein fjölsóttasta strönd Suður-Kóreu en hún er um 150 km suðvestur af höfuðborginni Seúl. - eá HREINSUNARSTARF Þúsundir sjálfboðaliða kepptust í gær við að safna saman olíunni á Mallipo-strönd. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Versta olíumengunarslys í sögu Suður-Kóreu: 10,5 milljónir olíulítra í hafið Telur þú að mansal viðgangist á Íslandi? Já 68% Nei 32% SPURNING DAGSINS Í DAG: Saknarðu friðarsúlunnar? Segðu skoðun þína á visir.is. BANDARÍKIN, AP Óþekktur byssu- maður gekk aðfaranótt sunnu- dags inn á stúdentagarð fyrir unga kristilega trúboða í þjálfun og hóf skothríð sem varð tveim- ur íbúum að bana og særði tvo aðra. Árásarmannsins var enn leitað þegar langt var liðið á gærdag- inn. Þá fréttist af því að maður hefði skotið á fólk fyrir utan kirkju í Colorado Springs, um 110 km frá vettvangi fyrri árásarinnar. Ekki var að svo stöddu ljóst hvort sami maður hefði verið að verki. Samkvæmt fyrstu fréttum í gærkvöld höfðu að minnsta kosti fjórir orðið fyrir skoti í seinni árásinni en um ástand þeirra var ekki vitað nánar. Að sögn talsmanns lögreglu í Denver-úthverfinu Arvada, Susan Medina, átti fyrri árásin sér stað skömmu eftir miðnætti, á garði sem rekinn er af trúboðs- samtökunum „Ungt fólk með hlutverk“ (Youth with a Miss- ion). Hún sagði hin látnu vera 23 ára karl og 26 ára konu. Þá hefðu tveir karlmenn, 22 og 23 ára, hlotið misalvarleg skotsár. - aa Tvær skotárásir í Colorado í Bandaríkjunum: Trúboðsnemar myrtir í Denver FRÁ VETTVANGI Rannsóknarlögreglu- maður kannar vettvang fyrri árásarinnar í Denver-úthverfinu Arvada. FRÉTTABLAÐIÐ/AP UTANRÍKISMÁL Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra verður í dag meðal ræðumanna á málþingi um mannréttindi í utanríkisstefnu Íslands, sem fram fer við Háskólann á Akureyri. Við sama tækifæri mun Ingibjörg opna formlega nýja heimasíðu framboðs Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Í fréttatilkynningu er bent á að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar- innar séu mannréttindi sett á oddinn „og því tímabært að velta fyrir sér hvar við stöndum og hvert við stefnum þegar mann- réttindi í alþjóðamálum eru annars vegar“. - aa Framboð til öryggisráðs SÞ: Nýr framboðs- vefur opnaður KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.