Fréttablaðið - 10.12.2007, Page 10

Fréttablaðið - 10.12.2007, Page 10
10 10. desember 2007 MÁNUDAGUR ÍRAK, AP Þjóðaröryggisráðgjafi Íraks, Mouwaffak al-Rubaie, sagði í gær að Bandaríkjastjórn yrði að gefa sig á tal við ráðamenn í Íran, vildi hún tryggja öryggi í heims- hlutanum. Með þessu talar Al- Rubaie þvert á það sem bandaríski varnarmálaráðherrann tjáði tor- tryggnum ráðamönnum Persaflóa - ríkja, en þar talaði hann um nauð- syn þess að þessi ríki tækju virkan þátt í að beita Íransstjórn þrýstingi. Þessi ágreiningur endurspeglar vel hve erfið sú stefna er í fram- kvæmd sem Bandaríkjastjórn er að reyna að fylgja gagnvart Íran; einangra landið annars vegar og jafnvel hóta því að beita það her- valdi, og reyna jafnframt að fá Írana í lið með sér í að stuðla að stöðug- leika og öryggi í Írak. Hættan er sú að Íranar geti alið á frekari óstöðugleika í Írak telji þeir að Bandaríkjamenn séu að beita sig órétt- mætum þrýstingi vegna kjarnorkumálanna. Þar með væri sá þrýstingur til þess fallinn að grafa undan öryggi í heims- hlutanum, sem Bandaríkjastjórn þykist vera að reyna að vernda með því að hindra að Íranar geti komið sér upp kjarnorkuvopnum. Áskorun íraska þjóðaröryggis- ráðgjafans um að Bandaríkjastjórn bæri sig eftir betri samskiptum við ráðamenn í Teheran kemur á sama tíma og þeir síðarnefndu hafa sagst vera að skoða tillögu Íraksstjórnar um að efnt verði til fjórðu lotu beinna viðræðna á sendiherrastigi milli erindreka Bandaríkjanna og Írans um öryggismál í Írak. Al-Rubaie sagði á lokadegi öryggismálaráðstefnu í Barein að Bandaríkjamenn yrðu að gera meira til að vekja áhuga Írana á að leggja sitt af mörk- um til að stuðla að öryggi í Írak. „Uns Bandaríkin fást af alvöru við Íran ... er langtíma- öryggi í heimshlutan- um í vafa,“ sagði Al- Rubaie. Bandaríkjastjórn hefur neitað að eiga nokkrar beinar viðræður við Írana um kjarnorkuáætlun þeirra uns þeir hafa hætt auðgun úrans. Því hafa Íranar vísað á bug og segja stöðugt að kjarnorku- áætlun þeirra miði einvörðungu að friðsamlegri raforkuframleiðslu, ekki að þróun kjarnorkuvopna eins og Bandaríkjamenn og ýmsir bandamenn þeirra saka þá, Írana, um. Leyniþjónustustofnanir Banda- ríkjanna komust í nýbirtri skýrslu að þeirri niðurstöðu að Íranar væru ekki að vinna að kjarnorkuvígvæð- ingu. Þessi niðurstaða hefur grafið undan harðlínustefnu Bandaríkja- stjórnar gagnvart Íran. audunn@frettabladid.is „Uns Bandaríkin fást af al- vöru við Íran er langtíma- öryggi í heimshlut- anum í vafa.“ MOUWAFFAK AL-RUBAIE, ÞJÓÐARÖRYGGISRÁÐGJAFI ÍRAKS. SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580 ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 39 98 6 12 /0 7 Brettapakkar 20% afsláttur x10 Toppasett 200 stykki í hjólatösku Fullt verð 19.900 kr. Safnkortshafar borga aðeins 9.900 kr. auk 1000 punkta Tilboðið gildir til 31.01. 2008 eða á meðan birgðir endast. Toppar 1/4" 4–14 mm, toppar 1/2" 15–32 mm, fastir lyklar, sexkantar, tangir og bitar í góðri áltösku á hjólum. Samtals 200 stykki. Sniðug jólagjöf. Safnkortstilboðin fást á þjónustustöðvum N1 og í verslun N1 Bíldshöfða 9. BYGGÐAMÁL „Þetta hefur dregist svolítið en nú er þetta allt að koma,“ segir Guðmundur Valgeir Magnússon, verksmiðjustjóri kalkþör- ungaverksmiðjunnar á Bíldudal. Verksmiðjan var vígð í apríl síðastliðnum en fyrsti farmur- inn af unnum kalkþörungi var útskipaður þaðan 7. nóvember. „Auðvitað skilur maður það að heimamenn hafi verið orðnir óþreyjufullir að sjá aðeins kalkþörung sendan héðan óunninn en það má alltaf búast við einhverjum töfum á að verk- smiðja komist í gang þegar er verið að hefja svona rekstur. Hjá okkur var það aðallega vegna vanhönnunar en það er búið að kippa því í lag að mestu. Við vorum nú bara að pakka 50 tonnum af unnum kalkþörungi fyrir skömmu.“ Aðspurður hvort írska fyrirtækið Celtic Sea Minerals, sem er stærsti eigandi verk- smiðjunnar, hafi reist hana einungis til að fá aðgang að kalkþörungnum í Arnarfirði og leggi því litla áherslu á að hann sé unninn á Bíldudal segir hann það alls ekki rétt. „Það er frekar að með tímanum verði framleiðslan færð í auknum mæli hingað frá Írlandi,“ segir hann. Enn er óunninn kalkþörungur sendur úr Arnarfirði til vinnslu á Írlandi. „Núna sendum við svona um 60 prósent unnið og 40 prósent óunnið en svo stefnum við að því að allt verði sent út unnið.“ Átta starfsmenn vinna í verksmiðjunni en Guðmundur Valgeir segir að til standa að fjölga þeim í framtíðinni. - jse Til stendur að fjölga starfsmönnum kalkþörungaverksmiðjunnar á Bíldudal: Ekki reist á fölskum forsendum GUÐMUNDUR VALGEIR MAGNÚSSON Verksmiðjustjór- inn með óunninn kalkþörung. Hann segir að írska fyrirtækið hafi ekki reist verksmiðjuna aðeins til þess að fá aðgang að kalkþörungi í Arnarfirði. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN KOSIÐ UM STJÓRNARSKRÁ Meðlimur stjórnarskrárþings Bólivíu greiðir atkvæði með handaruppréttingu á fundi þingsins í Oruro í gær. Stjórnar- andstæðingar sniðgengu þingið og því var ný stjórnarskrá samþykkt. Hún fer nú fyrir þjóðaratkvæði. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Bandaríkin nálgist Íran Þjóðaröryggisráðgjafi Íraksstjórnar hvetur Banda- ríkjastjórn til að ræða við ráðamenn í Íran, vilji hún ná árangri í að stuðla að öryggi í heimshlutanum. MOUWAFFAK AL-RUBAIE Þjóðarörygg- isráðgjafi Íraks talar á öryggismálaráð- stefnunni í Barein í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BOÐSKAPURINN MEÐTEKINN Michael Mullen, flotaforingi og forseti bandaríska her- ráðsins, hlýðir á túlkaða ræðu á öryggismálaráðstefnunni í Barein í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.