Fréttablaðið - 10.12.2007, Side 13

Fréttablaðið - 10.12.2007, Side 13
MÁNUDAGUR 10. desember 2007 13 Sparisjóðurinn styrkir félagasamtök sem vinna starf sem snýr að börnum og unglingum með geðraskanir. Allir landsmenn geta lagt þessu góða málefni lið en Sparisjóðurinn leggur fram 1.000 kr. fyrir hönd hvers viðskiptavinar sem vill láta gott af sér leiða með því að styrkja félag innan söfnunarinnar. Farðu inn á spar.is eða komdu við á næsta afgreiðslustað Sparisjóðsins og gefðu þinn styrk. F í t o n / S Í A FASTEIGNAMARKAÐUR Stöðug aukn- ing hefur verið í veltu á fast- eignamarkaði hér á landi frá árinu 2001 með einni undantekn- ingu þegar velta dróst saman árið 2006. Meðalverð fasteigna hefur tvöfaldast á þessum tíma samkvæmt samningum. Það hefur hækkað úr tæpum 15 milljónum króna árið 2001 í rúmar 30 milljónir króna í lok nóvember árið 2007. Þetta kemur fram í Húsum & lögum, fréttabréfi Fasteigna- mála. Þegar veltan á þessu ári er skoðuð kemur í ljós að heildar- velta hverrar viku á höfuðborg- arsvæðinu er um sex milljarðar króna sem er svipað og veltan var að meðaltali á sama svæði á árinu. Meðalupphæð á hverjum kaupsamningi er á bilinu 33 til 37 milljónir króna. Það er meira en meðaltal ársins á höfuðborgar- svæðinu sem er rúmar 30 millj- ónir króna eftir því sem fram kemur í fréttabréfinu. „Sam- kvæmt þessu er fasteignamark- aðurinn ekki að dragast saman. Frekar getum við sagt að hann hafi verið nokkuð líflegur með aukningu í upphafi árs og góðum toppum innan ársins,“ segir þar. Velta á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu hefur snar- aukist frá 2001 til nóvemberloka 2007, eða úr 81 milljarði í 286 milljarða og er búist við að hún verði 310 milljarðar í heild nú í árslok. Samningar verða þó líklega ekki jafn margir og þeir voru metárið 2004. „Menn eru að tala um samdrátt á fasteignamarkaði og að fast- eignaverð hafi lækkað hér eins og á hinum Norðurlöndunum og í Bandaríkjunum en það er ekki sjáanlegt samkvæmt þessum tölum,“ segir Svanur Guðmunds- son, ritstjóri fréttabréfsins. „Þó að bankarnir hafi dregið saman lánveitingar og hækkað vexti þá sést það ekki á þessum tölum hvað svo sem gerist í fram- haldinu. Ekki er ólíklegt að fólk fari meira yfir í erlendu lánin enda eru þau hagkvæm með til- liti til verðbólguáhrifa á íslensku krónuna,“ segir Svanur. Í öllum tilvikum er talað um veltu á höfuðborgarsvæðinu. - ghs SVANUR GUÐMUNDSSON Stöðug aukning hefur verið í veltu á fasteignamarkaði hér á landi frá 2001: Fasteignaverð hefur tvöfaldast síðan 2001 UPPBYGGING Í VATNSENDAHVERFI Mikil uppbygging á sér stað víða á höfuðborgar- svæðinu og á næstu misserum kemur fjöldi nýrra íbúða á markaðinn. FASTEIGNIR Samningar um kaup þjóðkirkjunnar á kirkju og þremur íbúðum á varnarsvæðinu fyrrverandi á Miðnesheiði voru undirritaðir á miðvikudaginn. Kirkjan var reist af Banda- ríkjamönnum sem notuðu hana til að þjónusta hermenn og aðra starfsmenn liðs síns hér á landi. Keilir, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs, hefur undanfarið haft aðsetur í kirkjunni að því er segir á heimasíðu Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar. Það voru Magnús Gunnarsson, stjórnarfor- maður félagsins, og Karl Sigur- björnsson biskup sem skrifuðu undir samninginn. Kaupverðið er 155 milljónir króna. - gar Samningar undirritaðir: Kaupa kirkju varnarliðsins SKRIFAÐ UNDIR SAMNING Magnús Gunnarsson og Karl Sigurbjörnsson skrifuðu undir kaupsamninginn. MYND/ÞRÓUNARFÉLAG KEFLAVÍKURFLUGVALLAR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.