Fréttablaðið - 10.12.2007, Side 26

Fréttablaðið - 10.12.2007, Side 26
[ ] Hafdís Roysdóttir í Svínafelli í Öræfum, settur þjóðgarðsvörð- ur í Skaftafelli, bakaði jólakök- urnar óvenju snemma í ár. „Yfirleitt hefur tíminn snúið á mig en nú lét ég koma krók á móti bragði og lauk smákökubakstrin- um fyrir 20. nóvember,“ segir Hafdís. Hún tekur fram að börnin á heimilinu hafi líka lagt hönd á plóg, einkum hafi heimasætan Svanhvít Helga verið úthaldsgóð en strákarnir Þorsteinn og Sigurð- ur Pétur stoppað styttra við. Fimm sortir eru frágengnar í efstu hillu í búrinu. Fyrsta skal telja vanilluhringi. „Ég móta hringina í gamalli hakkavél frá ömmu og ber þá fram á jólaketti. Hann er ósköp magur greyið enda lítil verkefni fyrir hann,“ lýsir Hafdís glettnislega. „Súkkulaði- kókoskökur eru úr bók Helgu Sig- urðar, engiferkökur eftir upp- skrift frá systur minni, amerískar súkkulaðikökur ættaðar frá mág- konu minni og svo baka ég hafrakex því okkur finnst gott að hafa eitthvað ósætt.“ Þegar nær dregur jólum kveðst Hafdís baka randalínur og til hátíðabrigða blanda saman jarðarberja- og rabarbarasultu á þá hvítu. Laufa- brauð finnst henni líka ómissandi með hangikjötinu. „Ég var svo heppin að eiga vinkonu í æsku sem ólst upp við laufabrauðs- hefð og leyfði mér að taka þátt í útskurðinum með fjölskyldunni. Ég hef notfært mér þá reynslu í mínum búskap. Það er auðvitað hægt að kaupa brauð og kökur og stytta sér þannig leið en þá tapast sú góða tilfinning sem fæst við að búa það til.“ gun@frettabladid.is Kötturinn ber kökurnar Svanhvít Helga raðar vanilluhringjum á skottið á jólakettinum sem amma hennar Svanhvít og afi Bergur gáfu fjölskyldunni. „Hann er ósköp magur enda lítil verkefni fyrir hann,“ segir húsfreyjan Hafdís. MYND/HAFDÍS Föndur er skemmtileg iðja og hafa börnin oft gaman af því að skapa eitthvað með foreldrum sínum. Nú er því tíminn til að föndra eitthvað skemmtilegt fyrir jólin. Hveitinu og hjartarsaltinu er sáldrað á borðið. Smjörið mulið í með höndunum. Vanillu og sykrinum er blandað saman við. Vætt í með egginu. Hnoðað uns degið er jafnt og engar eggjarákir. Hveiti sáldrað á bretti og deigið látið á það. Látið bíða á köldum stað hálfa til heila klukkustund eða þangað til það er orðið stíft. Blikkmót sem til þess eru ætluð eru sett á söxunarvél. Deigið sett í vélina og kemur þá bárótt lengja sem skorin er í sundur og búnir til úr hæfilega stórir hringir. Látnir á smurða plötu og bakaðir ljósbrúnir. Hafdís í Svínafelli var snemma með jólabaksturinn í ár. MYND/GUN VANILLUHRINGIR II 1/2 kg hveiti 375 g smjör 250 g sykur 1 egg 1/4 teskeið hjartarsalt vanilla Ensk ávaxtakaka Holtagarðar & Smáralind & Kringlunni Nú er Jói Fel byrjaður að undirbúa jólin. Leggjum mikinn metnað í að vera með ferskt og gómsætt bakkelsi á boðstólum fyrir viðkiptavini okkar. Auglýsingasími – Mest lesið Kveikjum einu kerti á AÐVENTUKRANSA MÁ NOTA ÁR EFTIR ÁR. Ekki er ýkja langt síðan Íslending- ar fóru að búa til aðventukransa á jólaföstunni. Fléttaðir kransar með fjórum kertum sáust fyrst á jólamörkuð- um í Þýskalandi snemma á 19. öld. Um aldamótin 1900 barst sið- urinn til Danmerkur og þaðan um öll Norðurlöndin. Á Íslandi munu aðventukransar fyrst hafa sést á fjórða áratugnum en þeir urðu ekki algengir fyrr en eftir 1960. Margir flétta sína eigin kransa og búa til nýjan á hverju ári. Fyrir þá sem ekki kæra sig um of mikið föndur er gaman að eiga krans sem nota má aftur og aftur. Íslensk hönnun. Þessi fallegi aðventu- krans er alíslenskur og kemur úr smiðju Himneskra herskara.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.