Fréttablaðið - 10.12.2007, Page 29

Fréttablaðið - 10.12.2007, Page 29
fasteignir 10. DESEMBER 2007 Fasteignasalan Ás hefur til sölu íbúðir í nýju fjölbýlishúsi í miðbæ Hafnarfjarðar. N orðurbakki 1-3 eru glæsileg fjögurra og fimm hæða lyftuhús með 51 íbúð. Húsin eru í nýju hverfi en þó í miðbæ Hafnarfjarðar. Verslun og þjónusta er í léttu göngufæri og stutt í helstu stofn- leiðir út úr Hafnarfirði. Í hvoru húsi fyrir sig eru þrír stigagangar sem leiða niður í sameiginlegan bílakjall- ara undir báðum húsunum. Sérstaða flestra íbúðanna í Norðurbakka 1-3 er að þær ganga þvert gegnum byggingarnar og hafa tvenn- ar svalir. Íbúðirnar verða því bjartar og skemmti- legar með útsýni bæði í austur og vestur. Endaíbúð- ir hafa auk þess sýn ýmist í norður yfir gamla bæinn eða suður yfir höfnina. Íbúðum er skilað fullbúnum án gólfefna að öðru leyti en því að baðherbergi og þvotta- hús verða flísalögð. Viðhald húsanna er lítið enda eru allir gluggar úr áli og tré og útihurðir eru úr áli. Klæðning hússins samanstendur af álplötum og flísakerfi. Sameign og lóð eru fullfrágengin með upphitun á helstu gönguleiðum og niðurkeyrslu að bílakjallara. Innréttingar í íbúðunum ná til lofts og koma frá Inn X innréttingum, framleiddar af Aran. Granítborðplötur frá Granítsmiðjunni fylgja öllum eldhús- og baðinnrétt- ingum. Hverri íbúð fylgir slökkvitæki, reykskynjari, læsanlegur lyfjaskápur, mynddyrasími og bílageymsla í bílakjallara ásamt fjarstýribúnaði til opnunar á bíla- húsi. Í bílakjallara hússins eru einnig séreignageymsl- ur fyrir íbúa. Nýtt í miðbæ Hafnarfjarðar Bóas Sölufulltrúi 699 6165 boas@remax.is Gunnar Sölufulltrúi 899 0800 go@remax.is Stefán Páll Löggiltur Fasteignasali FLUTNINGSKASSAR.. Við erum í 100% jólaskapi Hringdu strax í síma FRÍTT ! og pantaðu flutningskassana þína frítt ! 699 6165 VEXTIR FRÁ AÐEINS Miðað við myntkörfu 4, Libor-vextir 20.6.2007. 3,7% Frjálsi fjárfestingarbankinn lánar fyrirtækjum og einstaklingum til kaupa eða endurfjármögnunar á atvinnuhúsnæði. Lánstími er allt að 30 árum og við kappkostum að veita framúrskarandi þjónustu á hagstæðari kjörum. Komdu til okkar í Lágmúla 6, hringdu í 540 5000 eða sendu póst á frjalsi@frjalsi.is til að kynna þér málið nánar. Finndu þér stað Atvinnuhúsnæðislán með lægri lántökukostnaði F í t o n / S Í A

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.