Fréttablaðið - 10.12.2007, Page 58

Fréttablaðið - 10.12.2007, Page 58
34 10. desember 2007 MÁNUDAGUR Sambönd í kvikmyndaborginni Hollywood eru þekkt fyrir að endast skemur en önnur sambönd. Ansi mörg stjörnupör slitu sam- vistum á árinu þótt sumir skilnaðir hafi vissulega vakið meiri athygli en aðrir. Popp-prinsinn Justin Tim- berlake og leikkonan Cameron Diaz hættu saman í byrjun árs eftir fjögurra ára samband. Viku síðar sást til þeirra í hávaðarifrildi í stórri veislu. Síðan virðist allt vera fallið í ljúfa löð og bæði hafa fundið sér nýjan maka. Justin er byrjaður með leikkonunni Jessicu Biel og Diaz hefur verið orðuð við tónlistarmann- inn John Mayer og leikar- ann Bradley Cooper. Leikaraparið Heath Ledger og Michelle Williams kynntist við tökur á myndinni Brokeback Mountain. Myndin hlaut frábæra dóma, bæði voru til- nefnd til Ósk- arsverðlauna fyrir leik sinn í henni og þau eignuðust fljótlega dótturina Matildu sem nú er 2 ára. Þau hættu saman í september eftir þriggja ára sam- band og Heath hefur verið duglegur að þræða skemmtistaði New York borgar síðan. Óheillakrákan Pete Doherty og fyrirsætan Kate Moss trúlofuðu sig í júní. Fljótlega fór að halla undan fæti og Pete flutti út af heimili Kate í Lundúnum eftir að sögur um framhjá- hald hans fóru á kreik. Mán- uði síðar virtist hann fullur eftirsjár og lýsti því yfir í Daily Mirror að hann elsk- aði stelpuna „af öllu hjarta“. Kate Hudson og Owen Wil- son hittust, líkt og Heath og Michelle, við tökur á kvik- mynd. Það var gamanmynd- in You, Me & Dupree. Kate og Owen byrjuðu að hittast eftir að hún skildi við eiginmann sinn Chris Robinson en sambandið entist ekki og þau héldu hvort í sína áttina í júní. Hudson byrjaði með leikaranum Dax Shephard og Owen reyndi að fremja sjálfsvíg í kjölfarið. Margir urðu hissa þegar Jessica Simp- son og John Mayer byrjuðu að nudda saman nefjum enda mjög ólíkir einstakl- ingar þar á ferð. John játaði ást sína á Jessicu fyrir Ryan Seacrest. Hrifningin virtist vera gagn- kvæm og Jessica fór með sínum heitt- elskaða í tónleika- ferð um Bandaríkin. Þau hættu saman í maí, byrjuðu saman aftur og slitu endan- lega samvistum í júní. Bon Jovi-meðlimurinn Richie Sambora nældi sér í þokkadísina Denise Richards eftir að hafa sagt skilið við eiginkonu sína, Heather Locklear, en hún var einmitt góð vinkona Denise. Denise var nýskil- in við leikarann Charlie Sheen og sagðist ekki hafa verið að leita að ástinni þegar skötuhjúin „fundu“ hvert annað. Sambandið entist í ár og parið hætti saman í maí. Leikkonan Anne Heche skildi við Ellen DeGeneres eins og frægt er orðið og tók því næst saman við karlmann, kvikmynda- tökumanninn Coley Laffoon. Þau giftu sig en skildu eftir að Anne fór að leika í hinum vin- sælu þáttum Men in Trees og varð ástfangin af mótleikara sínum, James Tupper. Mikið var fjallað um skilnaðinn í blöð- um vestanhafs og hjónin fyrr- verandi börðust fyrir opnum tjöldum, meira að segja um hús- gögnin. Rapparinn Sean „Diddy“ Combs og kona hans til 10 ára, Kim Porter, hættu saman í júlí, aðeins sex mánuðum eftir að þau eignuðust tvíburadætur. Fyrir áttu þau níu ára son. Kim segir að Diddy hafi haldið framhjá og átt barn með annarri konu. Þrátt fyrir það hafa þau haldið vinskap og Kim mætti meira að segja í afmælisveislu kappans í síðasta mánuði. Fyrirsætan Dita Von Teese skildi við rokkar- ann Marilyn Manson á árinu sökum „óleysanlegs ágreinings“ eftir árs hjónaband. Vinir parsins létu þó hafa eftir sér að það hefði verið partístand Man- sons og samband hans við leikkonuna Evan Rachel Wood sem gerði út af við hjónaband- ið. Manson hefur sagt að hjóna- bandið hafi „eyðilagt sig“. Stjörnuskilnaðir ársins 2007 „Tíminn er svo fljótur að líða. Mér finnst þetta ekki hafa verið tólf ár,“ segir söngkonan Mjöll Hólm sem hefur gefið út sína fyrstu plötu síðan 1995. Um tónleikaplötu er að ræða sem var tekin upp í Kaffileikhús- inu í október 2002. „Það stóð ekk- ert til að gefa þetta út en með tíð og tíma hefur fólk verið að hvetja mig til að gefa þetta út. Þetta eru allt þekkt lög sem eru bæði sungin á ensku og íslensku, lög sem söng- konur eins og Petula Clark og Lisa Minelli hafa sungið,“ segir Mjöll, sem ber hljóðfæraleikurnum á plötunni vel söguna. Þeir eru Árni Scheving, Carl Möller, Alfreð Alfreðsson, Þorleifur Gíslason og Jón Páll Bjarnason. Að auki syng- ur Raggi Bjarna eitt lag á plötunni en hann var gestasöngvari á tón- leikunum. Hægt er að hlusta á tóndæmi af plötunni á heimasíðunni www. mholm.net. - fb Sú fyrsta í tólf ár MJÖLL HÓLM Söngkonan Mjöll Hólm hefur gefið út nýja plötu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Vi nn in ga r v er ða a fh en di r h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 1 49 k r/ sk ey tið . SMS LEIKUR SENDU SMS BTC BOF Á NÚMERIÐ 1900 ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! VINNINGAR ERU DVD MYNDIR, VARNINGUR TENGDUR MYNDINNI OG MARGT FLEIRA! KEMUR Í VERSLANIR 13. DESEMBER Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.