Fréttablaðið - 10.12.2007, Síða 62

Fréttablaðið - 10.12.2007, Síða 62
38 10. desember 2007 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is Microsoft samningur og frír HP netþjónn Með hverjum 10 Microsoft leyfum* fylgir nú HP ProLiant ML150 netþjónn frítt með, ásamt uppsetningu! Einstakt tilboð til áramóta *nánar á http://www.ok.is/msproliantfd 10+ Opin kerfi ehf. • Höfðabakka 9 • 110 Reykjavík • Sími 570 1000 • Fax 570 1001 • www.ok.is P IP A R • S ÍA • 7 2 3 9 5 www.rainbow.is KR-konur fengu mikinn liðstyrk á föstudag- inn þegar fyrrverandi landsliðsmarkvörður- inn María Björg Ágústsdóttir tók hanskana af hillunni og ákvað að spila með liðinu næsta sumar. María Björg hefur ekkert spilað síðan sumarið 2005. „Ég er búin að búa erlendis í fimm ár og hef verið þar í námi. Ég var fjögur ár í Boston og síðan eitt ár í Englandi. Í rauninni gafst ekki tækifæri til þess að spila fótbolta því ég var ekki á Íslandi en svo leyfði námið það ekki heldur,” segir María Björg sem var á fullu í Harvard-skólanum, með KR og í landsliðinu í nokkur ár og það reyndi mikið á. „Þetta var rosalegt álag og orðið svolítið mikið með námi. Þetta var fín pása en ég flutti heim til Íslands í ágúst og er búin að koma mér fyrir hér,” segir María Björg sem hefur eitt ákveðið markmið. „Ég ákvað að taka eitt ár í viðbót ekki síst vegna þess að ég hef ekki ennþá orðið Íslandsmeistari í meistaraflokki. Ég verð að ná því áður en ég hætti,” segir María Björg sem á að baki 80 leiki með Stjörnunni frá 1997 til 2003 og spilaði síðan 16 leiki með KR 2004 og 2005. Hún var orðin aðalmarkvörður Garðabæjarliðsins aðeins fimmtán ára gömul. María hefur ekki spilað mikið fótbolta undanfarin tvö ár en áhuginn kviknaði aftur í Englandi. „Það var þjálfaralaust áhugamannalið í Oxford sem ég spilaði aðeins með og það voru eiginlega stelpurnar í því liði sem fengu mig til þess að fá áhugann aftur. Eftir að hafa spilað með þeim nokkra leiki og þá hugsaði ég hvort ég ætti ekki að gefa þessu tækifæri aftur,” sagði María Björg sem hjálpaði meðal annars Oxford-skólanum að leggja erkifjendurna í Cambridge í vítakeppni í hinum fræga Varsity-leik. María hefur leikið 37 leiki fyrir íslenska landsliðið og þar af sjö fyrir A-liðið en hún var varamarkvörður Þóru Bjargar Helgadóttur í mörg ár. „Landsliðið er bara bónus. Ég myndi ekki segja nei ef ég væri valin en það er ekki í sjálfu sér markmiðið að komast aftur í landsliðið. Markmiðið er bara að verða Íslandsmeistari og ég er búin að segja öllum það. Ég hef aldrei verið jafnákveðin í því að vinna þennan titil,” segir María Björg að lokum. MARÍA BJÖRG ÁGÚSTSDÓTTIR: FYRRVERANDI LANDSLIÐSMARKVÖRÐUR TEKUR HANSKANA AF HILLUNNI Hef ekki ennþá orðið Íslandsmeistari BADMINTON Badmintonkonan Ragna Ingólfsdóttir á eftir að keppa á tveimur alþjóðlegum mótum áður en árið er á enda og það fyrra hefst í Róm á Ítalíu í vikunni. Ragna tekur þátt í VII Italian International sem fer fram 11.- 14. desember. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni og gefur stig á heimslista Alþjóðabadminton- sambandsins. Mótið á Ítalíu er mjög sterkt og þar eru mun öflugri keppend- ur en á mótinu í Wales á dögun- um þar sem Ragna varð að sætta sig við að detta út úr fyrstu umferð. Það reynir strax á okkar konu í fyrstu umferð því hún mætir þá vinkonu sinni og ferða- félaga Kati Tolmoff frá Eistlandi. Þær Ragna og Kati hafa ferðast mikið saman undan- farið ár og tekið þátt í tvíliðaleik saman á móti á Kýpur þar sem þær enduðu í öðru sæti. Ragna og Kati hafa mæst þrisvar í ein- liðaleik á alþjóðlegum mótum, tvisvar hefur Ragna sigrað og einu sinni Kati. Kati er þó ofar á heimslistanum en hún er númer 48 og Ragna er númer 57. Ragna sló Kati út í undanúr- slitunum á Iceland Express-mót- inu á dögunum og sagði þá eftir sigur sinn á mótinu að það hefði verið eini leikurinn sem hún var stressuð fyrir. - óój Badmintonkonan Ragna Ingólfsdóttir er á leiðinni til Ítalíu í vikunni: Mætir vinkonu sinni í Róm STERKT MÓT Ragna Ingólfsdóttir fær krefjandi verkefni í Róm. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR N1-deild karla í handbolta Fram – HK 29-28 (13-16) Mörk Fram: Einar Ingi Hrafnsson 7 (7), Halldór Jóhann Sigfússon 5/2 (11/2), Filip Kliszczyk 5 (12), Jóhann Gunnar Einarsson 5/2 (15/3), Rúnar Kárason 4 (7), Hjörtur Hinriksson 2 (2), Jón Þorbjörn Jóhannsson 1 (1), Guðjón Finnur Drengsson (1) Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 17/1 (45/3) 37,8% Hraðaupphlaup: 7 (Einar Ingi 5, Jón Þorbjörn, Rúnar) Fiskuð víti: 5 (Klizczyk 2, Einar Ingi, Jón Björgvin, Halldór) Utan vallar: 8 mínútur Mörk HK: Augustas Strazdas 7 (9/1), Tomas Eitu- tis 6 (10), Ólafur Bjarki Ragnarsson 5 (9), Gunnar Steinn Jónsson 3/2 (4/3), Árni Björn Þórarinsson 2 (4), Ragnar Hjaltested 2 (5), Sergei Petraytis 1 (2), Arnar Þór Sæþórsson 1 (2), Sigurgeir Árni Ægisson 1 (2) Varin skot: Egidijus Petckevicius 18/1 (47/5) 38,3% Hraðaupphlaup: 5 (Strazdas 2, Ragnar 2, Árni Björn) Fiskuð víti : 4 (Petraytis 2, Eitutis, Sigurgeir Árni) Utan vallar: 10 mínútur STAÐAN Í DEILDINNI Haukar 13 9 3 1 369-317 21 HK 12 8 1 3 338-294 17 Fram 12 8 1 3 341-311 17 Stjarnan 12 7 1 4 358-328 15 Valur 11 6 2 3 295-265 14 Akureyri 13 2 2 9 336-361 6 Afturelding 12 2 2 8 299-318 6 ÍBV 13 1 0 12 324-466 2 NÆSTU LEIKIR Afturelding-Valur Þri.11. des. 20.00 HK-Haukar Fös. 14. des. 19.15 Valur-Fram Fös. 14. des. 20.15 Akureyri-ÍBV Lau. 15. des. 15.00 Afturelding-Stjarnan Lau.5. des. 16.00 ÚRSLITIN Í GÆR HANDBOLTI Fram og HK buðu upp á stórskemmtilegan og fínan hand- boltaleik sem Fram vann, 29-28, í uppgjöri liðanna um annað sæti N1-deildar karla. Liðin eru nú jöfn að stigum með 17 stig, fjórum stig- um á eftir Haukum en eiga bæði einn leik til góða. Það sást glögglega á báðum liðum að mikið var í húfi enda mættu bæði lið ákveðin til leiks. Leikurinn var harður frá fyrstu mínútu og spennan í leiknum allt- af mikil. Gestirnir úr Kópavogin- um náðu þó góðum spretti undir lok fyrri hálfleik og fóru með þriggja marka forystu inn í hálf- leikinn, 13-16. Fram náði að jafna metin snemma í seinni hálfleik, 19-19, og komast yfir, 21-20. Þá skoraði HK fjögur mörk í röð en Fram svaraði því með fjórum mörkum og komst aftur yfir, 25-24. Þegar rétt rúm- lega þrjár mínútur voru til leiks- loka náði Fram tveggja marka for- ystu, 28-26. HK minnkaði muninn í eitt mark en Rúnar Kárason sem átti frábæra innkomu í leikinn undir lokin þegar hann skoraði fjögur af sjö síðustu mörkum Fram auk þess að fiska vítakast sem Halldór Jóhann skoraði úr kom Fram aftur tveim mörkum yfir úr langskoti þegar hálf mín- úta lifði leiks. Annar efnilegur leikmaður, Ólafur Bjarki Ragnarsson, minnk- aði muninn fljótt í eitt mark en Fram hélt boltanum það sem eftir lifði leiks og vann mikilvægan sigur í toppbaráttunni. Bjögvin Páll Gústavsson fyrr- um leikmaður HK og góður mark- vörður Fram átti fínan leik en leik- ir gegn HK snúast um meira en 2 stig fyrir hann. „Þessir leikir snú- ast líka um stoltið og að sýna HK að það var rangt af þeim að láta mig fara á sínum tíma. Þetta er mitt gamla félag en ég er Framari í dag. Það var frábært að vinna þetta lið. Þeir eru með sterkt lið og hafa haft gott tak á okkur í síðustu leikjum. Þetta er aðeins annar sigur okkar á HK þau tvö ár sem ég hef verið hér.“ Björgvin var fljótur að hrósa Rúnar Kárasyni fyrir frábært framlag hans í hægri skyttunni undir lokin í leik þar sem helsta stjarna Fram, Jóhann Gunnar Ein- arsson náði sér ekki á strik. „Rúnar kemur inn í lokin og klárar þetta fyrir okkur upp á sitt einsdæmi nánast. Hann er frábær í þessum leik. Við erum með lykil- menn í meiðslum en við erum með menn á bekknum sem kom inn og klára þetta. Við erum í raun allir þreyttir í lokin nema Rúnar og erum alltaf að skora erfið mörk.“ „Það hefði verið hrikaleg erfitt að elta HK og Hauka hefðum við tapað þessum leik. Það var gríðar- lega mikilvægt að sigra þennan leik. Þessi leikur var upp á líf og dauða. Mikilvægast leikurinn okkar hingað til. Það eru fjögur til fimm lið sem geta orðið meistarar og við eigum hvern toppleikinn af fætur öðrum sem vinnast með einu marki sem sýnir hvað deildin er skemmtileg og spennandi í ár,“ sagði Björgin Páll í leikslok. -gmi Rúnar kláraði þetta fyrir okkur Frábær innkoma Rúnars Kárasonar sá til þess að Fram hirti bæði stigin í 29-28 sigri á HK í slagnum um annað sætið í N1 deild karla. Liðin eru eftir leikinn jöfn fjórum stigum á eftir toppliði Hauka. PEYSUTOG? Framarinn Jóhann Gunnar Einarsson rífur hér peysu Ragnars Hjaltested í liði HK. Hann slapp þó með brottvísun. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM > Dregur orð sín til baka Einar Jónsson, þjálfari toppliðs Fram í N1-deild kvenna handbolta, sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann harmar ummæli þau sem hann lét falla að loknum leik Fram og Stjörnunnar á fimmtudaginn. „Ummæli mín í garð dómaranna eftir leikinn áttu engan rétt á sér og ég harma þau. Ég dreg þau hér með til baka og bið dómara leiksins afsökunar á þeim. Lifi handboltinn, Virðingarfyllst, Einar Jónsson, þjálfari Fram,” segir í yfirlýsingu frá Einari.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.