Fréttablaðið - 10.12.2007, Side 65

Fréttablaðið - 10.12.2007, Side 65
MÁNUDAGUR 10. desember 2007 41 H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA - 8 1 4 6 KIA • Laugavegi 172 • Reykjavík • s ími 590 5700 • www.kia. is Nú með vetrardekkjum og dráttarbeisli FULLBÚINN ALVÖRUJEPPI 3.645.000 kr. Reynsluakstursleikur KIA Veldu þér KIA-bíl til að prófa og þú átt möguleika á glæsilegum vinningum. Aðalvinningur: Ævintýrahelgi á Hótel Búðum með afnotum af * Leiknum lýkur 19. desember og verða nöfn vinningshafa birt á Aukavinningar, dregnir út vikulega: Brunch á Vox • 5 þrepa sjálfskipting • Hátt og lágt drif • ESP-stöðugleikastýring • Ný og glæsileg innrétting • 16" álfelgur • Vindskeið og þokuljós • Öflug 170 hestafla dísilvél • Hraðastillir (Cruise Control) • Þakbogar • 3.500 kg dráttargeta Fullbúinn alvörujeppi með ríkulegum staðalbúnaði KIA Sorento KIA umboðið á Ís landi er í e igu HEKLU Umboðsmenn HEKLU um land allt: Akureyri · Akranesi · Ísafirði · Reyðarfirði · Reykjanesbæ · Selfossi KIA Sorento fyrir tvo www.kia.is BOX Bandaríkjamaðurinn Floyd Mayweather Jr. vann bardaga árs- ins með glæsibrag þegar hann tryggði sér WBC-heimsmeistara- titilinn með því að rota Bretann Ricky Hatton í tíundu lotu. Hatton pressaði stíft fyrstu lot- urnar og það leit í fyrstu út fyrir að Mayweather gæti lent í vand- ræðum. Hann komst síðan í gegn- um byrjunina og fór síðan að ná mörgum góðum höggum á Hatton. Þegar leið á bardagann komu síðan yfirburðir Mayweather í ljós og hann veitti hinum harðgerða Breta síðan náðarhöggið þegar hann náði glæsilegum og föstum vinstri krók sem sendi Hatton af krafti út í kaðla. Þá var allur vindur úr Hatton og augnablikum síðar var hann kominn aftur í gólfið og dómarinn stöðvaði bardagann. „Ég vissi að þetta yrði erfitt og Hatton er án vafa erfiðasti and- stæðingurinn minn til þessa,” sagði Mayweather sem hefur unnið alla 39 bardaga sína á ferlinum. May- weather var á heimavelli og dóm- arinn Joe Cortez virtist aðstoða hann við að sleppa við návígin framan af bardaganum. Hatton átti hins vegar salinn því landar hans í MGM-hótelinu létu vel í sér heyra á pöllunum. Áhug- inn var gríðarlegur í Bretlandi en það var áætlað að 350 þúsund heimili hafi keypt bardagann þó svo að það hafi kostað tæplega 4.000 krónur og verið klukkan rúm- lega fimm um nótt. Þetta var fyrsta tap Hattons á ferlinum. „Mér fannst ég vera í góðum málum þar til að ég fékk skurðinn,“ sagði Hatton sem fékk skurð fyrir ofan hægra augað í þriðju lotu. „Hann náði ekki hörð- ustu höggunum í kvöld en hann var klárari en ég bjóst við,“ bætti Hatt- on við en hann hafði unnið alla 43 bardaga sína þegar hann mætti Mayweather. Hatton var ósáttur við að May- weather hefði notað sum bellibrögð til að landa góðum höggum á sig, en sagði að þegar upp væri staðið þá væri þetta bardagi en ekki kitlu- keppni en hnyttni Manchester- mannsins hefur alltaf hitt í mark hjá fjölmiðlamönnum. -óój Bandaríkjamenn geta andað léttar því breska boxinnrásin var stöðvuð í fæðingu í Las Vegas í fyrrinótt: Mayweather rotaði Hatton í tíundu lotu Í GÓLFINU Ricky Hatton fór niður í tíundu lotu. NORDICPHOTOS/GETTY GLEÐI Floyd Mayweather fagnar sigri í bardaganum. NORDICPHOTOS/GETTY KÖRFUBOLTI Helena Sverrisdóttir var með 7 stig, 6 fráköst og 2 stoðsendingar í 30 stiga sigri TCU á Coppin State í bandaríska háskólaboltanum í fyrrinótt. Helena var í byrjunarliðinu í níunda leiknum í röð og er eini leikmaður TCU sem hefur byrjað alla leiki tímabilsins. TCU var búið að tapa tveimur leikjum í röð og fjórum leikjum af síðustu fimm fyrir leikinn og sigurinn gegn Coppin því langþráður. - óój Bandaríski háskólaboltinn: Helena áfram í byrjunarliðinu RÆÐIR VIÐ ÞJÁLFARANN Helena ræðir málin við Jeff Mittie, þjálfara TCU. FRÉTTABLAÐIÐ/KEITH ROBINSON FÓTBOLTI Iker Casillas, markvörð- ur Real Madrid, lenti í skothríð í 1-0 sigri Real Madrid á Athletic Bilbao, ekki þó frá sóknarmönn- um Bilbao-liðsins heldur frá stuðningsmönnum Baskaliðsins. Allskyns hlutum rigndi yfir markvörðinn og vítateiginn meðan á leiknum stóð og á sjónvarpsmyndum sást að stærstu hlutirnir voru hnífar eða dósaopnarar. „Það er alltaf rosalegt and- rúmsloft á San Mames og það er ekkert nýtt að hlutum rigni yfir teiginn. Þetta er samt skrítin leið til að styðja við þitt lið,“ sagði Casillas eftir leikinn. - óój Brjálaðir Baskar í boltanum: Hlutum rigndi yfir Casillas EKKI GOTT Iker Casillar var grýttur í leik Real Madrid um helgina. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.