Fréttablaðið - 10.12.2007, Síða 66

Fréttablaðið - 10.12.2007, Síða 66
42 10. desember 2007 MÁNUDAGUR HANDBOLTI Ein besta handbolta- kona Eyjamanna frá upphafi, Ingi- björg Jónsdóttir, hefur tekið fram skóna á nýjan leik og lék sinn fyrsta leik með Gróttu í sigri á Fylki um helgina. Ingibjörg skoraði 3 mörk í leiknum en hún lék síðast með ÍBV-liðinu í fyrra þegar hún tók fram skóna þar sem ÍBV-liðið vantaði hreinlega leikmenn. Ingi- björg hefur þrisvar orðið Íslands- meistari með ÍBV-liðinu og Alfreð Örn Finnsson, þjálfari Gróttu, er ánægður með að fá Ingibjörgu í liðið en hann vann með henni í Eyjum þegar hann gerði ÍBV að meisturum 2006. „Eva Margrét er á leiðinni í upp- skurð og Kristín Þórðardóttir er ófrísk og ég þurfti að bregðast einhvern veginn við,“ segir Alfreð sem talaði við Ingibjörgu og fékk hana til að byrja aftur í annað skiptið en hún tók einnig fram skóna þegar hann var með ÍBV eftir að hafa hætt þá í tvö tímabil. Ingibjörg er búsett á Bifröst því maðurinn hennar er í námi þar og hún er að kenna að Varmá. Hún mun því þurfa að ferðast mikið til þess að vera með Gróttuliðinu. „Við höfum haldið sambandi og hún var alveg til í að koma. Hún ætlar að æfa eins og hún getur og spila langflesta leikina,“ segir Alfreð en Gróttuliðið er aðeins tveimur stigum frá toppnum og á fullu í baráttunni um Íslands- meistaratitilinn. „Maður var að horfa til þess að hún gæti komið með reynslu inn í þetta. Hún er einstakur karakter og mun reynast vel fyrir yngri stelpurnar í liðinu. Hún er alltaf í toppformi þannig að aldur er bara afstæður fyrir hana,“ segir Alfreð en Ingibjörg er 38 ára gömul. Fyrirliði Gróttuliðsins, Eva Margrét Kristinsdóttir, verður ekkert meira með þar sem hún er að fara í uppskurð á ökkla. Er það mikill missir fyrir Gróttuliðið en tilkoma Ingibjargar mun örugglega reynast liðinu vel. - óój Gamla kempan Ingibjörg Jónsdóttir hefur ákveðið að spila með Gróttu í N1-deild kvenna í vetur: Alfreð fékk Ingibjörgu til þess að spila ÞRISVAR MEISTARI Ingibjörg Jónsdóttir varð Íslandsmeistari með ÍBV 2000, 2003 og 2006. FRÉTTABLAÐIÐ/E. ÓL. Lýsingarbikar karla í körfu KR-Grindavík 104-103 (62-56) Stig KR: Joshua Helm 29 (hitti úr 12 af 14 skotum), Jovan Zdravevski 17, Darri Hilmarsson 13, Brynjar Þór Björnsson 11, Fannar Ólafsson 10 (20 mín.), Avi Fogel 10 (10 stoðs., 5 stolnir), Helgi Már Magnússon 9 (6 stoðs.), Skarphéðinn Ingason 3, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 2. Stig Grindavíkur: Páll Axel Vilbergsson 29 (hitti úr 10 af 19 skotum), Jonathan Griffin 28 (hitti úr 10 af 15 skotu), Þorleifur Ólafsson 17 (11 stoðs.), Igor Beljanski 16 (12 frák.), Adama Darboe 9 (9 frák., 4 stoðs., 24 mín.), Páll Kristinsson 4. Tindastóll-Keflavík 94-105 (50-54) Stig Tindastóls: Ísak Einarsson 19, Donald Brown 18, Svavar Birgisson 16, Samir Shaptahovic 12 (10 stoðs. 6 stolnir), Serge Poppe 11, Phillip Perry 10, Helgi Rafn Viggósson 8. Stig Keflavíkur: Bobby Walker 28 (7 stoðs.), Jón Norðdal Hafsteinsson 24 (hitti 11 af 11 skotum), Tommy Johnson 17, Magnús Þór Gunnarsson 15 (5 stoðs., 4 stolnir), Anthony Susnjara 11, Arnar Freyr Jónsson 4, Gunnar Einarsson 2, Þröstur Léo Jóhannsson 2, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 2. Stjarnan-Njarðvík 86-104 Stig Stjörnunar: Dimitar Karadzovski 21, Fannar Freyr Helgason 18 (12 frák.), Kjartan Atli Kjart ansson 14, Sigurjón Lárusson 12, Calvin Roland 8, Sævar Ingi Haraldsson 7, Eiríkur Sigurðsson 3, Sveinn Ómar Sveinsson 1. Stig Njarðvíkur: Damon Bailey 31 (8 frák.), Jóhann Árni Ólafsson 17, Friðrik Stefánsson 16, Brenton Birmingham 15, Sverrir Þór Sverrisson 10, Egill Jónsson 6, Hjörtur Einarsson 6, Hörður Axel Vilhjálmsson 3. Hamar-ÍR 74-81 Stig Hamars: George Byrd 23 (21 frák.), Bojan Bojovic 16, Roni Leimu 15, Marvin Valdimars son 9, Lárus Jónsson 6 (7 stoðs.), Viðar Örn Hafsteinsson 5. Stig ÍR: Svenbjörn Claessen 22, Hreggviður Magnússon 14, Ómar Sævarsson 14 (14 frák.), Ólafur Jónas Sigurðsson 9, Steinar Arason 8, Nate Brown 7 (8 frák., 6 stoðs., 5 stolnir), Þorsteinn Húnfjörð 4, Eiríkur Önundarson 3. Þór Þorl.-Höttur 106-67 Í átta liða úrslitum karla eru KR, ÍR, Keflavík, Njarðvík, Fjölnir, Þór Þorlákshöfn, Skallagrímur og Snæfell. Í átta liða úrslit kvenna eru komin Haukar, Keflavík, KR, Grindavík, Fjölnir, Hamar, Valur og Snæfell. Ítalski körfuboltinn: Montepaschi Siena-Lottomatica Roma 92-76 Jón Arnór Stefánsson var með 8 stig, 2 fráköst og 2 stolna bolta á þeim 17 mínútum sem hann spilaði. Spænski fótboltinn: Barcelona-Deportivo 2-1 0-1 Cristian (3.), 1-1 Ronaldinho, víti (41.), 2-1 Xavi (71.). Eiður Smári Guðjohnsen sat á bekknum allan leikinn og þeir Samuel Eto’o og Ronaldinho komu inn í byrjunarliðið. Bojan og Deco komu inn á sem varamenn í leiknum. ÚRSLITIN Í GÆR KÖRFUBOLTI Jakob Örn Sigurðar- son átti fínan leik þegar lið hans Univer-Kecskemét vann 91-80 sigur á Lami-Véd-Körmend í ungversku úrvalsdeildinni í körfubolta eftir að hafa verið 55- 58 undir fyrir fjórða fjórðung. Jakob skoraði 10 stig og gaf 5 stoðsendingar í leiknum, þar af var hann með 4 stig og 3 stoð- sendingar þegar Univer tryggði sér sigurinn í lokaleikhlutanum. Univer er í 7. sæti deildarinnar með 4 sigra í 8 leikjum. Jakob er í 7. sæti í stolnum boltum (3,0 í leik), í 13. sæti í stoðsendingum (3,3) og í 22. sæti í þriggja stiga skotnýtingu (35,1 prósent). - óój Jakob Örn Sigurðarson: Lék vel í sigri GÓÐUR Í SIGRI Jakob Örn Sigurðarson stjórnaði leik Univer með glæsibrag. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KÖRFUBOLTI Njarðvík komst í 8- liða úrslit Lýsingarbikarkeppni karla í körfubolta í gærkvöldi eftir auðveldan sigur á Stjörn- unni. Eftir að Stjarnan hafi verið yfir fyrstu mínúturnar af leikn- um tóku Njarðvíkingar öll völd á vellinum og lönduðu á endanum átján stiga sigri, 84-106. Damon Bailey fór mikinn fyrir Njarðvík í fyrsta leikhluta sem einkenndist af miklu stigaskori. Hann var búinn að skora 19 stig í 1. leikhluta sem Njarðvík leiddi, 27-32, og alls 25 stig í fyrri hálf- leik sem Njarðvík vann 44-56. Þessa forystu lét Njarðvík aldrei af hendi og hélt Stjörnunni nokkuð auðveldlega fyrir aftan sig. Þriggja stiga hittni Stjörn- unnar og ágætis sóknarleikur gerði þeim kleift að hanga inni í leiknum en þeir komust aldrei nær Njarðvík en tíu stigum. Mun- urinn í þriðja leikhluta var orðinn fjórtán stig, 62-76, og svo fór að Njarðvík lagði Stjörnuna með átján stiga mun, 86-104. Sóknarleikur Njarðvíkur í leiknum var mjög hraður en Teit- ur Örlygsson, þjálfari Njarðvík- ur, hefur smátt og smátt verið að breyta leikstíl Njarðvíkurliðsins. ,,Önnur lið eru búin að skoða okkur mikið og kortleggja Njarð- vík í gegnum árin. Þess vegna erum við búnir að breyta í þenn- an hraða spilastíl og ég er himin- lifandi hvernig þetta gekk í dag,“ sagði Teitur við Fréttablaðið. „Það er mun meiri hraði í okkar leik núna og við byggjum mikið upp á að koma boltanum undir körfuna á Friðrik [Stefánsson] og Bailey. Þeir stóðu fullkomlega undir því í dag,“ sagði Teitur sem sagði bikarinn ekki bara bónus fyrir Njarðvík. ,,Að sjálfsögðu reynum við að vinna alla titla sem í boði eru. Núna getum við þó lagt bikarinn aðeins til hliðar og einbeitt okkur að deildinni en þar eigum við tvo erfiða leiki fyrir jól.“ - tom Njarðvíkingar eru komnir í átta liða úrslit Lýsingarbikars karla eftir 18 stiga sigur á Garðbæingum í gær. Damon gaf tóninn í auðveldum sigri LÉTT Sverrir Þór Sverrisson og félagar fóru létt með Stjörnuna í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KÖRFUBOLTI KR lagði Grindavík, 104-103, í frábærum körfubolta- leik í sextán liða úrslitum Lýsing- arbikarsins. Mikill hraði var í leiknum sem var frábær skemmt- un fyrir þá fjölmörgu háværu áhorfendur sem lögðu leið sína í DHL-höllina í vesturbænum. Mikill hraði var í leiknum í fyrri hálfleik og lítið um varnir. Bæði lið spiluðu stuttar sóknir sem enduðu oftar en ekki með auðveld- um körfum. Liðin skiptust á að skora og þegar fyrsti fjórðungur var liðinn höfðu liðin skipt 64 stig- um bróðurlega á milli sín. KR-ingar voru fyrri til að huga að því að spila varnarleik. Með góðum varnarleik og fjórum þriggja stiga körfum í röð breytti KR stöðunni úr 45-45 í 57-47 og Grindvíkingar tóku leikhlé. Grindavík náði að minnka mun- inn í þrjú stig, 57-54, en því svöruðu KR-ingar með fimm stigum gegn tveim og fóru fyrir vikið með sex stiga forystu inn í hálfleik, 62-56. Heldur meiri ró var yfir leik- mönnum í upphafi seinni hálfleiks og leikmenn áttu erfiðara með finna opin skot framan af þriðja leikhluta og varnirnar þvinguðu tapaða bolta sem sáust varla í fyrri hálfleik. Leikar hresstust á ný undir lok þriðja leikhluta þegar Páll Axel Vilbergsson efndi til stór- sýningar. Páll Axel skoraði 9 stig á 56 sekúndum og sá til þess að KR fór aðeins með tveggja stiga for- ystu inn í fjórða og síðasta leikhlut- ann, 86-84. Þessi vaska framganga Páls Axels kveikti í félögum hans og Grindavík hóf fjórða leikhluta með 11-3 kafla og náði sex stiga forystu, 95-89. Í stöðunni 92-97 og tæpar fjórar mínútur eftir af leiknum fékk Grindvíkingurinn Jonathan Griffin sína fimmtu villu fyrir að kljást við Skarphéðin Ingason. Ódýr og afdrifarík villa því KR- ingar gengu á lagið og staðan varð 98-99. Síðustu mínúturnar skiptust liðin á að skora og ná eins stigs forystu. Þegar 22 sekúndur voru eftir kom Þorleifur Ólafsson Grindavík í 103-102. Í næstu sókn skoraði Fannar Ólafsson síðustu körfu leiksins og tryggði KR sæti í átta liða úrslitum Lýsingar- bikarsins. Fannar, hetja KR-inga, var að vonum ánægður með sigurinn í leikslok. „Þetta var hörkuleikur eins og við áttum von á en því miður náðum við ekki að halda hraðanum niðri eins og við ætluð- um okkur. Þeirra leikur er hraður og við ætluðum að spila langar sóknir og nýta skotklukkuna því þeir eru slakt varnarlið þegar þannig er spilað en sterkt varnar- lið í hröðum leik. Við náðum 10 stiga forystu og spiluðum þá inn í hendurnar á þeim. Við erum miklu betri en þetta. Það er enn haust- bragur á okkar leik en það er í lagi því við ætluðum okkur ekki að vera bestir í desember. Við ætlum að vera bestir í febrúar og svo aftur í apríl.” „Það er synd að þessi lið mætast svona snemma í keppninni. Það hefði verið gaman að mæta þeim í höllinni en það er svo sem fínt að klára þá hérna svo við þurfum ekki að mæta þeim seinna. Ég fíla að spila þessar stóru körfur og setja þær niður,“ sagði Fannar að lokum um sigurkörfuna. Friðrik Ragnarsson þjálfari Grindavíkur, var mjög ósáttur við fimmtu villuna sem Griffin fékk. „Þetta er leikur sem við áttum að klára. Við vorum fjórum stig- um yfir þegar mínúta var eftir og missum þá boltann klaufalega. Þeir skora í kjölfarið úr þriggja stiga körfu og fá þrjár tilraunir til þess í sömu sókninni. Þetta er augnabliks einbeitingarleysi. Svo skiptir gríðarlega miklu máli fyrir okkur að Griffin fær sína fimmtu villu eins og hann fékk hana. Ég er gríðarlega svekktur. Ég get skilið að menn fái villur þegar það er villa en að lenda í leikmanni eins og Skarphéðni sem var búinn að hrinda mínum mönn- um og reyna að fella þá allan leik- inn. Það á ekki að verðlauna mann eins og Skarphéðin með fullri virðingu fyrir honum með því að flauta á báða leikmenn. Þetta var einfaldlega rangt. Í spennandi, frábærum og skemmtilegum leik þá réð þetta litla atriði úrslitum. Leikurinn var vel dæmdur fyrir utan þetta en ég hefði viljað leyfa leikmönnunum að klára leikinn. Við missum Kanann okkar út af fyrir ekki neitt. Ég óska KR til hamingju, þeir eru vel að þessu komnir.“ Friðrik var óánægður með varn- arleik sinna manna. „Ef við ætlum að taka titla þurfum við að fara að spila vörn. Við erum með frábært sóknarlið og ef við hefðum spilað snefil af vörn hefðum við unnið þetta með 10-15 stigum,“ sagði Friðrik í leikslok. - gmi Fyrirliðinn kom KR í átta liða úrslit Fannar Ólafsson tryggði KR 104-103 sigur á Grindavík og þar með sæti í átta liða úrslitum Lýsingarbikars karla með því að skora sigurkörfuna 8 sekúndum fyrir leikslok. Leikurinn var frábær skemmtun. STIGHÆSTU MENN VALLARSINS Grind- víkingurinn Páll Axel Vilbergsson reynir hér að verjast KR-ingnum Joshua Helm. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FLOTTUR Í LOKIN KR-ingurinn Fannar Ólafsson skoraði mikilvægustu körfu leiksins í DHL-höllinni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.