Fréttablaðið - 16.12.2007, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 16.12.2007, Blaðsíða 2
2 16. desember 2007 SUNNUDAGUR YACOUBIAN BYGGINGIN EFTIR ALAA AL-ASWANY INNILEG, GRÍPANDI OG SKEMMTILEG „HEILLANDI OG SLÁANDI BLANDA AF ÆRSLASÖGU OG SAMFÉLAGSGREININGU, BRJÁLAÐRI SKEMMTUN OG FÚLUSTU ALVÖRU.“ – JYLLANDS-POSTEN „BÓK SEM ALLIR ÆTTU AÐ LESA. HÚN BREYTIR SÝN MANNS Á HEIMI SEM MAÐUR HVORKI ÞEKKIR NÉ SKILUR.“ – RUNÓLFUR ÁGÚSTSSON „BESTA BÓK ÁRSI NS“ – THE GU ARDIAN D Y N A M O R E Y K JA V ÍK LÖGREGLUMÁL Lögregluþjónn var lagður inn á Fjórðungssjúkrahús- ið á Akureyri í fyrrinótt með áverka á höfði. Áverkana hlaut hann í átökum við mann sem lögregla hafði afskipti af vegna pústra fyrir utan skemmtistaðinn Kaffi Akureyri. Maðurinn brást illa við afskiptum lögreglu og skallaði fyrrnefndan lögregluþjón. Hann gisti fangageymslur en var sleppt að lokinni skýrslutöku í gær. Hermann Karlsson, varðstjóri á Akureyri, segir að málið sé litið alvarlegum augum. Lögreglu- þjónninn var útskrifaður á hádegi í gær. Áverkarnir voru ekki alvarlegir. - þo Maður réðst á lögregluþjón: Lagður inn með höfuðáverka Ólafur, er komið hátæknihljóð í strokkinn? „Jah, við höfum alltaf verið hátækni- vædd hér í Ölfusi.“ Ólafur Áki Ragnarsson er bæjarstjóri í Þorlákshöfn, þar sem Strokkur Energy vinnur í samstarfi við ítalskt fyrirtæki að reisa kísilhreinsun fyrir sólarorkusellur. LÖGREGLUMÁL Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði mann sem grunaður er um íkveikju í gamla húsi Fiskiðjunnar í Vestmannaeyj- um í gæsluvarðhald fram á mánudag. Maðurinn sem er á þrítugsaldri hefur verið í haldi lögreglu síðan á föstudag og óskaði lögreglu eftir gæsluvarðhaldi því talið var að rannsóknarhagsmunir væru í húfi. Maðurinn neitar allri sök en viðurkennir að hafa verið í húsinu skömmu áður en tilkynnt var um brunann. Vettvangsrannsókn er ekki lokið og hefur lögreglu borist liðsauki frá rannsóknardeild lögreglunnar á Selfossi. - eb Meintur brennuvargur: Í gæsluvarðhald vegna íkveikju Þrír meiddust í bílveltu Þrír voru fluttir á sjúkrahúsið á Sel- fossi með minni háttar meiðsli eftir að bifreið valt út af Suðurlandsvegi við Ásmundarstaði. Fimm voru í bíln- um þegar slysið varð og er bifreiðin ónýt eftir slysið. LÖGREGLUFRÉTTIR SLÖKKVILIÐIÐ AÐ STÖRFUM Fljótlega vaknaði sá grunur að um íkveikju væri að ræða. MYND/ÓSKAR SLYS Tvö hross drápust þegar þau lentu í árekstri við sendiferðabíl á Norðurlandsvegi skammt ofan við Varmahlíð í Skagafirði í fyrrinótt. Bifreiðin var óökufær eftir óhappið en ökumanninn, sem var einn í bílnum, sakaði ekki. Að sögn lögreglu voru hrossin í stóði sem hafði sloppið úr girðingu á nærliggjandi bæ. Ökumaðurinn var nýbúinn að mæta tveimur bifreiðum og enn hálf blindaður af ljósum þeirra þegar stóðið hljóp yfir veginn svo hann náði ekki að stöðva í tæka tíð. - þo Umferðaróhapp í Skagafirði: Ók inn í hrossa- stóð á þjóðvegi LÖGREGLUMÁL Slagsmál brutust út við Spöngina í Grafarvogi síðdegis í gær þar sem hátt í hundrað unglingar höfðu safnast saman. Lögregluþjónn var sleginn í andlitið þegar hann reyndi að skakka leikinn. Að sögn lögreglu var um að ræða tvo hópa, annan úr Breið- holti og hinn úr Grafarvogi, sem virtust vera að gera upp einhverj- ar sakir. Unglingarnir voru á grunnskólaaldri. Lögregla leysti hópinn upp en sex ungmenni voru flutt á lögreglustöð. Lögregluþjónninn sem var sleginn hlaut ekki alvarlega áverka. - þo Hópslagsmál við Spöngina: Unglingar veitt- ust að lögreglu LÖGREGLUMÁL „Hann kom hingað inn og fyrst tók ég ekkert eftir því að eitthvað væri að. Svo sá ég blóðið og hringdi á Neyðarlín- una,“ segir starfsmaður verslun- arinnar 11-11 við Skúlagötu en maður sem var stunginn í lærið um miðjan dag í gær kom þangað inn til að leita sér hjálpar. Starfsmaðurinn segir að mað- urinn hafi verið að tala í símann þegar hann kom inn í verslunina. Hann hafi síðan hnigið niður í gólfið skammt frá innganginum enda orðinn afar máttvana. „Ég tók við símanum af honum og félagi hans, sem hann hafði verið að ræða við, bað mig um að hringja í Neyðarlínuna. Ég sagði honum að ég væri búinn að hafa samband við þá og lögreglan kom örstuttu síðar,“ segir starfsmað- urinn sem vildi ekki láta nafns síns getið. Þegar þetta var hafði lögregla þegar fengið ábendingar um manninn frá íbúum við Hverfis- götu sem höfðu samband við Neyðarlínu og tilkynntu að maður hefði verið stunginn í heimahúsi. Maðurinn ráfaði þaðan áður en lögregla kom á vettvang og var hægt að rekja blóðslóðina niður að verslun 11- 11. Maðurinn reyndist vera með slagæðablæðingu og var því fluttur rakleiðis á slysadeild þar sem gert var að sárum hans. Hann var með djúpan skurð en ekki í lífshættu og var útskrifað- ur síðdegis. Vitastígnum var lokað að hluta í gær meðan lögreglan kannaði vegsummerki og slökkviliðið hreinsaði blóð af götunni. Hafliði Þórðarson, fulltrúi lög- reglunnar á höfuðborgarsvæð- inu, segir rannsókn málsins á frumstigi og að atburðarásin sé óljós. Tekin var skýrsla af mann- inum í gærkvöld. Enginn hafði verið yfirheyrð- ur vegna málsins þegar Frétta- blaðið fór í prentun í gærkvöld. thorgunnur@frettabladid.is Stunginn í lærið í íbúð við Hverfisgötu Maður var stunginn í heimahúsi á Hverfisgötu um miðjan dag í gær. Hann ráfaði milli húsa með blæðandi sá uns hann hné niður í verslun. Rannsókn lögreglu er á frumstigi. Sár mannsins reyndust ekki lífshættuleg. ÖRYGGISMÁL Nefnd á vegum Norðurlandaráðs mun skoða öryggismál á norðurslóðum á tímum hlýnunar andrúmsloftsins. Þetta ákvað forsætisnefnd Norðurlandaráðs á fundi sínum í Norræna húsinu á föstudag . Árni Páll Árnason, formaður Íslandsdeildar Norð- urlandaráðs, mælti fyrir tillögunni. „Við viljum að Norðurlöndin hefji skipulegt samstarf á þessu sviði og þetta er í fyrsta sinn sem þessi mál komast á dag- skrá norræns samstarfs,“ segir Árni Páll. „Í kjölfar hlýnunar andrúmslofts mun skipaum- ferð um Norðurhöf aukast og sömuleiðis ásókn í auð- lindir sem ekki voru áður aðgengilegar,“ segir Árni Páll. „Það þarf að ræða björgunarmál á svæðinu út frá norrænum heildarhagsmunum.“ Fundinn sóttu meðal annarra Dagfinn Høybråten, forseti Norðurlandaráðs, og Jan-Erik Enestam, framkvæmdastjóri ráðsins. Auk öryggismála fjallaði forsætisnefndin um önnur mál sem eru efst á baugi í norrænu samstarfi. - sgj Norðurlandaráð mun fjalla um öryggis- og björgunarmál á þingi sínu í haust: Öryggi á Norðurhöfum brýnt FORSÆTISNEFNDIN Árni Páll Árnason, Dagfinn Høybråten og Jan-Erik Enestam ræddu við blaðamenn að fundi loknum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VITASTÍG LOKAÐ Blóðslóð lá eftir Vitastíg frá Hverfisgötu og niður að verslun 11-11 við Skúlagötu þar sem maðurinn hneig niður. Slökkviliðið þreif blóðið af götunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BLÓÐSLÓÐ Maðurinn hlaut djúpan skurð á læri og blæddi mikið. Atburða- rásin lá ekki ljós fyrir í gærkvöld og er rannsókn lögreglunnar á frumstigi. Tekin var skýrsla af manninum eftir að hann var útskrifaður af sjúkrahúsi um kvöldmatarleytið í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON REYKJAVÍK Heiðmörkin iðaði af lífi í góðviðrinu í gær þegar Jólaskóg- ur Skógræktarfélags Reykjavík- ur var opnaður í gær. Fyrir mörgum er það ómissandi þáttur í jólahaldinu að fara í skóg- inn og höggva sitt eigið jólatré og áhuginn vex ár frá ári. Gestir jóla- skógarins geta valið um blágreni, fjallaþin, rauðgreni eða stafafuru og nenni maður ekki að höggva tréð sjálfur má kaupa það tilbúið á jólamarkaðnum á Elliðavatni. Í staðinn fyrir hvert tré sem höggvið er gróðursetur Skóg- ræktarfélagið að minnsta kosti tvö tré. Jólaskógurinn verður opinn í dag og næstkomandi laugardag og sunnudag milli klukkan 11 og 16. Jólaskógur Skógræktarfélags Reykjavíkur var opnaður í gær: Vinsælt að höggva eigið tré JÓLATRÉÐ TILBÚIÐ Þorkell Sigurðsson fór létt með að draga jólatré fjölskyldunnar út úr skóginum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Mafíuforingi handtekinn Mafíuforingi sem talinn er meðal 30 hættulegustu glæpamanna sem eftirlýstir eru á Ítalíu var handtekinn í Napólí á föstudag. Edouardo Contini er áhrifamesti mafíuforingi Neopolit- an-mafíunnar Camorra. ÍTALÍA Hamas-samtökin tvítug Tugir þúsunda manna komu saman í gær í Gazaborg í tilefni af því að 20 ár eru liðin frá stofnun Hamas-samtaka Palestínumanna. Hálft ár er liðið fra því að samtökin náðu völdum á Gaza. Leiðtogar samtakanna ítrekuðu í tilefni dagsins heit sín um áframhald- andi baráttu gegn Ísrael. PALESTÍNA SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.