Fréttablaðið - 16.12.2007, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 16.12.2007, Blaðsíða 4
4 16. desember 2007 SUNNUDAGUR LETTLAND, AP Valdis Zatlers, forseti Lettlands, tilkynnti á föstudag að hann hefði útnefnt Ivars Godman- is, fráfarandi dómsmálaráðherra, næsta forsætisráðherra landsins. Godmanis var reyndar fyrsti maðurinn til að gegna forsætisráð- herraembættinu eftir endurreisn sjálfstæðis Lettlands árið 1991. Hann tjáði blaðamönnum í gær að hann myndi freista þess að mynda samsteypustjórn fimm flokka, sem yrði fær um að leiða landið út úr þeim pólitísku og efnahagslegu kröggum sem það á nú í. - aa Stjórnarmyndun í Lettlandi: Godmanis for- sætisráðherra PAKISTAN, AP Forseti Pakistans, Pervez Musharraf, aflétti í gær sex vikna neyðarástandi í landinu. Forset- inn lýsti yfir neyðarástandi í nóvember og var almennt talið að ástæðan hafi verið sú að hæstiréttur landsins væri í þann mund að lýsa því yfir, að Musharraf hafi ekki verið kjörgengur í forseta- kosningum í október. Á meðan neyðarástandið varði lét Musharraf handtaka hundruð manna og skipti út hæstaréttar- dómurum. Nýju dómararnir staðfestu að Musharraf væri réttkjörinn forseti landsins og sagði hann af sér sem yfirmaður herafla Pakistans í kjölfarið. - eb Forseti Pakistans: Sex vikna neyð- arástandi aflétt PERVEZ MUSHARRAF ORKUMÁL Landsvirkjun telur athugasemdir Ríkisendurskoðun- ar vegna samkomulags fyrirtæk- isins við stjórnvöld um vatnsrétt- indi í neðri hluta Þjórsár frá því í maí ekki breyta því að félagið hafi heimild til þess að ræða og semja við landeigendur á grund- velli Títan-samninganna svoköll- uðu. Samkvæmt þeim samningum er íslenska ríkið eigandi meira en níutíu prósent hlutar af vatns- og landréttindum á svæðinu. „Það er nauðsynlegt að samn- ingaviðræður verði leiddar til lykta því sveitarstjórnir vestan Þjórsár hafa óskað eftir því að áður en komi til staðfestingar á aðalskipulagi liggi fyrir sam- komulag við þá jarðeigendur sem hagsmuna hafa að gæta vegna fyrirhugaðra framkvæmda. Nýt- ing Landsvirkjunar á vatnsaflinu í neðri hluta Þjórsár þegar þar að kemur er hins vegar háð því að ríkið hafi heimildir til að ráðstafa vatnsréttindum,“ segir Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkj- unar. Ríkisendurskoðun skilaði nýlega frá sér greinargerð um samkomulag stjórnvalda við Landsvirkjun. Niðurstaða Ríkis- endurskoðunar var sú að ekki hefði verið um varanlegt framsal vatnsréttinda að ræða. Friðrik segir þetta ekki hafa komið honum á óvart. „Lands- virkjun hefur alltaf gert sér grein fyrir því að ekki er um varanlegt framsal vatnsréttinda að ræða í samkomulagi fyrirtækisins við íslenska ríkið. Niðurstaða Ríkis- endurskoðunar er sú að afla þurfi sérstakrar lagaheimildar til þess að ráðstafa vatnsréttindum ríkis- ins í neðri hluta Þjórsár og að á meðan slíka heimild skortir er samkomulagið ekki bindandi fyrir ríkissjóð.“ Litið er svo á að fyrrnefnt sam- komulag frá því í maí veiti Lands- virkjun heimild til að koma fram sem viðsemjandi um nýtingu landsréttinda vegna virkjunar á grundvelli Títan-samninganna. „Á þeim grunni héldum við áfram virkjanaundirbúningi,“ segir Friðrik. Eins og greint var frá í Frétta- blaðinu í gær hefur Landsvirkjun átt í viðræðum við fulltrúa ítalska iðnfyrirtækisins Becromal um sölu á raforku til kísilhreinsunar sem staðsett yrði í Þorlákshöfn. Hreinsunin þarf um 150 mega- vött af rafmagni en ráðgert er að virkjanir í neðri hluta Þjórsár geti framleitt á þriðja hundrað megavött. „Það er næg eftirspurn eftir orkunni og standa viðræður yfir meðal annars við Becromal sem hreinsar kísil í sólarrafala og Verne Holding sem hyggst byggja upp netþjónabú hér á landi,“ segir Friðrik. magnush@frettabladid.is Haldið áfram með samningaviðræður Landsvirkjun stefnir að því að sækja um leyfi fyrir virkjanir í neðri hluta Þjórs- ár á næsta ári. Krafa sveitarfélaga vestan Þjórsár er að samkomulag liggi fyrir við jarðeigendur áður en aðalskipulag er staðfest, segir forstjóri Landsvirkjunar. RÆÐA KÍSILHREINSUN FYRIR SÓLARORKUSELLUR Friðrik Sophusson, forstjóri Lands- virkjunar, og Aldo Si Fasano, aðstoðarframkvæmdastjóri ítalska fyrirtækisins Becrom- al, hittust á föstudag til að ræða sölu raforku til kísilhreinsunar sem yrði staðsett í Þorlákshöfn og veitti 400 manns vinnu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ORKA Búast má við niðurstöðu frá REI-stýrihópnum í byrjun næsta árs, að sögn Sigrúnar Elsu Smára- dóttur, sem situr í honum fyrir Samfylkingu. Hópurinn hefur nú starfað síðan í seinni hluta október. Í honum sitja stjórnmálamenn úr flestum flokkum. „Þetta er töluverður texti og hefur verið rætt um hversu mikla áherslu á að leggja á mismunandi þætti í atburðarásinni,“ segir hún. Búið sé að fara í nokkra hringi yfir framsetningu textans. Í vændum sé skýr niðurstaða um fortíðina og hvaða lærdóm megi draga af henni. „Það er mín skoðun að við eigum að reyna að fyrirbyggja að hlut- irnir geti siglt undir radar svona lengi, eins og gerðist í REI-mál- inu,“ segir Sigrún Elsa. Hafliði Helgason, starfsmaður REI, segir að sitt fólk sé fremur rólegt og hafi næsta lítið heyrt af verkum stýrihópsins, þótt ákveðn- um hugmyndum hafi verið velt upp. „Og við hljótum að hugsa okkur til hreyfings. Fyrir mér var þetta verkefni mjög tengt aðkomu Bjarna Ármannssonar.“ Grunnhugmynd stýrihópsins mun vera sú að skýra boðleiðir, valdsmörk og ábyrgð innan Orku- veitunnar. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu er vilji til að endurskilgreina fyrirtækið svo það verði opinbers eðlis. - kóþ REI-stýrihópur vinnur að endanlegri framsetningu skýrslu og stefnumótunar: Niðurstaða í byrjun næsta árs HAFLIÐI HELGASON SIGRÚN ELSA SMÁRADÓTTIR BAGHDAD, AP Bretar afhenda Írökum Basra-hérað með formlegum hætti í dag. Gagnrýn- endur vilja þó meina að afhend- ingin sé aðeins táknræn þar sem Bretar hafi í raun aldrei stjórnað svæðinu. Eftir kosningarnar árið 2005 hefur suðurhluti Íraks verið undir stjórn sjíta og uppreisnar- herja sem eru þeim hliðhollir. Flestar olíulindir Íraks eru í suðurhluta landsins og því er öryggi og stöðugleiki í þeim hluta landsins sérstaklega mikilvægt. Breskir embættismenn hafa sagst ætla að hjálpa íraska hernum ef upp úr sýður en munu jafnframt minnka herafla sinn úr 4.500 í 2.000 hermenn. - eb Írakar taka við eftirliti í Basra: Bretar hverfa frá Basra-héraði FÉLAGSMÁL Frístundamiðstöð miðborgar og Hlíða hlaut á föstudag nafnið Kampur. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kynnti nýja nafnið við hátíðlega athöfn í Hinu húsinu. Nafngiftin vísar til fyrirhugaðr- ar staðsetningar frístundamið- stöðvar í Vörðuskóla við Skóla- vörðustíg en þar reistu hermenn skála sína í seinni heimsstyrjöld- inni. Að mati dómnefndar á nafnið ekki síður að tákna gleði, líf og fjör þar sem menn geta brosað í kampinn. Dómnefnd hafði úr 103 tillögum að velja og varð niðurstaðan sem fyrr segir nafnið Kampur. Vinningstillöguna átti Gísli Guðmundsson, íslenskumaður og starfsmaður ÍTR. - ovd Nýtt nafn frístundamiðstöðvar: Kampur táknar gleði, líf og fjör BASRA Í GÆR Bretar afhenda Írökum Basra-hérað í dag. NORDICPHOTOS/AFP DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- ness dæmdi á föstudag Karl Bjarna Guðmundsson Idol- söngvara í tveggja ára fangelsi. Karl Bjarni er sakfelldur fyrir að hafa reynt að smygla tveimur kílóum af kókaíni til landsins fyrir síðasta sumar. Á fréttavef Vísis segir að Karl Bjarni hafi játað fyrir dómi að hafa reynt að smygla fíkniefnun- um. Hann hafi hins vegar verið svokallað burðardýr. Þá greinir Vísir frá því að Karl Bjarni hafi ekki viljað gefa upp nöfn þeirra sem stóðu að kókaíninnflutningn- um af ótta við afleiðingar sem af því kynnu að hljótast. - þo Tvö ár fyrir kókaínsmygl: Bar við að hafa verið burðardýr GENGIÐ 14.12.2007 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 119,5766 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 62,00 62,30 125,85 126,47 90,16 90,66 12,081 12,151 11,333 11,399 9,552 9,608 0,5499 0,5531 97,60 98,18 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Þú getur alltaf treyst á prinsinn Hlíðasmára 8 • 201 Kópavogi s: 554 7200 • www.hafid.is OPIÐ ALLA HELGINA 10-16 Stór humar Humarsúpa prinsinns Þorláksmessu skata Mikið úrval fi skrétta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.