Fréttablaðið - 16.12.2007, Blaðsíða 80
44 16. desember 2007 SUNNUDAGUR
Embla Ýr Bárudóttir og Ingólfur
Örn Björgvinsson halda áfram að
vinna með efni úr Njálu í mynda-
sögum sínum: Hetjan er fjórða bók
þeirra, að flestu unnin í sama stíl og
fyrri verkin. Ritröðin öll er merki-
legt framtak og á Mál og menning
lof skilið fyrir aðkomu sína að verk-
inu, enda hefur þeim höfundum og
útgefanda verið sýndur ýmis sómi.
Hér segir í nokkuð stóru riti frá
Gunnari á Hlíðarenda og er að
vonum mikið efni til myndrænnar
túlkunar: hestaat, bardagar, þing-
hald, ástarsenur og ofan í kaupið
heldur flókin flétta sem verður að
koma í bólur þar sem höfundar
kjósa að grípa ekki í atvikslýsingar
í frásögninni, sem hefði vafalítið
aukið sögunni kraft. En virðum
ákvörðun þeirra.
Þetta er fallegt verk: litun með
afbrigðum góð, stíleinkenni hrein
og ekki lagst í tilraunir sem hefði
oftar mátt nýta, hluti fyrir heild
eykur tempó í mikilsverðum atrið-
um. Sagan er ekki rofin í römmum,
gengur fram með fastheldinni og
nokkuð íhaldssamri skipan ramma
á síðuflötinn. En þessir listamenn
eru ungir og það er út af fyrir sig
afrek að smíða alla atburðarásina
inn í samtöl, þau hafa nógan tíma til
að finna frekari leiðir til að glæða
fornar sögur íslenskar lífi og lit.
Ekki er mikið að gerast í íslenskri
útgáfu á teiknimyndasögum: Fjölvi
heldur enn úti Tinna-útgerðinni,
Þórgnýr er kominn á íslensku,
Þankastrik, Syrpur og Galdrastelp-
ur halda sínu striki. Fyrir utan
sögur Hugleiks eru verk Emblu og
Ingólfs það eina sem hér er að ger-
ast. Allt annað er frekar myndlýs-
ing en beinlínis myndræn frásögn,
þar eru fínir kraftar að starfi: Jean
Antoine Osocco, Halldór Baldurs-
son, Sigrún Eldjárn, Áslaug Jóns-
dóttir og fleiri halda myndinni
ferskri í íslenskum barnabókum, en
landvinninga sjáum við ekki. Stíll á
Hetjunni gæti verið harðari, það er
fullmikill pempíuskapur á okkar
tímum að hvergi sjáist í geirvörtu á
Hallgerði fyrst Gunnar fær að fara
úr að ofan. Landið er mildilega túlk-
að, veður oftast heið og persónu-
sköpun í andlitum ekki ýkt nema á
stöku gamalmenni. Stundum skort-
ir á mun milli svips og andlitsfalls
manna sem er nauðsynlegur þáttur
í svo stóru persónugalleríi sem
Gunnars þáttur býr yfir. Málfar í
bólum er eðlilegt: sögnin að grilla
fær þegnrétt í Njálu og hefði eins
mátt nota steikja. Þær aðfinnslur
eru tittlingaskítur.
Þetta er gott verk og þarft og
stendur vel fyrir sínu – ef til vill
vísar það ungum lesendum á bókina
góðu sem er upphaf sögunnar.
Páll Baldvin Baldvinsson
„Einstaka sögur skynja og túlka á
hverjum tíma hjartslátt tímans,“
(13) segir í nýútkominni bók
Hjálmars Sveinssonar um Elías
Mar skáld: Nýr penni í nýju lýð-
veldi.
Það er megintesa Hjálmars að
Elías hafi skráð skamma stund í
lífi borgarbarna uppúr stríðinu á
fyrstu dögum lýðveldisins og af
ýmsum ástæðum sem Hjálmar
rekur hafi rödd hans þagnað, en
eftir standa verkin fjögur, Eftir
örstuttan leik, Man ég þig löng-
um, Vögguvísa og Sóleyjarsaga
sem vörður í sögunni, en utan
alfaraleiða, gleymd en mikilvæg
verk. Stúdía Hjálmars, hann kall-
ar verkið fléttubók – hugtak sem
komið er úr útvarpsþáttagerð – er
beint áframhald á fyrri verkum
hans og Geirs Svanssonar um
Rósku, Megas og Dag, uppreisn-
arfólkið í íslenskri list. Þær bækur
eru mikilvæg og glæsileg lykil-
verk um endurskoðun á íslenskri
menningarsögu á sjötta og sjö-
unda áratugnum. Verk Hjálmars
um Elías er brýnt, og sömu gerð-
ar.
Nú er engum blöðum um það að
fletta að Elías Mar var mikilvæg-
ur höfundur: fáum kunnur eftir
1960, kafnaði eða lenti undir fargi
módernismans að hluta og áköf-
um áróðri fyrir einveldi Halldórs
Laxness í íslenskri menningarpól-
itík. Hann var ekki síður utan-
garðs í samviskulítilli menningar-
pólitík Viðreisnar sem byggðist
að hluta til á upphafningu ein-
stakra listamanna eins og útskúf-
un annarra, bæði vegna fagur-
fræðilegra sjónarmiða og
pólitískrar afstöðu: „... það voru
alls fimmtán vinstri sinnaðir höf-
undar sem féllu í ónáð um 1960,“
segir Elías (145). Skipulagðar
atvinnuofsóknir gegn vinstri sinn-
uðum þjóðræknismönnum –
„kommum“ – á viðreisnarárunum
eru einn stærsti glæpur Alþýðu-
flokks og Sjálfstæðisflokks á síð-
ustu öld.
En líka má til þess líta að sú
unglingamenning sem hér spratt
upp í velferð stríðsáranna og inn-
spýtingi af afþreyingu, kvikmynd-
um, tónlist og tískuvörum, og náði
strax til allra stétta, tók ekki að
birtast á meginlandinu fyrr en
eftir stríðið. Hér voru ýmis merki
um unglingamenninguna, en það
fólk óx úr grasi, varð fullorðið
fljótt, byggði úthverfin, hlíðar,
haga og heima – Kópavoginn. Og
upplifði harða efnahagslega kosti
hafta, skömmtunar og Kanaþjónk-
unar sem allt var að kæfa: líka
unglingamenningu. Þegar
skömmt unin var laus við fár
stríðsóreiðunnar og komst í fasta
spennu kaldastríðsóttans fraus
allt. Það gilti allt fram á sjöunda
áratuginn og losnar ekki um fyrr
en um hann miðjan.
Var nokkur von til þess að Elías,
sem hafði verið innan um krakka
fyrstu árin eftir stríðið, skilið þá
og lýst, gæti lifað af langan vetur
frá ´49 til ´58, nema eins og hann
lýsir raunar manna best í Sóleyj-
arsögu, og síðan endurnýjast og
komið fram aftur og í beinu sam-
bandi 1963? Það var vonlaust, rétt
eins og hjá Colin McInnes sem
átti bara sinn stutta tíma en ekki
meir með Lundúna-þríleiknum 58
til 60.
En hvers vegna var Elías þá
þagaður í hel í þessi fimmtíu ár?
Það er reyndar hefð í íslensku
menningarlífi að þegja menn,
þagga þá gersamlega. Og þeir
þurfa ekki að vera einhleypir,
bisexual, einstakir heiðursmenn
til þess. Margir félagar og sam-
ferðamenn Elíasar vissu mætavel
hver vikt hans var en töldu hann
aldrei með. Það hefði þó staðið
mörgum nærri: til dæmis skjól-
stæðingi hans Guðbergi, nú eða
Degi, að minna menn á Elías. Eða
þá allt liðið sem þáði af honum
prófarkalesturinn.
Víst má telja það ógæfu hans og
líkast til fleiri, Jónasar Svafár,
Steinars, Ástu, jafnvel Dags, að
útgefendur voru fáir, bókmennta-
markaður vanþróaður, útvarpið
íhaldssamt, dagblöðin flokkspés-
ar: Mogginn svona stór eins og
hann líka var. Og nýjar kynslóðir
vildu allra síst tengja sig ein-
hverju „gömlu“. Það er skelfilegt
til þess að hugsa að stóra bókin
með báðum helmingum Sóleyjar-
sögu hafi legið í haugum í Bókfelli
meðan seinna bindið í kiljuútgáfu
var gefið á bókamörkuðum fram
yfir 1980 og það fyrra hvergi finn-
anlegt. Ef rit eldri höfunda eru
ekki aðgengileg í útgáfum erum
við glötuð. Íslensk kiljuútgáfa
verður að ná þeim þroska að verk
eldri höfunda verði á öllum tímum
fáanleg – eða svo við tölum
umbúðalaust: útgefendur verða
að ná þeim þroska.
Greining/lýsing Hjálmars er
inngangsverk, fallega frágengin
bók af Harra, upplýsandi, með
korti af sögusvæðinu merktu
punktum án númera svo það er
gagnslaust, nokkrum endurtekn-
ingum sem annar ritstjóri hefði
mátt hreinsa út og fjölda mynda
sem eru ekki merktar með full-
nægjandi hætti. Bókin er svo illa
prófarkalesin að hluta að Elías
hefur snúið sér í gröfinni. Og hún
er brýning þeim sem vissu um
mikilvægi Elíasar Mar að stækka
nú hans hlut: nú er að koma öllum
bókum hans á prent á ný, bæði
áður útgefnum og eins þeim sem
bíða frumútgáfu.
Páll Baldvin Baldvinsson
Langt, fölt strá brothætt
Á síðasta ári kom út hjá útgáfufé-
laginu Uppheimar bókin Galdra-
stelpan. Þeirri bók lýkur í miðri
sögu af stúlkunni Mary, sem neyð-
ist til þess fjórtán ára gömul að
flýja frá Englandi eftir að hafa séð
ömmu sína brennda á báli fyrir
galdra. Mary flýr til Ameríku þar
sem hún kemur sér fyrir í nýlendu
ofsatrúarmanna. Galdrastelpunni
lýkur á örlagaríku augnabliki í lífi
Mary. Seiðkonan sem nú kemur út
frá sama útgáfufyrirtæki tekur
upp þráðinn þar sem Galdrastelp-
unni sleppti.
Seiðkonan er tólfta bók breska
unglingabókahöfundarins Celiu
Rees og kom út í Bretlandi 2002. Á
íslensku hafa áður komið út tvær
bækur eftir hana, áður nefnd
Galdrastelpan og Sannleikann eða
lífið sem kom út hjá Íslendinga-
sagnaútgáfunni 2001. Kristín R.
Thorlacius þýddi bækurnar á
íslensku. Höfundurinn hefur
reynslu af bókmenntakennslu
fyrir unglinga sem hann nýtir sér
við að vinna efni sem höfðar til
ungs fólks.
Seiðkonan er seinni hluti sög-
unnar um Galdrastelpuna. Sagan
er sögð frá sjónarhorni Mary, en
er saga í sögunni sem skráð er af
mannfræðingnum Alison Ellman.
Það ljær sögunni trúverðugan
ramma að láta líta út fyrir að hún
sé skráð af vísindamanni en ekki
skáldskapur unglingabókahöfund-
ar. Þegar fyrri bókinni sleppir er
Alison uppiskroppa með heimildir.
Seinni bókin hefst á því að aðal-
söguhetja ytri sögunnar í þetta
skiptið lýkur við að lesa Galdra-
stelpuna. Það er stúlka af frum-
byggjaættum í Ameríku á okkar
tímum. Hún kannast við ýmislegt
sem talað er um í Galdrastelpunni
úr þeim sögum sem henni voru
sagðar í bernsku. Hún sér sig því
knúna til þess að hafa samband
við Alison Ellman og ræða við
hana um Mary. Það verður að telj-
ast snjöll leið hjá höfundi að lokka
lesendur inn í sagnfræðilegan
lestur með þessari tvöfeldni innan
sögunnar.
Útgefandi hefur kosið að hafa
bækurnar tvær með sömu forsíðu-
mynd, andlitsmynd af stúlku sem
líklega er Mary, en sína í hvorum
litatóni, vafalaust til þess að und-
irstrika að um sömu sögu er að
ræða. Í bresku útgáfunni er for-
síðumynd seinni bókarinnar í anda
þeirrar fyrri en á myndinni er
önnur stúlka en Mary. Sú stúlka er
greinilega af uppruna frumbyggja
í Ameríku. Í fyrstu köflum bókar-
innar er þó nokkuð vísað til þess-
ara mynda, svo það er sérstakt að
útgáfan hér skuli velja aðra for-
síðumynd en notuð var ytra.
Sagan öll er ákaflega dulmögn-
uð, þar koma m.a. fyrir galdrar,
andaflutningar og jurtalækningar
og allt byggir það á sögu þjóða
sem byggðu saman land fyrir
nokkur hundruð árum síðan. Bókin
vekur lesandann til umhugsunar
um mannkynssögu og þær breyt-
ingar sem orðið hafa á aðstæðum
fólks á síðustu öldum.
Seiðkonan er æsispennandi saga
sem erfitt er að átta sig á hvort er
sönn eða ekki. Hún segir frá
afdrifum ungrar konu í fortíðinni
en um leið tengslum hennar við
nútíðina. Sagan birtist íslenskum
lesendum í lipurri þýðingu Krist-
ínar, orðanotkun er í anda þess
tíma og dulúðar sem umlykur sög-
una alla. Lesendur Galdrastelp-
unnar verða ekki sviknir af þessu
framhaldi. Hildur Heimisdóttir
Sögu af stelpu lýkur
Þorbjörg Br. Gunnarsdóttir list-
fræðingur verður með leiðsögn
um sýninguna Falinn fjársjóður
sem stendur nú yfir á Kjarvals-
stöðum. Leiðsögnin fer fram í dag
kl. 15.
Á sýningunni getur að líta ein-
stæð verk sem Landsbankinn
keypti á 120. afmælisári sínu í
fyrra. Margt er þar fágætra
verka, en að öðrum ólöstuðum
ber þar hæst Hvítasunnumorgun
Kjarvals sem notið hefur mikillar
athygli, meðal annars vegna sér-
stæðrar sögu sem verkið geymir.
Hvítasunnumorgunn er eitt
merkasta verk Kjarvals í kúbísk-
um stíl en það kom í leitirnar í
Kaupmannahöfn fyrr á þessu ári.
Kjarval málaði Hvítasunnumorg-
un þegar hann hafði nýlokið námi
við Konunglegu dönsku listaaka-
demíuna árið 1917 og færði það
vinafólki sínu að gjöf.
Kolateikningar Kjarvals, sem
fundust á háalofti gamla Stýri-
mannaskólans í Reykjavík sum-
arið 1994, eru einnig á meðal
fágætra verka á sýningunni.
Sýningarstjóri er Aðalsteinn
Ingólfsson listfræðingur. - vþ
Leiðsögn um fjársjóð
BÓKMENNTIR
Hetjan
Sögur úr Njálu
Embla Ýr
Bárudóttir og
Ingólfur Örn
Björgvinsson
★★★
Vandað verk og
þarft
Sagan af Gunnari
bónda á Hlíðarenda
BÓKMENNTIR
Seiðkonan
Celia Rees
Þýðandi: Kristín R. Thorlacius
★★★★
Spennandi saga sem vekur lesandann
til umhugsunar um framandi menn-
ingarsvæði.
BÓKMENNTIR
Nýr penni í nýju lýðveldi - Elías
Mar
Hjálmar Sveinsson
★★★★
Merkilegt rit um mikilvægan mann
BÓKMENNTIR Elías Mar fær loks skil-
greindan stall í íslenskri menningarsögu.
Myndin er tekin á 80 ára afmæli hans
2004. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
HVÍTASUNNUMORGUNN eftir Jóhannes
Sveinsson Kjarval.
Mini hafrafitness
Holtagarðar & Smáralind & Kringlunni
Nú er Jói Fel byrjaður að undirbúa jólin.
Leggjum mikinn metnað í að vera með
ferskt og gómsætt bakkelsi á boðstólnum
fyrir viðskiptavini okkar.