Fréttablaðið - 16.12.2007, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 16.12.2007, Blaðsíða 78
42 16. desember 2007 SUNNUDAGUR menning@frettabladid.is Kór Flensborgarskólans í Hafnarfirði heldur sitt árlega og ómissandi Vina- kvöld á aðventu í Hamars- sal skólans annað kvöld kl. 20 og á þriðjudagskvöld kl. 20.30. Á efnisskránni eru hátíðleg verk og vel þekkt jólalög. Helga Margrét Friðriksdóttir er meðlimur í kórnum. Hún segir að flestir ættu að geta fundið eitt- hvað við sitt hæfi á tónleikunum. „Við flytjum bæði sígild verk og jólalög sem allir kannast við. Stemningin verður því hæfilega hátíðleg og hugguleg. Þessir tón- leikar eru orðnir fastur liður í jólaundirbúningi Hafnfirðinga enda tilvalið tækifæri til að slaka aðeins á í jólastressinu. Sumir komast hreinlega ekki í jólaskapið fyrr en þeir eru búnir að fara á þessa árlegu tónleika.“ Góðir gestir koma fram með kórnum sem endranær. Einsöngv- arar eru þau Margrét Árnadóttir og Ívar Helgason, en gaman er að geta þess að Ívar er fyrrverandi meðlimur í kórnum. Píanóleikari er Jónas Þórir, en aðrir hljóðfæra- leikarar koma úr röðum kórfé- laga. Stjórnandi tónleikanna og kórstjóri er Hrafnhildur Blomster- berg. Kór Flensborgarskólans er einn af stærri menntaskólakórum landsins og hefur verið afar öflug- ur í tónleikahaldi og annarri starf- semi. Kórinn hefur meðal annars farið árlega til útlanda undanfarin ár til að taka þátt í kóramótum og -keppnum og hyggur á frekari landvinninga í framtíðinni. „Kór- starfið nýtur mikilla vinsælda meðal nemenda skólans og kórinn er sífellt að stækka. Þátttaka í starfi kórsins er frábært tónlistar- uppeldi, sem sést kannski best á því að margir af helstu tónlistar- mönnum Hafnarfjarðar hófu feril sinn með kórnum,“ segir Helga Margrét. Miðaverð er kr. 2.000 og er for- sala miða á kaffihúsum Súfistans í Hafnarfirði og í Reykjavík, í Flensborgarskólanum og hjá kór- félögum. Uppselt er á seinni tón- leikana en enn eru fáanlegir miðar á þá fyrri. vigdis@frettabladid.is Vinakvöld Flensborgar Í kvöld fer fram fjölþjóð- legur tónlistarviðburður í Langholtskirkju. Rás 1 og kvennakórinn Graduale Nobili, sem skipaður er 24 stúlkum sem valdar voru úr hópi þeirra sem sungið hafa með Grad- ualekór Langholtskirkju, bjóða til tónleika sem verða sendir beint út í útvarpi um alla Evrópu. Á tónleikunum flytur kórinn, sem er undir stjórn Jóns Stefánssonar, íslensk jólalög, bæði forn og ný, og þar á meðal jólalög sem hafa í gegnum árin verið samin sérstaklega fyrir Ríkisútvarpið. Á meðal þeirra tónskálda sem eiga lög á efnisskránni eru Bára Grímsdóttir, Jón Ásgeirsson, Jórunn Viðar, Árni Harðarson, Hugi Guðmundsson og Hildigunnur Rúnarsdóttir. Hljóðfæraleikarar sem koma fram með kórnum eru þær Elísabet Waage hörpuleikari og Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari. Sem fyrr segir verða tónleikarnir sendir út beint í útvarpi um alla Evrópu, þar á meðal á Rás 1. Tónleikarnir eru tilkomnir þar sem 16. desember er jólatón- leikadagur evrópskra útvarpsstöðva. Af því tilefni verður dagurinn á Rás 1 tileinkaður jólatónleikum héðan og þaðan úr Evrópu. Útvarpað verður tónleikum frá Lissa- bon, Helsinki, Tallinn, Ghent, Sófíu, Kaupmanna- höfn, Stokkhólmi og Annaberg. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og eru klukkutíma langir. Allir eru velkomnir og aðgangseyrir er enginn. - vþ Sendar beint um alla Evrópu Breski listamaðurinn Damien Hirst, sem þekktastur er fyrir verk sín þar sem dýr svífa um í formalíni, afhenti Tate-listasafninu í Bretlandi nýverið fjögur verk úr eigin safni til eigu. Fyrir þremur árum fór safnið af stað með átak til þess að byggja upp safneignina. Í þeim tilgangi var leitað til margra helstu listamanna Bretlands og annarra landa og þeir beðnir um að gefa safninu verk. Flestir sem leitað var til, þar á meðal Hirst, samþykktu að gefa verk, en fram að þessu hafði Hirst verið í fámennum hópi listamanna sem enn höfðu ekki staðið við stóru orðin. Listamenn á borð við Antony Gormley, Anthony Caro og Louise Bourgeois eru á meðal þeirra listamanna sem gáfu verk. Hirst hefur lengi verið einn af umdeildustu listamönnum Bretlands, ef ekki Evrópu, og þarf því ekki að koma á óvart að verkin fjögur sem hann gaf Tate-safninu eru sannarlega ekki allra. Eitt þeirra sýnir kú og kálf hennar, en þau hafa verið sneidd í sundur langsum og fljóta þannig um í fjórum formalínfylltum kerjum. Þetta verk var hluti af sýningunni sem Hirst vann Turner-verðlaunin fyrir árið 1995. Annað verkanna sem Hirst gaf safninu samanstendur af sígarettum, stubbum, öskubakka og kveikjara sem komið hefur verið fyrir í gler- kassa. Þriðja verkið sem safnið fær að gjöf er heldur óvenjulegt málverk frá árinu 2002, en efniviðurinn er dauðar flugur á striga. Fjórða verkið er að sönnu það meinlausasta af gjöfinni, en í því hefur listamað- urinn raðað skeljum á skrifborð. Vart þarf að taka fram að safnið tók gjöfunum fagnandi, enda hefur verð á list sjaldan verið hærra og safnið því átt í vandræðum með að bæta mark- verðum verkum í safn sitt. Nicholas Serota, stjórn- andi safnsins, sagði að gjafirnar gerðu Tate kleift að gera verkum þessa helsta samtímalistamanns Breta góð skil, en það var varla mögulegt áður. - vþ Hirst gefur Tate fjögur verk > Ekki missa af … sýningunni Kvikar myndir í Listasafni ASÍ, en sýningunni lýkur í dag. Sýningin var sett upp í tilefni af níutíu ára afmæli Reykjavíkurhafnar og hefur að geyma verk sem innblásin eru af hafinu og höfninni. Listasafn ASÍ er á Freyjugötu 41. FLENSBORGARKÓRINN Kórinn hefur æft af kappi fyrir tónleikana á morgun. Kl. 14 Þórdís Claessen opnar sýningu sína „Guð býr í sveitinni“ á kaffihúsinu B5, í Bankastræti 5, í dag kl. 14. DAMIEN HIRST Umdeildur en gjafmildur breskur listamaður. 7. og 8. des uppselt 30. des GJAFABRÉF – TILVALIN JÓLAGJÖF MÁLMUR STEINN TRÉ ÍHLUTIR SILFUR KVEIKING NÁMSKEIÐ SÖGUN BORUN SLÍPUN ÚTSKURÐUR VÉLAR RENNIBEKKIR SKRÚFUR KLUKKUR FESTINGAR Opið lau - sun 10 –16 • opið 17. – 23 desember 10 – 21 Handverkshúsið Bolholt 4, 105 Rvk. Sími: 555 1212 Vefverslun: handverkshusid.is Námskeið - vélar - verkfæri - bækur Jó la ti lb oð á ha nd ve rk sh ús ið .is (áður Hjá Gylfa, Hafnarfirði) Hringdu og við sendum Silfurleirssett 4.950 kr. 20% afsl Steinatromla 8.500 kr. 15% afsl Útskurðarsett 11.750 kr. 15% afsl Smáfræsari 6.950 kr. 20% afsl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.