Fréttablaðið - 16.12.2007, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 16.12.2007, Blaðsíða 60
10 matur NEGULNAGLAR OG APPELSÍNA Hver er hinn eini sanni jólailmur? Sumir segja rauðu eplin, aðrir lyktina frá kertum. Mörgum finnst þó ekki komin jól fyrr en búið er að stinga negulnöglum í appelsínu. Það er sannarlega heillandi lykt og jafnframt því skreyting sem endist lengi vel. Hægt er að leika sér með slíka negulappelsínu. Hún getur verið hluti af stærri borðskreyt- ingu, staðið ein og sér eða hang- ið í fallegum borða í glugga og kætt bæði þá sem inni sitja og þá sem úti eru. Friðriku Hjördísi Geirsdóttur er margt til lista lagt og eitt af því er matargerð. „Ég var í eins konar sælkeraskóla í London. Ég lærði bæði matreiðslu og kökugerð og var við nám í tæplega ár en fór samt ekki að vinna á samningi. Ég ætlaði mér svo sem aldrei að vinna á veitinga- stað og hef frekar nýtt þessa kunnáttu heima við og í blaðaútgáfu,“ segir Friðrika en margir muna eflaust eftir hinu margrómaða Bistro tímariti sem Friðrika ritstýrði. „Það var æðislegt að vinna með það blað og var ég afskaplega ánægð með það.“ Þessa dagana er Friðrika að undirbúa jólin og reynir að fara vel með sig þar sem hún á von á öðru barni sínu. Hún segist vera fremur hefð- bundin þegar kemur að matargerð um jólin. „Ég vil hafa matinn hefðbundinn en eftirrétturinn má vera mismunandi. Ég er ekki trú einhverjum einum eftirrétti heldur leik mér frekar með þá og breyti til.“ Eftirrétturinn sem hér er boðið upp á er hann- aður af Friðriku, sem segir þó að hann byggi á öðrum uppskriftum. „Það er nú þannig með svo margar uppskriftir sem maður er með í koll- inum að þær eru byggðar á einhverjum öðrum uppskriftum og svo færir maður þær í annan búning. Þá breytir maður kannski um hráefni og prófar sig áfram með mismunandi sam- setningar,“ útskýrir Friðrika, sem þykir þessi réttur afskaplega góður. „Ég hef aldrei gert þennan rétt áður, en hann heillaði mig algjörlega. Hann er frekar ferskur og ég setti hvítt Toblerone sem er dálítið skorpu- kennt en úr verður sérlega gott súkkulaðibragð með hindberjunum. Síðan raða ég þessu eins og lasagne og kemur það fallega út,“ segir Friðrika ánægð og ljóst er að hún hefur næmt auga fyrir smáatriðum. Skreytingin að ofan er fremur jólaleg þar sem blandast saman rauð hindberjasulta, hind- ber og græn myntulauf. „Síðan er hægt að nota grunnuppskriftina að þessu og nota jarðarber, bláber, ferskjur eða kíví í stað- inn. Í rauninni hvað sem er til,“ segir Frið- rika og hvetur hún fólk til að hafa hlut- ina einfalda og góða í jólaösinni. - hs FR ÉT TA BL A Ð IÐ /V Ö LU N D U R Friðrika setti saman einfaldan en gómsætan eftirrétt sem gleður bæði augu og bragðlauka. HINDBERJA- OG ANANASRJÓMATVENNA HINDBERJARJÓMI 225 g frosin hindber 3 msk. sykur 300 ml rjómi 200 g hvítt Toblerone, saxað Stráið sykrinum yfir hindberin og látið þau þiðna. Pressið safann úr berjunum í gegnum sigti. Þeytið rjómann og blandið berjablöndunni ásamt Tobleroninu varlega saman við og kælið. ANANASRJÓMI 250 g ananaskurl 3 msk. flórsykur 300 ml rjómi Sigtið safann af ananasinum, þeytið rjómann og blandið öllu varlega saman. 4 msk. hindberjasulta fersk hindber og myntulauf til skrauts Sprautið hindberjarjómanum í botninn á fallegum glösum og því næst ananasrjómanum. Sprautið hindberja- rjómanum og ananasrjómanum til skiptis þar til rjóminn er uppurinn. Setjið 1 matskeið af hindberjasultu á toppinn og skreytið með ferskum hindberjum og myntulaufum. Lagskipt OG LEIKANDI Eftirréttir þurfa ekki að vera flóknir til að gleðja skynfærin og hefur Friðrika sýnt það og sannað með rjómatvennunni sem hún útbjó fyrir okkur. margt smátt BARNAJÓLIN BESTU Jólin eru hátíð barn- anna og aldrei eins gaman að lifa sem barn og einmitt þá. Leyfum börnum að vera þátttakend- ur í undirbúningi jóla- boða, ákveða eftirrétt- inn, leggja á borð og búa til fallegar jólakveðj- ur á hvern disk. Látum líka eftir þeim að bjóða til sinnar eigin jóla- veislu bestu vinunum þar sem veisluborðin svigna undan krakkavænum jóla- mat og sætindum. SYKURSÆTUR JÓLASTAFUR Jólastafinn rauð- og hvítröndótta þekkja flestir. Stafurinn var upphaflega beinn, harður og alhvítur. Hann var búinn til af frönskum prestum á 15. öld. Rauðu og hvítu rendur stafsins komu fyrst til snemma á tuttugustu öld. Póstkort fyrir aldamótin 1900 sýna aðeins hvíta stafi en eftir það fara hinir röndóttu að birtast. Á svipuðum tíma var farið að framleiða stafi með piparmyntubragði. TAKK FYRIR MATINN, GÓÐI JESÚS Jesú getum við þakkað jólin og allsnægtirnar; þessa kærkomnu hátíð ljóss og friðar. Gleymum ekki að þakka fyrir í orði og verki. Fullt hús matar, samvera við ástvini og það að vera á lífi og fá að upp- lifa, er alls ekki sjálfsagt í lífsins bókum. Förum með borðbæn af ein- lægni og trú áður en við setjumst að snæðingi, og biðjum Jesúbarnið að blessa afmælismat- inn, jólagestina og veislu- höldin öll. Skiptumst á að fara með borðbænir því hvert og eitt mannanna barn ber fram ólíkar þakkir og bænir sem unun er á að hlýða. SPILAÐ MEÐ SÆLLÍFIÐ Víst er stranglega bannað að taka í spil á aðfangadagskvöld, en jólin eru heilir þrettán dagar veislu og samverustunda. Eftir vel útilátin jólatrog er fátt eins viðeigandi og skemmtilegt og að taka fram spilastokk, eða önnur borðspil. Spilum saman upp á spennu og gleði meðan sjatnar í mallakút milli mála. Ekki skemmir að hafa góðgætisverð- laun í boði fyrir góða frammistöðu, háa stiga- töflu, eða hreinlega leyfa mat, drykk og sætabrauði að vera þátttakandi og í aðalhlutverki á spila- stundum hátíðanna. JÓLAEPLIN Þótt epli fáist nú orðið allt árið þá eru glansandi rauð epli alltaf jólaleg, sérstak- lega þegar þau ilma, enda var sú tíð að þau voru ekki á boðstólum nema fyrir jólin. Eplalykt er því eitt af því sem skapar jólastemningu hjá mörgum. Á sumum heimilum er haft fyrir sið að rifja upp söguna af því þegar jólaeplin komu til landsins enda er það í hugum margra þeirra eldri með sterkari jólaminningum. E
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.