Fréttablaðið - 16.12.2007, Blaðsíða 94
58 16. desember 2007 SUNNUDAGUR
HVAÐ SEGIR MAMMA?
„Hann hefur
alltaf verið
mjög skapandi
og ég held að
hann sé að fá
svolitla útrás
fyrir sköpunar-
þrána í gegnum
ljósmyndunina.
Hann hefur
næmt auga og
ég held að það
skili sér í því að hann nær þess-
um „mómentum“ sem kallað er
í ljósmyndun. Ég er mjög stolt af
honum.“
Nína Leósdóttir er móðir Leós Stef-
ánssonar sem átti eina af fjörutíu
bestu myndum ársins á heimasíðunni
Pitchforkmedia.com.
Hvað er að frétta? Þessi jólin sit ég beggja megin
borðsins í útgáfuheiminum. Er sjálf að skrifa
unglingabókina Einu sinni var dramadrottning í ríki
sínu, og líka að gefa út ritröð eftir konur sem kallast
Handtöskuserían.
Augnlitur: Gráblár.
Starf: Rithöfundur og útgefandi.
Fjölskylduhagir: Ég er gift en barnlaus.
Hvaðan ertu? Úr Reykjavík.
Ertu hjátrúarfull? Nei, alls ekki. Þvert á móti trúi
ég bara á rökhugsun og það sem ég sé.
Uppáhaldssjónvarpsþátturinn: Ég hef alltaf verið
mikill Friends-aðdáandi.
Uppáhaldsmatur: Ég er mikið fyrir að prófa nýjan
framandi mat, og um daginn rakst ég á japanskan
pottrétt sem kallast Móðir og barn. Hann var mjög
góður en nafnið ekkert lystaukandi.
Fallegasti staðurinn: London er uppáhalds
staðurinn minn í öllum heiminum. Ég er með
annan fótinn þar og finnst borgin mjög falleg
þótt mörgum þyki hún ljót.
iPod eða geislaspilari: iPod.
Hvað er skemmtilegast? Að borða
góðan mat í góðra vina hópi eða sitja
uppi í sófa með góða bók.
Hvað er leiðinlegast? Nú verður
móðir mín ekki stolt af mér en leið-
inlegast er að þrífa.
Helsti veikleiki: Hógværð.
Helsti kostur: Hógværð.
Helsta afrek: Mín helstu afrek eru
alltaf þau nýjustu, svo í dag eru það
bókin mín og bókaserían.
Mestu vonbrigðin: Mér eru það mikil
vonbrigði að launamunur kynjanna skuli
ekkert vera að minnka.
Hver er draumurinn? Draumurinn er
að starfa áfram við bókabransann. Það
eru mikil forréttindi að vinna við það
skemmtilegasta sem maður veit.
Hver er fyndnastur/fyndnust?
Bush Bandaríkjaforseti er mjög
fyndinn á tragískan hátt.
Hvað fer mest í taugarnar
á þér? Að jafnrétti kynjanna
skuli ekki vera komið lengra
en raun ber vitni um.
Hvað er mikilvægast? Að
lifa í sátt við sjálfan sig.
HIN HLIÐIN SIF SIGMARSDÓTTIR RITHÖFUNDUR
Matreiddi móður og barn
Kynlífsfræðingurinn Yvonne Kristín Fulbright, sem
á íslenska móður og bandarískan föður, er að leggja
lokahönd á nýja hljóðbók þar sem hún kennir
foreldrum að tala við börnin sín um kynlíf.
Um tvo diska er að ræða með tæpum þremur
klukkutímum af efni. Frændi Yvonne, tónlistarmað-
urinn Sveinbjörn Thorarensen, eða Hermigervill, sér
um upptökustjórn og bakgrunnstónlist á diskunum.
„Bókin byggir á rannsóknum sem hafa verið
gerðar víðs vegar um heiminn en flestar voru þó
gerðar í Bandaríkjunum og Ástralíu,“ segir Yvonne,
sem hefur verið búsett í Bandaríkjunum í rúm
tuttugu ár. „Það er sama sagan alls staðar. Foreldrar
tala ekki nógu mikið við börnin sín um kynlíf og
þegar þeir reyna það verða þeir vandræðalegir og
vita ekki hvað þeir eiga að segja. Þeir eru líka
hræddir við spurningar og halda að með því að tala
við börnin um kynlíf verði þau líklegri til að stunda
kynlíf fyrr en ella,“ segir hún. „Rannsóknir sýna
þvert á móti að börn eru líklegri til að fresta
kynlífsiðkun og eru líklegri til að nota getnaðarvarn-
ir ef þau fá góða fræðslu frá foreldrum sínum.“
Yvonne fékk innblásturinn að bókinni þegar hún
var að hlusta í bílnum sínum á hljóðbók sem hún átti
að gagnrýna. „Þetta var miklu þægilegra en að
hlusta á útvarpið. Ég hugsaði sem svo að
foreldrar hefðu sjaldan tíma til að lesa þegar
þeir væru heima hjá sér og í staðinn gætu
þeir nýtt þennan lausa tíma á leiðinni í
vinnuna. Eftir hlustun á þessa bók ættu
þeir að vera betur búnir undir að tala við
börnin sín um kynlíf.“
Yvonne, sem hefur gefið út tvær bækur
um hvernig fólk getur bætt kynlíf sitt, á í
viðræðum við útgáfufyrirtæki í
Bandaríkjunum um að gefa
hljóðbókina út næsta vor. Einnig
er stefnt á útgáfu á bókinni
hérlendis, þar sem bókin ætti
að falla vel í kramið enda
Íslendingar ekki þekktir fyrir
að tala opinskátt um kynferð-
ismál.
Miðað við áhugann á bók
Þorgríms Þráinssonar, sem fjallar um það
hvernig karlar eiga að gera konurnar
sínar hamingjusamar, meðal annars í
rúminu, ætti markaðurinn svo
sannarlega að vera fyrir hendi þegar
kynlífsumfjöllun er annars vegar.
freyr@frettabladid.is
YVONNE KRISTÍN FULBRIGHT: KENNIR FORELDRUM AÐ TALA UM KYNLÍF
Kynlífsfræðingur gefur
út þriggja tíma hljóðbók
YVONNE KRISTÍN FULBRIGHT Samkvæmt hljóðbók
Yvonne þurfa foreldrar að vera duglegri að tala við
börnin sín um kynlíf.
ÞORGRÍMUR ÞRÁINSSON Þorgrímur
kenndi körlum að bæta samskipti
sín við hitt kynið.
Reikna má með því að í dag verði sérhver íþróttabar smekkfullur af
knattspyrnuáhugamönnum þegar fjögur stærstu liðin í enska boltanum
mætast; Chelsea-Arsenal annars vegar og Liverpool-Manchester United
hins vegar. En SÁÁ hyggst blanda sér í þessa baráttu og býður þeim sem
vilja vera víðsfjarri hinu áfengismettaða andrúmslofti ölstofanna að koma
í húsnæði Vonar að Efstaleiti 7 og horfa á leik Liverpool og United
breiðtjaldi.
Að sögn Ara Matthíassonar, framkvæmdastjóra hjá SÁÁ, hafa þeir haft
þennan háttinn á í Meistaradeildinni. „Það er nú bara þannig með okkur
unga menn að við höfum gaman af því að horfa á fótbolta
og það er skemmtilegast að horfa á þetta með öðrum,“
segir Ari en hingað til hefur það tækifæri aðeins gefist
á börum borgarinnar og í heimahúsum en þar virðist oft
vera lenska að hefja alþrif á slaginu klukkan þrjú.
„Það er frábært andrúmsloft hérna og þótt maður
sé áskrifandi að enska boltanum heima þá
verður maður alltaf hálf skömmustulegur
þegar maður stendur sjálfan sig að því að
öskra á sjónvarpið og fagna marki í
sófanum,“ segir Ari og hlær. Boltadagur-
inn hjá SÁÁ er opinn öllum og er ekki sett
skilyrði að menn hafi farið í meðferð. Og
Ari segir að þetta sé kærkomið tækifæri
fyrir feðurna að taka afkvæmin með í
fjölskylduvænt umhverfi og horfa á
fótboltaleik með allsgáðum mönnum. - fgg
Enski boltinn hjá SÁÁ
Yusuf Islam, betur þekktur sem
Cat Stevens, hefur mikinn áhuga á
því að prufukeyra söngleik sem
hann hefur samið í leikhúsi Helga
Björnssonar í Berlín, Admirals
Palast. Þetta staðfestir Helgi í sam-
tali við Fréttablaðið. Hann viður-
kennir hins vegar að
þetta sé allt á frum-
stigi og viðræð-
urnar séu skammt
á veg komnar.
Islam hafi komið
og skoðað
aðstæður í þýska
leikhúsinu og litist ljómandi vel á.
Engar ákvarðarnir hafi hins vegar
verið teknar. „Þetta er söngleikur
sem á að setja upp í Bretlandi en
hann langar að sjá hvernig honum
verður tekið og prófa sig aðeins
áfram hérna í Berlín,“ útskýrir
Helgi.
Yusuf Islam er án efa einhver
þekktasti og umdeildasti tónlistar-
maður síðari tíma. Hann átti mik-
illi velgengni að fagna meðal ´68
kynslóðarinnar sem Cat Stevens
með lögum á borð við Father & Son
og Moonshadow. Eftir að hafa
næstum því drukknað í sundlaug
í Malibu snerist Cat til íslams-
trúar og breytti nafni sínu í
Yusuf Islam. Hann hefur síður
en svo verið allra eftir trú-
skiptin og var meðal annars
sakaður um að styðja við bann-
færingu rithöfundarins Salman
Rushdie árið 1989. Tónlistarmaður-
inn hefur ætíð haldið því fram að
snúið hafi verið út úr orðum sínum.
Hann fordæmdi árásirnar á Tví-
buraturnana 2001 og hefur síðan
þá verið smám saman að stíga aftur
fram í sviðsljósið. - fgg
Cat Stevens í leikhúsi Helga Björns
VINSÆLL
Leikhús Helga
Björns nýtur
mikilla
vinsælda
og er farið
að vekja
athygli út
fyrir Þýska-
land.
BOLTINN HJÁ SÁÁ Ari Matthíasson segir þetta
kærkomið tækifæri fyrir aðdáendur enska boltans
til þess að taka afkvæmin með og horfa á fótbolta í
áfengislausu umhverfi.
20. 11. 1978
VELJUM LÍFIÐ
Sendu sms
BTC KUF
á númerið
1900og þú
gætir unnið!
Vinningar eru DVD myndir,
varningur tengdur myndinni
og margt fleira!
SMS
LEIKUR
Vi
nn
in
ga
r v
er
ða
a
fh
en
di
r h
já
B
T
Sm
ár
al
in
d.
K
óp
av
og
i.
M
eð
þ
ví
a
ð
ta
ka
þ
át
t e
rt
u
ko
m
in
n
í S
M
S
kl
úb
b.
1
49
k
r/
sk
ey
tið
.
KOMIN Í VERSLANIR!
SEMUR SÖNGLEIK
Yusuf Islam hefur
samið söngleik
og vill gjarnan
prufukeyra hann
í Admirals Palast.