Fréttablaðið - 16.12.2007, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 16.12.2007, Blaðsíða 88
52 16. desember 2007 SUNNUDAGUR SENDU SMS JA ACF Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! Vinningar eru bíómiðar fyrir tvo, DVD myndir, varningur tengdur myndinni og margt fleira! SMS LEIKUR Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið. JÓLAMYNDIN Í ÁR! STÓRSKEMMTILEG GAMANMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA! SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI. F R U M S Ý N D 1 4 . D E S E M B E R N1-deild karla í handbolta: Akureyri-ÍBV 40-26 Mörk Akureyrar (skot): Jónatan Magnússon 7/11(víti 3/4), Nikolaj Jankovic 6/8, Hörður Fannar Sigþórsson 6/9, Einar Logi Friðbjörnsson 6/9, Andri Snær Stefánsson 5/7, Goran Gusic 5/7, Heiðar Þór Aðalsteinsson 2/2, Ásbjörn Frið- riksson 2/6, Magnús Stefánsson 1/4, Björn Óli Guðmundsson 0/2, Rúnar Sigtryggsson 0/2 Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 28/2 (52/7), Arnar Sveinbjörnsson 0 (2). Utan vallar: 8 mínútur Mörk ÍBV (skot): Sigurður Bragason 7/12 (víti 4/5), Sergiy Trotsenko 6/14 (víti 1/2), Nikolaj Kulikov 5/8, Grétar Þór Eyþórsson 2/2, Sindri Haraldsson 2/9, Vignir Stefánsson 1/1, Brynjar Karl Óskarsson 1/1, Gintaras Savukynas 1/2, Zilvinaz Grieze 1/3, Leifur Jóhannesson 0/2 Varin skot: Friðrik Sigmarsson 14/1 (42/3), Kolbeinn Arnarsson 2 (14/1). Utan vallar: 10 mínútur. Afturelding-Stjarnan 19-25 Mörk Aftureldingar (skot): Magnús Einarsson 5 (10), Hilmar Stefánsson 5/3 (10/4), Ásgeir Jónsson 3 (3), Hrafn Ingvarsson 2 (6), Einar Örn Guðmundsson 1/1 (2/2), Reynir Árnason 1 (3), Jóhann Jóhannsson 1 (3), Haukur Sigurvinsson 1 (7), Davíð Ágústsson (2), Daníel Jónsson (2) Varin skot: Davíð Svansson 18 (42/5) 42,9%, Smári Guðfinnsson (1/1) 0% Hraðaupphlaup: 3 (Hilmar, Hrafn, Reynir) Fiskuð víti: 6 (Magnús 2, Hilmar 2, Ásgeir, Daníel) Utan vallar: 16 mínútur Mörk Stjörnunnar: Heimir Örn Árnason 6/3 (10/4), Rati Mskhvilidze 6 (12), Ólafur Víðir Ólafs son 5/3 (7/3), Daníel Örn Einarsson 2 (2), Gunn ar Ingi Jóhannsson 2 (5), Björgvin Hólmgeirsson 2 (8), Björn Friðriksson 1 (1), Ragnar Helgason 1 (3), Bjarni Þórðarson (1), Roland Valur Eradze (1), Guðmundur Guðmundsson (2) Varin skot: Roland Valur Eradze 20/1 (37/3) 54,1%, Hlynur Morthens 1/1 (3/3) 33,3% Hraðaupphlaup: 5 (Heimir Örn 2, Ólafur Víðir, Mskhvilidze, Björgvin) Fiskuð víti: 7 (Gunnar Ingi 3, Heimir Örn, Kysil, Ólafur Víðir, Ragnar) Utan vallar: 10 mínútur N1-deild kvenna: Fram-HK 25-27 Mörk Fram (skot): Stella Sigurðardóttir 9/5 (13/5), Anett Köbli 7/1 (10/2), Þórey Rósa Stef- ánsdóttir 6 (10), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 3 (4), Pavla Nevarilova 2 (3), Ásta Birna Gunnarsdóttir 1 (3/1), Karen Knútsdóttir (1). Varin skot: Kristina Kvedariene 13/1 (38/5) 34% Hraðaupphlaup: 7 (Anett 4, Stella 2, Þórey) Fiskuð víti: 8 (Stella 3, Sigurbjörg 2, Þórey, Ásta, Anett) Utan vallar: 4 mínútur Mörk HK (skot): Arna Sif Pálsdóttir 8/4 (9/4), Auður Jónsdóttir 6 (15), Elva Björg Arnarsdóttir 4 (6), Rut Jónsdóttir 3 (6), Natalia Cieplowska 3 (7/1), Lilja Lind Pálsdóttir 1 (1), Jóna Sigríður Halldórsdóttir (1), Elín Anna Baldursdóttir (2). Varin skot: Ekaterina Dzhukeva 10 (18/6) 35%, Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir 4 (13/2) 30%. Hraðaupphlaup: 4 (Auður 2, Rut, Natalia) Fiskuð víti: 5 (Auður, Jóna, Lilja, Brynja, Arna Sif) Utan vallar: 4 mínútur Haukar-Akureyri 39-22 FH-Fylkir 21-24 ÚRSLITIN Í GÆR HANDBOLTI Valur sigraði Gróttu í miklum markaleik, 32-29, í toppbaráttuslag N1-deildar kvenna í Vodafone-höllinni í fyrrakvöld. Jafnræði var með liðunum framan af leik, en þegar líða tók á fyrri hálfleik voru Valsstúlkur komnar með góða forystu og staðan var 18-13 í hálfleik. Í síðari hálfleik jók Valsliðið forystu sína áður en Gróttu-liðið kom til baka og náði að klóra í bakkann, en allt kom fyrir ekki og öruggur Valssigur því niðurstaðan. Hjá Val fór Dagný Skúladóttir á kostum og skoraði níu mörk, Nora Valovics kom næst með sex mörk, Hafrún Kristjánsdóttir fimm og Eva Barna skoraði fjögur. Stórskyttan Pavla Plaminkova var atkvæðamest hjá Gróttu og skoraði tíu mörk. - óþ N1-deild kvenna í handbolta: Góður sigur hjá Valsstúlkum HANDBOLTI Ekkert stig var rýr upp- skera fyrir næstneðsta lið N1 deildar kvenna, HK, þegar þær mættu toppliði Fram í gær. Eftir að hafa leitt leikinn frá upphafi sigldu Framstúlkur fram úr Kópa- vogskonum í blálokin og innbyrtu tveggja marka sigur, 27-25. Tæknifeilar Fram í upphafi leiks þar sem þær hentu boltanum meira út af en í hendur samherja gerði HK auðvelt fyrir að ná fjög- urra marka forystu, 2-6, strax í upphafi leiks. Þá rankaði Fram við sér, skoraði fimm mörk gegn tveimur og minnkaði muninn í 7-8. Það var þó það næsta sem þær komust HK sem spýttu í lófana og voru yfir í hálfleik, 10-13. HK gerði vel í að leysa varnar- leik Fram sem hefur verið góður á tímabilinu og skoraði nánast úr hverri einustu sókn. Eðlilega gerði það Fram ansi erfitt fyrir að jafna leikinn og hélt HK því tveggja marka forystu nánast allan seinni hálfleikinn. Það var ekki fyrr en í stöðunni 22-24 að Fram skoraði þrjú mörk í röð og komst yfir í fyrsta skiptið í leiknum þegar sex mínútur lifðu leiks. Þá forystu létu þær ekki af hendi og lönduðu eins og fyrr segir, 27-25, sigri. Einar Jónsson, þjálfari Fram, sagðist allan tímann hafa trú á að sitt lið gæti klárað leikinn. „Að sjálfsögðu hafði ég trú á þessu. Við erum núna búin að spila ansi marga svona leiki og erum komin með reynslu í þessu. Við spiluðum ekki nándar nærri eins vel í dag og gegn Stjörnunni um daginn en vinnum samt og það er ákveðið styrkleikamerki.“ Einar sagði leikinn í dag sýna hversu kvennadeildin er orðin sterk. „Þetta var það langbesta sem ég hef séð til HK í ár og mikið hrós til Erlings og Hilmars, þjálfara HK. Að botnliðið standi svona í okkur, toppliðinu, sýnir bara hversu sterk deildin er orðin,“ sagði Einar sem tók fram að dómgæslan í leiknum hefði verið frábær og glotti. Þjálfari HK, Erlingur Richards- son, var ánægður með spila- mennsku sinna stúlkna en vildi eðlilega fá eitthvað út úr leiknum. „Handboltalega séð er ég mjög ánægður með liðið í leiknum í dag. Stelpurnar gerðu nákvæmlega það sem fyrir þær var lagt og Fram náði ekki að loka fyrir það. Það munaði um reynslu Anett Köbli í lokin. Við erum á réttri braut með þetta lið og það hlýtur að koma að því að við vinnum eitt- hvað af þessum toppliðum,“ sagði Erlingur. - tom Fram vann baráttuglatt HK-lið 27-25 í Framhúsinu í gærdag og endurheimti toppsæti N1-deildar kvenna: Framstúlkur fara taplausar í jólafríið MÓTSPYRNA HK-stúlkur, sem eru í næstneðsta sæti N1-deildar, veittu toppliði Fram mikla mótspyrnu í gær en Fram sýndi styrk sinn á lokakaflanum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Það verður mikið um dýrð- ir í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar tveir risaslagir fara fram. Liverpool tekur á móti Englandsmeisturum Manchester United á Anfield Road og Chel- sea heimsækir topplið Arsenal á Emirates-völlinn. Það verður allt lagt undir þegar fornu fjendurnir Liverpool og Manchester United mætast í dag. Liðin hafa verið að spila góðan fót- bolta upp á síðkastið og eru bæði komin í 16 liða úrslit Meistaradeild- ar Evrópu. Heimamenn í Liverpool hafa tapað síðasta leik sínum í deildinni á móti Reading, en það er jafnframt eina tap liðsins í ensku úrvalsdeildinni þar sem liðið hefur unnið átta leiki og gert sjö jafntefli. Manchester United hefur tapað tveimur leikjum í deildinni og hafa unnið ellefu af síðustu þrettán leikj- um sínum þar. Það má því búast við hörkuleik eins og jafnan þegar þessi lið mætast og skemmst er að minnast síðustu leiktíðar þegar United Vann Liverpool á Anfield Road, 0-1, með marki John O‘Shea á 90. mínútu í dramatískum leik. Það besta í breskum fótbolta Enginn þekkir betur hversu mikil- vægir þessir leikir eru heldur en Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, sem man tímana tvenna í baráttu liðanna. „Bæði lið líta á hvort annað sem aðalkeppi- naut sinn og þá skiptir staða lið- anna í deildinni í raun engu máli, því leikirnir standa ein- hvern veginn fyrir utan allt. Leikirnir innihalda allt það besta sem breskur fótbolti býður upp á, ástríðu, stemningu áhorfenda og getu leik- mannanna á vellinum. Leikmennirnir þurfa að stíga fram og sýna karlmennsku til þess að þola svona leiki, ef þú ætlar að haga þér eins og lamb á vellinum, þá verður traðkað á þér,“ sagði Ferguson og Rafa Benitez tekur í sama streng. „Þetta eru mjög sérstakir leikir vegna sam- keppninnar á milli lið- anna og þó svo að það sé mikilvægt að vinna alla leiki, sérstaklega á heimavelli, þá hefur sigur á United meiri þýðingu. Þetta verður tilkomumikill leikur, það er ég viss um,“ sagði Benitez. Lundúnaslagur Arsenal og Chel- sea er ekki síður athyglisverður. Bæði vegna stöðu liðanna í deild- inni og svo vegna leikmannaskipta liðanna upp á síðkastið þar sem búast má við að William Gallas og Ashley Cole verði sérstaklega í sviðsljósinu. Arsenal tapaði fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi gegn Middlesbrough en hafði fyrir þann leik verið taplaust í 22 leikjum þar. Chelsea státar einnig af góðu gengi upp á síðkastið og hafa unnið sjö, gert tvö jafntefli og tapað einum leik undir stjórn Avram Grant í deildinni. Enn frem- ur hefur liðið ekki tapað síðustu ellefu Lundúnaslögum sínum. Gagnkvæm virðing stjór- anna Arsene Wenger, stjóri Ars- enal, hefur hrifist af árangri Ísraelans með lið Chelsea. „Hann lætur ekki mikið fyrir sér fara, eins og Mourinho, en hann lætur verkin tala og er að ná árangri inni á vellinum og það er mikilvægt. Ég tek því hatt minn ofan fyrir honum,“ sagði Frakkinn og starfsbróðir hans hjá Chelsea fór ekki síður fögrum orðum um Arsenal. „Ég hef ekkert nema gott um Arsenal að segja og ég hef mjög hrifist af fótboltanum sem liðið spilar og mér finnst gaman að horfa á leiki þess. Leikurinn er gríðar- lega mikilvægur fyrir bæði lið,“ sagði Grant. omar@frettabladid.is Það allra besta í breskum fótbolta Það er risastór dagur í dag í enska fótboltanum þegar Liverpool mætir Manchester United á Anfield Road og Arsenal fær Chelsea í heimsókn á Emirates-völlinn. Allt það besta sem breskur fótbolti hefur upp á að bjóða, segir Alex Ferguson um leikinn gegn Liverpool. Verður Arsenal enn á toppi deildarinnar í dagslok?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.