Fréttablaðið - 16.12.2007, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 16.12.2007, Blaðsíða 38
8 matur MEÐLÆTI MÁLTÍÐIN FULLKOMNUÐ Egill er ritari þingmanna á Alþingi en er auk þess afar liðtækur í eldhúsinu. Hann hefur ferðast töluvert og á þeim ferðum hefur hann stundum orðið fyrir áhrifum af matseld heimamanna. „Ég kynntist þessum rétti á Sikiley en ég dvaldist þar sumarið 2005. Þar er mikil hefð fyrir að matreiða eggaldin með mismunandi hætti enda vex eggaldin þar víða,“ segir Egill en eggaldin er stundum notað í staðinn fyrir kjöt á Sikiley. „Hægt er að borða þetta með salati og góðu víni þar sem eggaldinið drekkur í sig olíuna og verður frekar þungt. Það má líka nota þetta sem forrétt eða með öðrum grænmetisréttum,“ útskýrir Egill og bætir við: „Þetta er kannski heldur þungt með kjötréttum en gæti þó fallið að smekk sumra. Einnig getur þetta verið gott með fiskmeti sem er fremur létt.“ Rétturinn er fremur einfaldur en tekur að sögn Egils dágóðan tíma og steikingarlyktin lafir í loftinu nokkra daga á eftir. „Þetta geymist ágætlega í nokkra daga en maður getur ekki borðað mikið af þessu í hvert skipti,“ segir Egill, sem er enn að prófa sig áfram með ýmiss konar samsetningar með eggaldini. „Ég er frekar hrifinn af græn- metisréttum og ítalskri matargerðarlist. Í raun og veru er margt sem kemur á óvart eins og baunaréttir þaðan sem maður þekkir ekkert,“ segir Egill áhugasamur. Ítölsk matar gerðarlist hefur margan heillað en það sem færri vita er hve fjölbreytt hún er í raun og veru. - hs Ítalskt DJÚPSTEIKT EGGALDIN 3-4 eggaldin 3 egg hrærð saman um 200 g hveiti um 100 g af rifnum parmesanosti jurtaolía salt Skerið eggaldinin langsum í tæplega sentimetra þykkar sneiðar. Stráið salti yfir hverja sneið og látið það drekka í sig beiskan brúnleitan safa úr eggaldinunum í um klukkustund. Blandið saman hveiti og rifnum parmesanosti á diski. Skolið egg- aldinin og þurrkið. Dýfið hverri eggaldinsneið í eggjahræruna og leggið á diskinn þannig að deig myndist á báðar hliðar. Djúpsteikið í jurtaolíunni í um 3 mínútur eða eftir hitastigi. Borið fram heitt, volgt eða kalt. Ágætt er að nota afganga til dæmis í samloku ásamt grænmeti. Áslaug er heimilisfræðikennari í Hofsstaðaskóla og er því alvön matreiðslu. Hún hefur það fyrir sið að sjóða rauðkál með jólamatnum og hefur gert það í mörg ár. „Ég hef útbúið rauðkál fyrir jólin frá því ég fór fyrst að búa, sem var snemma á áttunda áratugnum, og er þetta því orðið að hefð,“ segir Áslaug og bætir við: „Maður er nú ekki að þessu til að spara. Það er ekkert ódýrara að útbúa rauðkálið sjálfur og hægt er að kaupa margar tegundir af til- búnu rauðkáli sem er auðvitað miklu fljótlegra. Þetta er hins vegar mun betra og líka gert til gamans.“ Með því að sjóða rauðkálið sjálfur verður það mun ferskara og hægt er að krydda það að vild. Rauðkál hentar með ýmiss konar mat og þá ekki síst hátíðamat. „Þetta rauðkál er afskaplega gott með svína- og lambasteik og er ómissandi með rjúpunum á aðfangadagskvöld. Það er einnig gott með heitri lifrarkæfu, soðnum kartöflum og heimabökuðu rúg- brauði svo ég tali nú ekki um kjötbollur, svikinn héra og fleira,“ útskýrir Áslaug. Það er ekki nauðsynlegt að gera mikið í einu en Áslaug sýður úr tæpum tveim- ur kílóum af rauðkáli. Ekki þarf að hafa áhyggjur þó að eitthvað verði afgangs þar sem einfalt er að frysta rauðkál og hita það að nýju. Það má því útbúa rauð- kálið tímanlega og frysta þar til stóri dagurinn rennur upp. - hs HÁTÍÐARAUÐKÁL 1 kg ferskt rauðkál 1 dl edik ½ dl vatn 1-2 jónagold epli, fer eftir stærð 2 tsk. salt sykur eftir smekk kúmen ef vill matarolía Þvoið, hreinsið og skerið rauðkálið frekar gróft. Þvoið því næst eplin og kjarnhreinsið þau og skrælið. Skerið eplin í bita. Hitið olíuna og léttsteikið rauðkálið. Annars er líka hægt að setja það beint í pottinn og bræða sumir smjör saman við síðustu mínúturnar í stað þess að léttsteikja. Smjörið storknar hins vegar þegar kálið kólnar. Bætið eplum, vatni, ediki og salti saman við og látið sjóða við vægan hita í 40 til 50 mínútur í potti. Fylgist vel með og hrærið öðru hvoru. Bætið sykri saman við þegar 10 mínútur eru eftir og smakkið til með salti eða ediki. Þeir sem vilja geta sett kúmen saman við. Áslaug er meistara- kokkur og sýður rauðkál fyrir hver jól. rauðkálstaugin EGGALDIN Egill gæðir sér á steiktu eggaldini sem upprunn- ið er á Sikiley. Ólíklegt er þó að hann klári skammt- inn þar sem eggaldinið er afar saðsamt. Rétturinn sem hér um ræðir getur verið hvort sem er aðalréttur eða meðlæti. Í raun fer það bara eftir smekk og tilefni að sögn kokksins Egils Arnarsonar. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /A N TO N FR ÉT TA BL A Ð IÐ /V Ö LU N D U R RÖMM ER Margir geta vart hugsað sér jólin án rauðkáls. Áslaug Þorgeirsdóttir er ein þeirra sem útbúa alltaf rauðkál fyrir jólin og gaf hún okkur uppskriftina að sínu klassíska heimalagaða rauðkáli. M M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.